Fréttablaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 28
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
10 3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR
1,0 EcoBoost bensínvél,
125 Hestöfl
Framhjóladrif
Eyðsla 4,7 l/100 km
í bl. akstri
Mengun 108 g/km CO2
Hröðun 11,2 sek.
Hámarkshraði 193 km/klst.
Verð frá 3.290.000 kr.
Umboð Brimborg
● Stutt milli gíra
● Eyðsla í reynsluakstri
● Frábær vél
● Hljóðlátur
● Aksturseiginleikar
FORD FOCUS
FORD FOCUS
Finnur Thorlacius reynsluekur
M
est seldi bíll í
heimi hlýtur að
hafa eitthvað gott
fram að færa því
fólk kaupir einfald-
lega ekki vel á aðra
milljón af slíkum
bíl nema að hann sé góður. Þessi
bíll er Ford Focus og hann var
tekinn til kostanna til að finna út
hvort blaðamaður var sammála
öllum þessum kaupendum. Ford
Focus hefur verið framleidd-
ur frá árinu 1998, en þá leysti
hann af hólmi ekki ófrægari bíl,
þ.e. Ford Escort, sem seldist hér
á landi í skipsförmum á árum
áður, sem og um heim allan. Ford
Focus hefur verið mest seldi bíll
í heimi í næstum þrjú ár því á
fyrri helmingi ársins 2012 tók
hann fram úr Toyota Corolla sem
söluhæsta bílgerð heims og hefur
haldið því síðan. Ford Focus er í
C-stærðarflokki bíla, rétt eins og
Volkswagen Golf, Toyota Auris
og Mazda 3, svo einhverjir séu
nefndir. Focus er nú af þriðju
kynslóð, en hann hefur fengið
nokkra andlitslyftingu með nú-
verandi 2105 söluárgerð og marg-
ar góðar breytingar hafa verið
gerðar á bílnum og hann hlaðinn
meiri tækni.
Vél ársins þrjú ár í röð
Það allra athyglisverðasta við
Focusinn í dag er 1,0 lítra Eco-
Boost-vélin sem fá má í honum.
Þessi vél er hreint undur, enda
margverðlaunuð og hefur verið
valin vél ársins í heiminum þrjú
ár í röð. Það er í raun nær óhugs-
andi að svo lítil þriggja strokka
vél skuli duga bíl í C-stærðar-
flokki, en það gerir hún sannar-
lega, enda 125 hestöfl. Í sjálfu
sér er það ekki lengur orðið svo
merkilegt að ná út svo miklu afli
með svo litlu sprengirými, heldur
er öllu merkilegra að hámarkstog
hennar er á aðeins 1.400 snúning-
um. Það ætti eiginlega bara að
vera hægt með dísilvél, en þetta
er bensínvél. Ágætt er að hafa í
huga að BMW tókst á níunda ára-
tug síðustu aldar að framleiða
1.100 hestafla vél með 1,5 lítra
sprengirými og var sú vél í Form-
úlu 1-bíl. Hún þurfti hins vegar
að snúast heil ósköp til að fram-
kalla öll þessi hestöfl og hún var
frek á sopann. Það er þessi vél
ekki, heldur er uppgefin eyðsla
hennar 4,7 lítrar. Í reynsluakstri
eyddi hann þó talsvert meira, en
hafa verður í huga að kalt var
í veðri, mikið af snjó og aðal-
lega var ekið innanbæjar. Einn-
ig er í boði 1,5 lítra og 150 hest-
afla EcoBoost-vél og tvær gerð-
ir 1,5 lítra dísilvéla, 95 og 120
hestafla og eyðir sú minni aðeins
3,8 lítrum. Allar þessar gerð-
ir kosta þó meira en sá með litlu
vélinni. Reynsluakstursbíllinn
var einmitt með þessari litlu 1,0
lítra EcoBoost-vél og óhætt er að
hrósa henni í hástert og vera með
því sammála þeim sem dæma um
heimsins bestu vél. Afl hennar
er alveg nægt fyrir Focus þó svo
hún sé nú snarpari í litla bróðurn-
um Fiesta. Hún er hljóðlát og þýð
og í reynsluakstursbílnum var
hún tengd við lipra 6-gíra bein-
skiptingu.
Fimur sem köttur
En hvernig er nú að aka Ford
Focus með þessari vél? Jú, alveg
prýðilegt en hann er engin
spyrnukerra. Fyrsti gírinn er
ógnarstuttur og því þarf að
skipta strax á annan. Annar gír
er hins vegar afar notadrjúgur
og eins fáránlegt og það hljóm-
ar væri nánast hægt að notast
eingöngu við þá tvo fyrstu og
þann sjötta þar sem tog vélar-
innar er svo gott á lágum snún-
ingi. Betra er þó að nota þá alla
og í mælaborðinu er látið vita
hvenær hentugast er að skipta
upp. Þessar uppástungur stuðla
að sem minnstri eyðslu og undir-
ritaður hefur nú þann sið að fara
einfaldlega ekki eftir þeim held-
ur láta hljóð og vinnslu ráða för
og ef aka á skemmtilega er leng-
ur dvalið í hverjum gír. Aksturs-
eiginleikar Ford Focus eru frá-
bærir og leit að öðru eins í bíl í
þessum flokki. Hann er fimur
sem köttur á eftir bráð, fjöðrunin
frábær og einhvern veginn líður
ökumanni svo vel við aksturinn.
Aðra eins aksturseiginleika má
helst finna í Volkswagen Golf og
Mazda 3 í þessum flokki, en gott
ef Focus trónir ekki hæst. Það
hjálpar náttúrulega aksturseigin-
leikunum hversu lítil og létt vel
hans er og því er hann ári neflétt-
ur. Þess vegna má henda honum í
beygjurnar áreynslulaust og ekki
er hliðarhallanum mikið fyrir
að fara. Þess má geta að vélin er
heilum 150 kílóum léttari en 2,0
lítra dísilvélin sem fá mátti í bíln-
um áður. Svo gleður það líka öku-
mann hve hljóðlátur bíllinn er og
varla heyrist í litla kettlingnum
undir húddinu þótt hann hamist
við að sturta hestöflum til fram-
hjólanna. Gríðarvel gert hjá Ford
þar.
Stendur sig vel í verðsamkeppni
Einn af fjölmörgum kostum
Focus er að hann er fallegur að
utan og sportlegur. Sérlega er
nef hans vel heppnað en erfitt er
að benda á einhvern hluta hans
sem ekki gleður augað. Hverj-
um finnst sitt um útlit bíla og
því kannski ekki ástæða til að
tjá sig of mikið um það, en grein-
arritari ók um á honum stolt-
ur, bæði vegna útlits hans, sem
og allra hinna kostanna. Að
innan er Focus jafn laglegur og
þar hafa verið gerðar jákvæðar
breytingar með uppfærslunni á
2015-árgerð. Framsætin eru eft-
irtektarvert góð og áklæði og
saumaskapur af vandaðri gerð.
Merkilega gott rými er fyrir aft-
ursætisfarþega og ekki þarf að
kvarta undan 363 lítra skottrým-
inu. Ford Focus er tæknilega
vel búinn og í dýrari útfærslum
hans bætist meira við. En hvern-
ig skyldi Focus standa sig í verð-
samanburði í þessum stærðar-
flokki bíla? Jú, ári vel því hann
er með þeim ódýrari. Það er að-
eins Mazda 3 á 3.140.000 kr. og
Kia C´eed á 3.240.777 sem eru
örlítið ódýrari en Focus, sem
fæst á 3.290.000 í ódýrustu út-
færslu. Aðrir samkeppnisbílar,
eins og Volkswagen Golf, Toyota
Auris, Nissan Pulsar og Peugeot
308 eru allir dýrari. Ford Focus
hefur lengi verið mjög góður bíll
og góð kaup. Nú er hann bara
orðinn enn þá betri og fæst samt
á góðu verði.
SKILJANLEGA MEST SELDI BÍLL HEIMS
Ford Focus er enn af þriðju kynslóð, hefur nú fengið heilmikla uppfærslu með 2015 árgerðinni.
Innréttingin
í Focus er lagleg
og skilvirk. Fram-
sætin eru ferlega góð
og með sportlegu lagi.
Rýmið aftur í er einnig
til fyrirmyndar.
FR
É
T
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
V
A
0
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
9
C
-D
2
0
0
1
3
9
C
-D
0
C
4
1
3
9
C
-C
F
8
8
1
3
9
C
-C
E
4
C
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K