Fréttablaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2015 | SPORT | 23
HÆSTA EINKUNN
HÆSTA EINKUNN
HÆSTA EINKUNN
HÆSTA EINKUNN
HÆSTA EINKUNN
HÆSTA EINKUNN
GÓÐ KAUP
HÆSTA EINKUNN
HANDBOLTI Sigurbjörg Jóhanns-
dóttir, leikstjórnandi Fram í Olís-
deild kvenna í handbolta, meiddist
í fyrri hálfleik í leik liðsins gegn
ÍBV á laugardaginn eins og kom
fram í Fréttablaðinu í gær. Eftir
að hún reyndi við skot að marki
ÍBV meiddist hún á hné og þurfti
að fara af velli.
„Ég var í uppstökki í gær (fyrra-
dag) og það kom snúningur eða
slinkur á hnéð og eitthvað gaf sig,“
sagði Sigurbjörg við Fréttablaðið á
sunndaginn.
Þegar blaðið ræddi við Sigur-
björgu í gær kvaðst hún hafa það
ágætt en það væri vissulega vegna
þess að engin áreynsla væri á
hnénu.
„Mér líður alveg bærilega en ég
er líka bara frekar róleg og er að
hvíla mig. Þá er ég ekki með mikla
verki,“ segir Sigurbjörg sem hefur
ekki tilfinningu fyrir því hvort
krossbandið sé slitið eins og ótt-
ast var.
„Ég held í vonina um að þetta sé
ekki eins alvarlegt og maður ótt-
ast. Ég vona bara að þetta sé ekki
jafn alvarlegt og ég geti náð mér
á skemmri tíma,“ segir þessi frá-
bæri leikstjórnandi, en hún fær
ekki að vita hvað amar að fyrr en
undir lok vikunnar.
„Ég fæ tíma hjá lækni á fimmtu-
daginn og vonandi myndatöku í
kjölfarið. Þá fæ ég að vita hversu
alvarlegt þetta er,“ segir Sigur-
björg við Fréttablaðið.
Það er ljóst að hún verður ekki
með Fram þegar liðið mætir HK
næsta laugardag, en það yrði
mikið áfall fyrir Safamýrarstúlk-
ur að missa Sigurbjörgu í lang-
varandi meiðsli. Hún hefur verið
besti leikmaður deildarinnar til
þessa og var kjörin sá besti þegar
fyrri helmingurinn deildarinnar
var gerður upp fyrir áramót.
Fyrir utan það að stýra leik
Framliðsins hefur hún verið drjúg
í markaskorun og er næstmarka-
hæst í liðinu með 72 mörk, aðeins
fimm mörkum minna en ungstirn-
ið Ragnheiður Júlíusdóttir.
Fram er í öðru sæti Olís-deildar-
innar, aðeins stigi á eftir toppliði
Gróttu sem gerði óvænt jafntefli
við Fylki um helgina.
- tom
Sigurbjörg hittir lækni á fi mmtudaginn
Leikstjórnandi Fram í Olís-deild kvenna heldur í vonina um að krossband hafi ekki slitnað um helgina.
FRÁBÆR Sigurbjörg hefur spilað mjög
vel fyrir Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÚRSLIT KR fer í Höllina og fær tækifæri
til að hefna ófaranna gegn Stjörnunni
frá 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
POWERADE-BIKAR KK
KR - TINDASTÓLL 88-80 (44-35)
KR: Michael Craion 26/16 fráköst, Pavel
Ermolinskij 19/8 fráköst, Björn Kristjánsson 12,
Brynjar Þór Björnsson 12, Helgi Már Magnússon
7/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 6/9 fráköst,
Darri Hilmarsson 4/7 fráköst, Þórir Guðmundur
Þorbjarnarson 2.
Tindastóll: Darrel Keith Lewis 18, Ingvi Rafn
Ingvarsson 13/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson
12, Darrell Flake 10/6 fráköst, Helgi Rafn Viggós-
son 9/7 fráköst/6 stoðsendingar, Pétur Rúnar
Birgisson 9, Myron Dempsey 5/8 fráköst, Svavar
Atli Birgisson 4/4 fráköst.
POWERADE-BIKAR KVK
GRINDAVÍK - NJARÐVÍK 81-47 (46-12)
Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 16, María
Ben Erlingsdóttir 12/5 fráköst/3 varin skot,
Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, Lilja Ósk Sigmars-
dóttir 9/15 fráköst, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 7,
Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/4 fráköst, Berglind
Anna Magnúsdóttir 6, Pálína Gunnlaugsdóttir
5/7 fráköst, Hrund Skuladóttir 5, Kristina King 4,
Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/6 fráköst, Ingibjörg
Jakobsdóttir 0/5 stoðsendingar.
Njarðvík: Andrea Björt Ólafsdóttir 15/7 fráköst,
Erna Hákonardóttir 11, Ása Böðvarsdóttir-Taylor
5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4/4 fráköst, Andrea
Ösp Böðvarsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórs-
dóttir 2, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 2, Svala
Sigurðadóttir 2.
FÓTBOLTI Chelsea gerði fram-
herjaskipti á lokadegi félaga-
skiptagluggans í gær. Lundúna-
liðið seldi Þjóðverjann André
Schürrle til Wolfsburg fyrir 27
milljónir punda, en hann kom til
liðsins sumarið 2013 frá Bayer
Leverkusen og spilaði 44 leiki
úrvalsdeildinni. Schürrle, sem
var í heimsmeistaraliði Þýska-
lands síðasta sumar, fær 85 þús-
und pund á viku hjá Wolfsburg.
Chelsea var fljótt að leysa hann
af en eins og lá í loftinu gekk
félagið frá kaupum á kólumbíska
landsliðsmanninum Juan Cuad-
rado frá Fiorentina fyrir 26 millj-
ónir punda.
Cuadrado vakti verðskuldaða
athygli á HM í Brasilíu þar sem
hann fór með Kólumbíumönnum í
átta liða úrslit. - tom
Schürrle út og
Cuadrado inn
FLÓRENS-LUNDÚNIR Juan Cuadrado er
mættur til Chelsea. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
0
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
9
C
-D
B
E
0
1
3
9
C
-D
A
A
4
1
3
9
C
-D
9
6
8
1
3
9
C
-D
8
2
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K