Fréttablaðið - 03.03.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.03.2015, Blaðsíða 2
3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Einar, er allur vindur úr góða veðrinu? „Þar til fer að blása á ný.“ Byrjun ársins og fram yfir miðjan febrúar var sú vindasamasta hér á landi í tuttugu ár sam- kvæmt athugunum Einars Sveinbjörnssonar á gögnum frá Garðaskagavita. HEILBRIGÐISMÁL Ómskoðun verð- andi mæðra er í uppnámi á Vest- fjörðum eftir að eina ljósmóðirin sem sinnti þeirri þjónustu á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða sagði upp um áramótin. Langan tíma tekur að þjálfa upp starfsmann til að sinna þessari þjónustu og eru líkur á því að engar ómskoðanir verði framkvæmdar á svæðinu það sem eftir er þessa árs. Þröstur Óskarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, segir vilja til að þjálfa upp starfsmann til að sinna þessari mikilvægu þjónustu fyrir verðandi foreldra á svæðinu. „Hjá stofnuninni starfa tvær ljósmæður og við viljum að þessi þjónusta sé til staðar á svæð- inu,“ segir Þröstur. „Ljósmóðir hefur komið til okkar frá Akranesi upp á síðkastið en hún hefur hætt störfum hjá okkur. Nú þurfum við að þjálfa upp starfsmann en það tekur tíma.“ Eina ómskoðun ársins á Vest- fjörðum fór fram síðastliðinn föstudag, 28. febrúar. Þá höfðu 108 dagar liðið frá síðustu ómskoðun. Verðandi foreldrar hafa því allan þennan tíma þurft að sækja þjón- ustuna til höfuðborgarsvæðisins með ærnum kostnaði. Líklegt þykir að biðin gæti orðið rúmlega ár eftir að nýr starfsmað- ur með þjálfun í ómskoðun hefji störf á Vestfjörðum ef þjálfa á ljósmóður á svæðinu. Samkvæmt Landspítalanum er ómskoðun mjög sérhæfð og tæknileg vinna og gert ráð fyrir að þjálfun taki um tólf til átján mánuði. Edda María Hagalín, verðandi móðir á Ísafirði, segir ástand- ið ótækt. „Ég hef í tvígang þurft að fara suður til Reykjavíkur í sónar skoðun með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Einnig hef ég farið án maka í þessi skipti þannig að þennan hluta meðgöng- unnar höfum við ekki getað gert þetta saman. Þetta ástand er óvið- unandi og það verður að koma á sónarskoðun á Vestfjörðum fyrir barnshafandi mæður á svæðinu. Við getum ekki farið suður þegar okkur hentar því veðrið hefur nú verið ansi erfitt síðustu vikur.“ Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, telur stöðuna sem upp er komin í þjón- ustu við verðandi foreldra á Vest- fjörðum óásættanlega og hamla því að ungt fólk flytjist búferlum inn á svæðið. „Það er algjörlega óásættanlegt að ekki sé boðið upp á sónarskoðun og hefur alvarleg áhrif á búsetuskilyrði hér vestra,“ segir Arna Lára. „Við viljum gera bæinn aðlaðandi fyrir ungt fólk til búsetu og hvernig eigum við að gera það þegar ríkisvaldið skerðir grunnþjónustu sem þessa? Verð- andi foreldrar munu ekki sætta sig við að ekki sé boðið upp á sónar- skoðun og eiga ekki að gera það.“ sveinn@frettabladid.is Ekki boðið upp á sónar á Vestfjörðum Sónarskoðun verðandi mæðra á Vestfjörðum er í uppnámi. Þekkingin er ekki til staðar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Upp á síðkastið hefur ljósmóðir frá Akra- nesi komið vestur. Hún hefur nú sagt upp og þarf að þjálfa upp ljósmóður í verkið. HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTFJARÐA 108 dagar liðu á milli sónarskoðana í vetur. Sónarskoðað var 10. nóvember og svo aftur 28. febrúar. Nú hefur ljósmóðirin sagt upp störfum og verður þjónustan því ekki veitt um sinn. Það er algjörlega óásættanlegt að ekki sé boðið upp á sónarskoðun og hefur alvarleg áhrif á búsetu- skilyrði hér vestra. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar SAMFÉLAG Verkefnisstjórn um endur- mat á yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríkinu til sveitar félaganna, sem gerð var 2011 stefnir að því að skila niðurstöðum fyrir lok apríl. Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku segir í bókun að náist ekki niðurstaða fyrir mitt þetta ár um fullnægjandi fjár- mögnun þjónustunnar til framtíðar, að mati stjórnar sambandsins, verði þegar hafist handa við að undirbúa það að ríkið taki málaflokkinn aftur til sín frá næstu áramótum. Í minnisblaði sambandsins til fjárlaganefndar síðastliðið haust kom fram að ríkið þyrfti að leggja til um 3 milljarða króna á þessu ári til málaflokksins umfram það sem verið hefur. „Það var upphaflega ákveðið að flytja 1,2 prósentustig af tekjuskatti ríkisins yfir í útsvar. Við teljum að það þurfi að fara upp í 1,33 prósentu- stig. Það er mat okkar að það vanti 1,5 milljarða til að hægt sé að standa undir þjónustunni. Það vantar einnig um 150 milljónir króna á þessu ári til tilraunaverkefnisins um notenda- stýrða persónulega þjónustu og 160 milljónir vegna lengdrar viðveru eftir skóla. Til að standa undir fram- kvæmdaáætlun vegna breytinga á húsnæðismálum vantar 1,3 millj- arða,“ segir Karl Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir stöðu sveitarfélaga misjafna. „Á Vestfjörðum hafa menn hins vegar farið mjög hratt úr plús í mínus.“ - ibs Skila á endurmati á yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fyrir lok apríl: Ríkið taki við á ný náist ekki niðurstaða FRAMKVÆMDASTJÓRINN Karl Björns- son, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að flytja þurfi 1,33 prósentustig af tekjuskatti ríkisins yfir í útsvar. SPURNING DAGSINS Go Ahead Kjarngóð ávaxtafylling í léttum kexhjúp – gott á milli mála. *Aðeins 57 kcal per kex * Létt í bragði VEÐUR „Við hlökkum til sam- starfsins, en fyrst og fremst er þetta betri þjónusta við okkar lesendur, hlustendur og áhorf- endur,“ segir Kristín Þorsteins- dóttir, aðalritstjóri 365, um nýjan samning 365 við veðurfyrirtækið Belging. Belgingur mun sjá um veður- fréttir á Stöð 2, í Fréttablaðinu og á heimasíðu Vísis. Nýja fyrir- komulagið, sem felur í sér ýmsar nýjungar, verður tekið upp á næstu vikum. Um er að ræða öfl- ugri veðurþjónustu og betri fram- setningu en verið hefur. Á sama tíma hefur veðurfréttamönnum á fréttastofu 365 verið sagt upp störfum. - ngy Öflugri þjónusta væntanleg: Belgingur sér um veðurfréttir SÚDAN, REUTERS Hundruðum ungra drengja var rænt í Suður-Súdan fyrir tveimur vikum. Talið er að þeir verði notaðir í hernað en nú berj- ast hátt í tólf þúsund börn í borgarastyrjöldinni sem þar ríkir. Frá þessu greinir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem krefst þess að börnunum verði sleppt. Í fyrstu var talið að drengirnir væru 89 en nú liggur fyrir að þeir eru mun fleiri. Vígasveit hliðholl stjórnvöldum er sögð hafa rænt börnunum en stjórnvöld segjast ekki hafa tekið þátt í ráninu og hafna öllum ásök- unum hvað það varðar. Vitni að ráninu segja mennina hafa farið hús úr húsi og tekið alla drengi, tólf ára og eldri, með valdi. - ngy Hátt í tólf þúsund börn berjast í borgarastyrjöld í Súdan: Ungum drengjum rænt í hernað BARNAHERMAÐUR UNICEF krefst þess að börnunum verði sleppt. NORDICPHOTOS/GETTY LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu leitar enn að öku- manni sem ók á gangandi tólf ára dreng og stakk svo af af vett- vangi. Atburðurinn átti sér stað á gatnamótum Stigahlíðar og Bogahlíðar í Reykjavík síðastliðið sunnudagskvöld. Drengurinn kvaðst hafa komið að gatnamótunum og þá hefði fólksbíl verið ekið á hann með þeim afleiðingum að hann kast- aðist í götuna. Drengurinn slasaðist ekki alvarlega, en er tognaður á fæti og marinn á mjöðm. Lögreglan segir hann ekki geta gefið greinargóða lýsingu á bílnum né ökumannin- um. Engar vísbendingar hafa bor- ist lögreglu. - ngy Lögreglan leitar ökumanns: Ók á dreng og flúði vettvang NEYTENDUR Íslandspóstur hefur þurft að hafa samband við fjölda fólks vegna þess að starfsmaður fyrirtækisins brást starfsskyld- um sínum og bar ekki út póst til fólks. Þó nokkrir hafa fengið afsökunarbeiðni frá Íslandspósti ásamt langþráðum pósti. Jóla- kort, tímarit og bréf eru meðal þess sem hefur komið í leitirnar og komist til skila. Íslandspóst- ur gerði viðvart um atvikin um miðjan febrúar og taldi eftir það allan póst hafa komist til skila. Annað hefur komið á daginn og enn er fólki að berast póstur vegna mistaka bréfberans. Atvikin áttu sér stað í hluta Hlíðahverf is og í þrem ur póst b- urðar hverf um í Mos fells bæ og Grafar vogi. Hildur Helga Gísladóttir er ein þeirra sem fengu afsökunar- beiðni frá Íslandspósti ásamt pósti sem henni barst ekki á til- teknum tíma. „Ég hef reyndar móttekið nokkur svona bréf og veit um marga aðra sem hafa gert það í gegnum árin. Í báðum tilfellum tímarit, annað kom tveimur mánuðum eftir útgáfu- dag.“ Í afsökunarbeiðninni er tekið fram að af óviðráðanlegum orsökum hafi ekki verið hægt að koma póstinum til skila. Þá er tekið fram að umræddur starfs- maður starfi ekki lengur hjá fyrirtækinu og að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar svo hægt verði að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig í framtíðinni. - kbg Íslandspóstur biðst innilega afsökunar vegna mistaka bréfbera: Meira fannst af gömlum pósti SÍÐBÚNAR PÓSTSENDINGAR Þess eru dæmi að fólki berist jólakort nú í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F B -3 6 2 0 1 3 F B -3 4 E 4 1 3 F B -3 3 A 8 1 3 F B -3 2 6 C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.