Fréttablaðið - 03.03.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.03.2015, Blaðsíða 20
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2 3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Sími 512 5457 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is N ú þegar rætt er um að Apple hygg- ist framleiða bíla er forvitnilegt að skoða hvaða fram- leiðendur sem ekki hafa framleitt bíla áður og eru þekktir fyrir aðra framleiðslu hafa sett bíla á markað og hvernig þeim vegn- aði. Stóra vöruhúsið Sears í Bandaríkjunum setti Kaiser- Frazer-bílinn á markað snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Ekki seldist hann vel og fram- leiðslunni var hætt eftir aðeins tvær árgerðir af bílnum. Kai- ser-Frazer var reyndar bíla- framleiðandi sem stofnaður var upp úr seinna stríði og fram- leiddi nokkrar gerðir bíla en var seldur til American Motors Corporation árið 1963 sem síðan var keypt af Chrysler árið 1987. Sears seldi hins vegar þennan Kaiser-Frazer-bíl þessi 2 ár en gekk lítið þrátt fyrir lágt verð. Hunslet og Fuldamobil Hunslet Engine Company fram- leiddi einnig þriggja hjóla bíl milli áranna 1957 og 1964, en fyrirtækið framleiddi aðallega lestir. Bíllinn var framleidd- ur þar sem eiginkona eins af stjórnendum fyrirtæksins vildi eignast bíl sem væri auðveld- ara að leggja en Jaguar-bíln- um sem hún átti. Það leiddi til fjöldaframleiðslu hans en að- eins voru framleiddir um 1.000 bílar og er það til vitnis um eft- irspurnina eftir bílnum knáa. Fuldamobil var framleiddur af Elektromaschinenbau Fulda GmbH í Þýskalandi, sem var þekkt fyrir framleiðslu raf- geyma. Bíllinn var framleiddur á árunum 1950 til 1969 en ekki er ljóst hve margir slíkir bílar voru framleiddir. Vafalaust eru bílarnir miklu fleiri sem önnur fyrirtæki en þau sem þekkt eru fyrir bílaframleiðslu hafa sett á markað, en þetta eru bara örfá slík dæmi og ef til vill lýs- andi fyrir hvernig þeim vegn- aði. BÍLAR FRÁ „EKKI- BÍLAFRAMLEIÐENDUM“ Fáum fyrirtækjum sem ekki eru þekktir bílaframleiðendur hefur tekist vel að selja bíla sína fram að þessu. Sjáum hvað Apple gerir. G ríðarlegur áhugi er fyrir rafbílum í Nor- egi. Auk mikillar vit- undarvakningar um umhverfisáhrif raf- bíla eru ívilnanir vegna rafbílakaupa mjög hagstæðar, en eins og á Ís- landi eru hvorki vörugjöld né virðisaukaskattur lagður á raf- bíla. Einnig hefur reynsla rafbíla- eigenda verið mjög góð og er því stundum haldið fram að rafbíla- eigendur séu sjálfir bestu sölu- menn rafbíla. Sala rafbíla í Noregi er einstök í Evrópu, en 1 af hverjum 3 rafbíl- um sem seldust í Evrópu á árinu 2014 var seldur í Noregi. Á síð- astliðnu ári tvöfaldaðist rafbíla- salan í Noregi frá árinu á undan, en seldir voru yfir 18.000 raf- bílar til einkanota. Þetta jafngild- ir 12,5% af heildarbílasölu ársins, en til samanburðar var hlutfall rafbíla 5,5% af seldum bílum árið 2013. Enn er þó nokkuð í land með að markmið norsku ríkisstjórn- arinnar um að 20-30% hluti bíla- sölunnar séu rafbílar eða tvíorku- bílar náist og Því má reikna með áframhaldandi mikilli áherslu næstu árin á að gera leið rafbíla greiða inn á norskan bílamarkað. Frábærar viðtökur e-Golf í Noregi Árið 2014 varð einnig ár Volks- wagen Golf Í Noregi, en þar seld- ust tæplega 10.000 VW Golf, sem er tæplega 7% af öllum seldum bílum til einkanota. Hér hafði inn- koma e-Golf sterk áhrif, en bíll- inn hefur hlotið mjög góðar við- tökur norskra bílakaupenda. Góð sala e-Golf og e-up! varð til þess að Volkswagen var söluhæsta vöru- merkið með rafbíla til einkanota á árinu 2014. Velgengni Volkswagen heldur áfram árið 2015, en í janúar var tæplega helmingur allra seldra rafbíla e-Golf, en afhentir voru tæplega 900 e-Golf í mánuðinum. Það er því óhætt að segja að e-Golf hafi tekið afgerandi forystu á raf- bílamarkaðinum í Noregi. e-Golf kominn til Íslands Fyrstu Volkwagen e-Golf bílarn- ir voru afhentir íslenskum kaup- endum í síðasta mánuði. Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswa- gen hjá Heklu, segir að fjölmarg- ir hafi reynsluekið bílnum frá því að hann var kynntur á Ís- landi og viðtökurnar séu afar já- kvæðar. Það sem komi fólki helst á óvart sé snerpan, hljóðlátur akstur, tæknin og þægindin í VW e-Golf. Árni telur að marg- ar ástæður séu fyrir vinsældum e-Golf í Noregi. Bílinn byggir á 40 ára reynslu Volkswagen með Golf. Helstu breytingarnar sem e-Golf eigandi upplifir í akstri er fullkomlega hljóðlátur akstur í bíl með gríðarlegri snerpu og að- eins einum drifgír. Rafhlaðan í bílnum er sérlega endingargóð en Volkswagen veitir 8 ára ábyrgð á rafhlöðunni sem er hönnuð til að taka sem minnst pláss. Aksturs- drægni bílsins er allt að 190 km, sem gerir e-Golf að bíl sem hent- ar akstursþörfum langflestra. Árni segir þetta henta Íslending- um afar vel, enda sé meðalakst- ur Íslendinga undir 40 km á dag. Hægt er að reynsluaka Volkswa- gen e-Golf og e-up! hjá Heklu og minnir Árni á að ekkert jafnist á við prófa sjálf/ur. SLÆR Í GEGN Í NOREGI Volkswagen með mest seldu rafbílana í Noregi 2014. Samkvæmt fréttum frá Wall Street Journal er bíll frá tölvuframleiðand- anum Apple á leiðinni og sagt er að mörg hundruð manns vinni að þessu verkefni hjá Apple. Þessi bíll er, eins og eðlilegt gæti talist, rafmagns- bíll og hefur verkefni kringum smíði hans fengið nafnið Project Titan. Bíllinn er í laginu eins og smár sendibíll, eða „strumpastrætó“, eins og gárungarnir myndu kalla hann. Ef að líkum lætur yrði hann þó örugg- lega jafn frumlega hannaður og aðrar vörur frá Apple. Apple hefur ráðið nokkra reynda menn úr bílageiranum til að leiða verkefnið og fer verkfræðingurinn Steve Zadesky, sem áður vann hjá Ford, fyrir hópnum. Apple réð einnig Johann Jungwirth frá Mercedes Benz til verksins. Framleiðir Magna Steyr bílinn? Apple hefur nú hafi ð viðræður við austurríska fyrirtækið Magna Steyr um eiginlega smíði bílsins, en Magna Steyr er þekkt fyrir að hafa smíðað margan bílinn fyrir þekkta bílaframleiðendur, ekki síst blæjubíla, sem fyr- irtækið hefur sérhæft sig í. Sögusagnir herma að Apple hafi undanfarið tælt nokkra af starfmönnum Tesla til sín með bæði tvöföldun launa og undir- skriftarbónus upp á 250.000 dollara, eða ríflega 33 milljónir króna. Það eiga nokkrir þeirra ekki að hafa staðist og því hefur nokkur straumur starfsfólks verið frá Tesla til Apple undanfarið. Oft áður hafa fréttir verið færðar af hugmyndum Apple um að smíða svokallaðan iCar, en nú virðist sem farið sé að styttast í bíl frá Apple, hvort sem hann mun heita iCar eður ei. Mörg hundruð manns vinna að þróun Apple-bíls Fram kemur hjá Bílabúð Benna, umboði Porsche á Íslandi, að Cayenne S E-Hybrid hafi hlotið frábærar viðtökur hérlendis og að ljóst sé að þessi umhverfi svæna útgáfa af sportjeppanum falli mönnum sérlega vel í geð. Samkvæmt fregnum frá Bílabúð Benna hefur fyrirtækinu tekist að auka kvóta sinn af rafmagnsútgáfu Porsche Cayenne. Ánægðir viðskipta- vinir eru að taka á móti fyrstu bílunum þessa dagana. „Það er ljóst að þessi magnaði bíll fullnægir öllum markmiðum Porsche um einstaka sporteiginleika og akstursupplifun,“ segir Thomas Már Gregers, sölu- stjóri Porsche á Íslandi. „Með Cayenne S E-Hybrid er fólk að tryggja sér sportjeppa sem getur gengið eingöngu fyrir rafmagni, eingöngu fyrir bensíni eða virkjað báða aflgjafana jöfnum höndum. Honum er stungið í samband við heimilisrafmagn og hleðslustöð fylgir með. Tölurnar tala sínu máli, bíllinn er 416 hö og togið er 590 Nm. Uppgefi n eyðsla bílsins er ekki nema 3,4 l/100 km, en á sama tíma sver þessi bíll sig í ættina við aðra sportbíla frá Porsche og er ekki nema 5,9 sek. frá 0-100 km/klst.,“ segir Thomas. Verð Porsche Cayenne S E-Hybrid er 13.490.000 kr. og er hann þrjú hundrað þúsund krónum ódýrari en Cayenne með dísilvél, þökk sé engum vörugjöldum á þessum magnaða bíl. Rafdrifinn Porsche Cayenne heldur innreið sína á Íslandi Audi er nú að fara að kynna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8 og kemur hann fyrst fyrir sjónir gesta á bílasýningunni í Genf sem er um það bil að he ast. Engu að síður hefur lekið út að vélin í bílnum er 5,2 lítra V10- bensínvél sem annars vegar skilar 540 hestöflum og hins vegar 610 hestöflum. Með þeim báðum skilar bíllinn sér í hundrað kíló- metra hraða á innan við 3,5 sekúndum. Báðir eru þeir einnig með meiri hámarkshraða en 320 km/klst. Núverandi Audi R8 má fá með V8-vél sem skilar 430 hestöflum og V10-vél sem skilar 525 eða 550 hestöflum. Sá nýi er sagður 40% stífari, 30 millimetrum lægri og vega aðeins 1.500 kíló. Ennfremur er komin í bílinn stilling fyrir grimmari akstur og nýtt rafrænt kerfi fyrir stýringu bílsins. Bíllinn verður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu og ekki verður lengur hægt að fá hann beinskiptan. Nýr Audi R8 með 540 eða 610 hestöfl Kaiser-Frazer Hunslet Fuldamobil 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F B -6 2 9 0 1 3 F B -6 1 5 4 1 3 F B -6 0 1 8 1 3 F B -5 E D C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.