Fréttablaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 4
3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 268 prósenta aukning varð á verðmæti hvers tonns af útfluttum skelfiski milli 2003 og 2013. Fyrra árið fengust tæplega 400 þúsund krónur á tonnið en nærri 1,5 milljónir króna á tonnið árið 2013. Byggt á tölum Hagstofunnar SAMFÉLAGSMÁL Hópur hælisleitenda mótmælti í gær löngum málsmeð- ferðartíma í málum þeirra. Allir búa þeir í Reykjanesbæ og mót- mæltu því hversu langan tíma það taki að afgreiða umsóknir þeirra um hæli hérlendis. Fréttablaðið fylgdist með mótmæl- unum. Meðal mótmælenda var Feri- ane Amrouni, þriggja barna einstæð móðir frá Alsír, sem beðið hefur í tæp tvö ár í óvissu um það hvort hún og börn hennar fái hæli hérlendis. Hún mætti með börn sín þrjú á mót- mælin. „Ég var blaðamaður í Alsír og bjó við mjög slæmar aðstæður. Ég kom hingað til þess að tryggja öryggi barnanna minna,“ segir hún. Hópurinn mætti fyrst til að mót- mæla fyrir framan innanríkisráðu- neytið en fékk þá þær upplýsingar að kærunefnd útlendingamála sem nýlega tók til starfa hefði aðset- ur í húsnæði stjórnarráðsins við Skuggasund. Hópurinn hélt þangað í þeirri von að fá svör við spurning- um sínum. „Við erum þreytt á því að yfirvöld hundsi okkur, það vill eng- inn tala við okkur. Við fáum engin svör,“ segir Adam Ibrahim Pasha. Útlendingastofnun synjaði umsókn hans um hæli í október en hann kærði synjunina til innanríkis- ráðuneytisins í sama mánuði. Sam- kvæmt lögum ráðuneytisins átti hann að fá svör innan þriggja mán- aða en hefur enn engin svör fengið. Þegar komið var í húsnæði stjórn- arráðsins stillti hópurinn sér upp í anddyrinu með mótmælaskilti. Niður kom formaður kærunefnd- arinnar og hlustaði á hópinn sem Adam er í forsvari fyrir. „Ég bið ykkur að sýna þolinmæði. Ég veit ég er að biðja um mikið en ég get ekki lofað neinu. Það er nýbúið að flytja þessi mál hingað og við erum að setja okkur inn í þetta. Það mun einhverjum málum ljúka í þessum mánuði. Ég vildi að ég gæti gefið ykkur einhverja dagsetningu en ég get það ekki,“ sagði Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefnd- arinnar. „Getur þú þá allavega lofað að það verði eitthvað gert í hennar málum? Hún er með þrjú börn,“ sagði einn í hópnum og benti á Feriane. „Hún er búin að bíða í næstum tvö ár, hún verður að fá einhver svör,“ sagði hann. „Ég hef enga von fyrir mig og börnin. Okkur langar að búa hér,“ sagði Feriane. Hjörtur hlustaði á raunalegar sögur hælisleitendanna. Flestir höfðu flúið föðurlandið ýmist vegna ofsókna eða stríðsástands. Sumir flækst milli landa í von um öruggan stað undanfarin ár. Það var augljóst að það reyndist þeim erfitt að segja sögu sína. „Gerðu það, hjálpaðu mér,“ sagði einn hælisleitendanna með tárin í augunum. „Við viljum bara vera örugg.“ Hælisleitendurnir segja allir að biðin taki mikið á og eins óviss- an sem fylgi því að vita ekki hvað verði. Meðan þeir eru hér mega þeir ekki vinna og bíða örlaga sinna í algjörri óvissu. viktoria@frettabladid.is Þriggja barna móðir hefur beðið í tvö ár eftir svörum Hælisleitendur mótmæltu löngum málsmeðferðartíma. Hafa beðið í marga mánuði í óvissu um hvað taki við. Blaðamaður frá Alsír með þrjú ung börn kom hingað fyrir um tveimur árum og bíður enn eftir svörum frá ráðuneytinu. Hún vonast eftir að fá hæli hér fyrir sig og börnin sín þrjú til þess að geta skapað þeim öryggi. „Það er mjög alvarlegt. Þetta er eitthvað sem ég vonast til að komi ekki til með að gerast undir þessari nefnd,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar um útlendingamál, um mál Feriane. Hann tók við starfinu 14. janúar og segir 105 mál vera á borði nefndarinnar. Flest málin séu frá 2014 en einhver þeirra frá 2013. Það verður sett í forgang að afgreiða þau. Hjörtur segir það hafa verið gott að hitta hælisleitendurna og heyra þeirra sögur. „Mér finnst mjög mikilvægt að það sé þessi samræða milli hælisleitenda og þeirra sem fara með þeirra mál. Mér finnst gott að heyra frá þeim og skilja betur þeirra sjónarmið.“ Hann segist telja að málsmeðferð í þessum málum hafi hingað til verið vönduð og of snemmt sé að segja til um hvort hún komi til með að breytast eitthvað með nýstofnaðri kærunefnd. „Hugmyndin er að tryggja að réttindi þeirra séu tryggð. Að við förum að íslenskum lögum og þeim skuldbind- ingum sem við erum bundin af á sviði mannréttinda og flóttamannaréttar,“ segir hann. ELSTU MÁLIN SETT Í FORGANG MÓTMÆLENDUR Hópurinn mót- mælti því hversu langan tíma tæki að afgreiða mál þeirra. Á meðan bíði þeir í algjörri óvissu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NEYTENDUR Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerk- ingum í sundlaugum á höfuðborg- arsvæðinu sektað Reykjavíkur- borg um 100 þúsund krónur þar sem ekki hafði verið farið að fyr- irmælum um að bæta merkingar þegar eftirliti var fylgt eftir. Á vef Neytendastofu segir að í Vesturbæjarlaug og Árbæjar- laug hafi vantað verðmerkingar á söluvörur þegar farið var í seinni heimsókn. Í þremur sundlaugum af þeim fimm sem gerðar voru athugasemdir við höfðu merking- ar verið bættar. - ibs Vanræksla í sundlaugum: Stjórnvaldssekt lögð á borgina LÍBERÍA, AP Fyrstu tilraunir með bóluefni gegn ebólu hófust í Líb- eríu í gær. Í höfuðborginni var efnt til mikilla hátíðarhalda af þessu tilefni. Tónlistarmenn komu fram og sungu lög með textum sem útskýra tilganginn með tilraun- unum, en margir íbúar landsins eru afar tortryggnir gagnvart bóluefninu. Ebólufaraldurinn er á hægu undanhaldi, en hann hefur smit- að nærri 22 þúsund manns og kostað nærri níu þúsund manns lífið. Ástandið hefur verið verst í Síerra Leóne, Líberíu og Gíneu. - gb Ebólufaraldurinn dvínar: Tilraunir með bóluefni hefjast HJÚKRUNARFÓLK Í MONRÓVÍU Æ færri smitast nú af ebóluveirunni en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Hafsteinn Þór Hauks- son, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, telur að tilefni kunni að vera fyrir innanríkisráðherra til að leggja skýrar línur um störf aðstoð- armanna sinna. Þetta kemur fram í minnisblaði Hafsteins Þórs til Ólafar Nordal innanríkisráðherra, en Ólöf bað Haf- stein að rýna í álit umboðsmanns Alþingis um samskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og Stefáns Eiríkssonar, lögreglu- stjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hafsteinn segir að í ljósi tvíþætts hlut- verks ráðherra v ið pól it íska stefnumótun ann- ars vegar og sem handhafa stjórn- sýslunnar hins vegar sé það ef til vill eðlilegast að ráðherra leggi þá línu að póli- tískir aðstoðarmenn kalli ekki eftir gögnum frá undirstofnunum er varða mál sem eru til stjórnsýslu- legrar meðferðar. Hafsteinn Þór telur að því fylgi augljóslega vandi að lögregla rann- saki ráðherra, sem er æðsti yfir- maður lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðu- neytinu er fátt í minnisblaðinu sem kallar á sérstök viðbrögð frá Ólöfu. En minnisblaðið hefur verið sent til forsætisráðuneytisins sem innlegg í þá vinnu sem þar fer fram varð- andi hlutverk aðstoðarmanna, siða- reglur og formreglur. - ngy Úr minnisblaði Hafsteins Þórs lektors til Ólafar Nordal innanríkisráðherra: Leggja línur fyrir aðstoðarmenn HAFSTEINN ÞÓR HAUKSSON STJÓRNMÁL Stuðningur við Pírata hefur meira en tvöfaldast frá kosningum. Fylgi við flokk- inn mælist nú tæp 12 prósent en hann hlaut 5 prósent í alþingis- kosningum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi. Samfylk- ingin mælist með 18 prósent og Vinstri grænir með 11 prósent. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi og er með rúmlega einu prósenti meira fylgi en Píratar og nýtur nú stuðnings 13 prósenta kjósenda. - kbg Flokkur á mikilli siglingu: Píratar mælast með 12 prósent SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HLÝNAR Það verður bjart og kalt veður fram eftir degi, þá hvessir og þykknar upp NV- og V-til og horfur eru á úrkomu í nótt og fyrramálið. Á morgun eru horfur á suðvestanstormi um tíma, einkum N- og NV-til. Það hlýnar heldur í veðri næstu daga. -3° 9 m/s -4° 10 m/s -4° 5 m/s 0° 2 m/s Víða nokkuð hvasst og stormur um tíma, einkum N-til. Strekk- ingur N- til, annars hægari vindur. Gildistími korta er um hádegi -4° 18° -6° 2° 15° 0° 0° -1° -1° 18° 5° 13° 15° 14° 3° 1° -1° 0° -6° 3 m/s -1° 6 m/s -6° 3 m/s -5° 7 m/s -2° 3 m/s -2° 8 m/s -12° 7 m/s 3° 4° 1° 3° 0° 1° 0° 0° 1° 1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN 0 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 9 C -C 8 2 0 1 3 9 C -C 6 E 4 1 3 9 C -C 5 A 8 1 3 9 C -C 4 6 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.