Austurland - 27.11.2014, Síða 12

Austurland - 27.11.2014, Síða 12
27. Nóvember 201412 Árdagsblik eftir Hrönn Jónsdóttur Út er komin bókin hjá Bókaút-gáfunni Hólum bókin Árdags-blik eftir Hrönn Jónsdóttur, Djúpavogi. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar, sem stendur nú á sjötugu, en eftir hana hafa áður birst ýmis skrif s.s. í Glettingi og Röddum að austan og fleiri ritum. Bókin er óvenjuleg að því leyti að hún gerist á Íslandi árið 700, talsvert fyrir þann tíma sem landnám er talið hafa ha- fist hér á landi og er hún að nokkru leyti byggð á heimildum en að öðrum þræði er farið frjálslega með staðreyndir. Ritstjóri hafði samband við Hrönn og spurði hana aðeins út í Árdagsblik. Hrönn sagði að það væri löngu vitað og sannað að hér á landi hafi verið byggð löngu fyrir landnám. Ýmsir fræðimenn svo sem Árni Óla, Sveinn Víkingur og ýmsir menn tengdir háskólasamfélaginu hefðu rannsakað og fært sönnur á það. Einnig er vitað að Rómverji hafi siglt til Íslands árið 300. Í Árdagsbliki leiðir Hrönn saman írska menn og norskar konur sem flúið hafa frá Noregi. Þessir hópar ákveða að byggja upp gott samfélag á Íslandi þótt trúarbrögðin heiðni og kristni leiði til einhverra átaka. Um er að ræða breiða samfélagslýsingu en jafnframt ástarsögu og segir Hrönn að sig hafi langað til að skrifa bók sem væri laus við bölmóð og styrjaldatal. Því megi segja að Árdagsblik sé dálítið útópísk saga. Það er ekki á hverjum degi sem fyrsta bók sjötugs höfundar kemur út en Hrönn segist ekki hafa haft tíma fyrr því hún hafi alltaf verið að vasast í svo mörgu. Hún er þegar byrjuð að vinna að næstu bók, sem verður samtímasaga sem gerist í litlu þorpi á Austurlandi. Hún býst þó ekki við að verða jafn af- kastamikil og Vilhjálmur Hjálmarsson. Með hálfsmánaðar millibili voru haldin tvö útgáfuteiti á Djúpavogi og er það mjög óvenjulegt fyrir ekki stærri stað. Hrönn er byrjuð að kynna bókina og hefur komið á nokkra staði. Alls staðar hefur hún fengið höfðinglegar móttökur og er hún innilega þakklát fyrir það. Árdagsblik fæst í öllum helstu verslunum landsins. Undir berjabrekku eftir Ágústu Ósk Jónsdóttur Út er komin ljóðabókin Undir berjabrekku hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi. Á bókarkápu kemur fram að Ágústa Ósk Jónsdóttir er fædd árið 1940 að Hrærekslæk í Hróarstungu á Fljóts- dalshéraði. Hún missti móður sína strax í frumbernsku og ólst upp hjá föður sínum og systkinum. Eftir far- skóla í heimabyggð stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað í tvo vetur og hóf síðan búskap á Jök- uldal með manni sínum, Sigurjóni Guðmundssyni, fyrst í Hnefilsdal en lengst af bjuggu þau á Eiríksstöðum. Þau fluttu til Egilsstaða árið 2001 þar sem Ágústa vann við heimilishjálp fyrst í stað. Hún var um þriggja ára skeið formaður Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði. Ágústa hefur ekki flíkað kveðskap sínum en hefur þó birt nokkur ljóð í blöðum og tímaritum og í bókunum Raddir að austan (1999) og Huldumál (2003). Í bókinni eru rúmlega áttatíu ljóð mismunandi að formi, lengd og efni. Sum ljóðin fjalla um hversdagslega iðju húsmóðurinnar eins og til dæmis ljóðið Gömul haustvísa sem sýnir les- andanum mynd af konu sem situr við ljósið að haustlagi og saumar perlur í svartan kjól á meðan barnið sefur vært á hvítum útsaumuðum svæfli. Yndisleg kyrrð fylgir þessari mynd. Einnig ljóðið Óveður þar sem ljóðmælandi er því feginn að eiga ekki lengur allt sitt undir veðrinu og náttúrunni og getur notið þess að vera inni í hlýjunni á meðan óveðrið geysar fyrir utan. Önnur ljóð eru svo nútímaleg að þau fjalla um núvitund (gjörhygli) en það er mikið tískuorð um þessar mundir. Um mikilvægi þess að nema staðar og njóta stundarinnar. Þannig er til dæmis ljóðið Annríki sem lýkur svo: [. . . ] Seinasta daginn nemur þú staðar, örskotsstund og spyrð út í bláinn: Hvað hefur þú gefið mér, líf, og hvað er orðið af því? Ekki einu sinni þá færðu skilið að gleðin og hamingjan voru alltaf á hælum þér en náðu þér aldrei. Ljóðabókin Undir berjabrekku er yndisleg bók sem minnir lesandann á að vera þakklátur fyrir að fá að njóta íslenskrar náttúru, njóta hversdagsleik- ans og stundarinnar. Manni líður vel eftir að hafa lesið Undir berjabrekku.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.