Fréttablaðið - 03.03.2015, Side 11

Fréttablaðið - 03.03.2015, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. mars 2015 | FRÉTTIR | 11 Boðið verður upp á hressingu frá kl. 8.00. Skráning fer fram á landsbankinn.is. Allir velkomnir. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is Opinn morgunfundur í Hörpu um áhrif lækkandi olíuverðs á hagkerfið og fyrirtækjarekstur. Norðurljósasalur, fimmtudagur 5. mars kl. 8.30–10.15. Opnunarávarp Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, fram kvæmda stjóri Markaða Landsbankans Lækkun olíuverðs – orsakir og afleiðingar Daníel Svavarsson, forstöðu maður Hag fræði- deildar Landsbankans Hvaða áhrif hefur lágt olíuverð á okkur Sigríður Hrefna Hrafnkels- dóttir, fram kvæmda stjóri smá sölu sviðs Olís Tveggja auðlinda tal Halldór Benjamín Þorbergsson, fram kvæmda- stjóri við skipta þróunar Icelandair Group Samspil sjávarafurða og olíu Haukur Þór Hauksson, aðstoðar forstjóri SFS Samantekt Steinþór Pálsson, banka stjóri Landsbankans Dagskrá #oliufundur Fundarstjóri: Edda Hermannsdóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu Hvaða tækifæri skapar lægra olíuverð? REYKJAVÍK Fjórtán ár eru liðin síðan Félag múslima á Íslandi sótti um byggingarlóð í Reykja- vík undir mosku. Samtökin hafa haldið uppi trúarstarfi í mosku sinni í Ármúla 38 frá árinu 2002, en telja staðsetninguna henta illa og vilja byggja bænahús þar sem hægt er að leggja rækt við trúar- starf til langframa. Í gær undir- rituðu samtökin og Arkitektafélag Íslands samning um samkeppni um teikningu mosku. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, segir úrslitin verða kunngjörð í maí. „Það er tekið stórt skref með undirritun samningsins, þetta er ákveðinn áfangi. Besta tillagan verður svo valin í maí.“ Í samkeppnisgögnum, sem verða opinber fljótlega á vef Arkitektafélags Íslands, má sjá hvaða skilyrðum arkitektar sem taka þátt í samkeppninni sæta. Moskan má vera tveggja hæða bygging. Hæst má hún vera 19,5 metrar með turni. Veggir mega vera 9,5 metra háir og turninn 5-10 metrar viðbót. Stærð mosk- unnar má vera 670 fermetrar. Að öðru leyti eru keppendur beðnir um að hafa í huga að byggingin á að vera dæmi um góðan arkitekt- úr þar sem hugað er að því gróna umhverfi sem moskan mun rísa í. Lóð Félags múslima á Íslandi er í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni. Í moskunni verður hægt að halda úti myndarlegra trúarstarfi en áður. Í moskunni er fyrirhug- að að hafa, fyrir utan bænasal, aðstöðu til fyrirlestra og rann- sókna, kennslustofu, bókasafn og eldhús auk aðstöðu til að taka á móti gestum. Sérstaklega er tekið fram í samkeppnisgögnum að gestir moskunnar geti komið til mosk- unnar hvenær sem er til iðkun- ar trúar sinnar, til bæna eða hug- leiðslu og til að lesa í Kóraninum. Reykjavíkurborg úthlutaði lóð til byggingar moskunnar árið 2013, þegar einnig var gert ráð fyrir henni í nýju aðalskipulagi. Bygg- ing hennar hefur verið umdeild og setti ákvörðun Reykjavíkurborgar svip sinn á kosningar til borgar- ráðs í Reykjavík. Þá sagðist Svein- björg Sveinbjörnsdóttir, sem var efst á framboðslista Framsóknar- flokksins, vilja beita sér fyrir því að úthlutun lóðarinnar yrði aftur- kölluð. Nú er ljóst að stórt skref hefur verið tekið í áttina að bygg- ingu mosku á þessum stað. Fyrsti skilafrestur er þriðju- dagurinn 24. mars og sá seinni 28. apríl. Verðlaunafé fyrir bestu þrjár tillögurnar er í heild fimm milljónir króna. Verðlaunafé fyrir bestu lausn verður ekki minna en tvær og hálf milljón íslenskra króna. Samkeppnin stendur yfir til loka apríl og Sverrir segir að bestu tillögurnar verði kynntar í maí. kristjanabjorg@frettabladid.is Samkeppni um mosku í Reykjavík Í maímánuði kemur í ljós hvernig moska í Reykjavík kemur til með að líta út en auglýst hefur verið eftir hugmyndum arkitekta um útlitið. Í moskunni er fyrir- hugað að hafa bókasafn, kennslustofu og eldhús. STÓRT SKREF Hallmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, og Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, undirrita samning um sam- keppni um teikningu mosku í Sogamýri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN sími: 511 1144 ➜ Það er tekið stórt skref með undirritun samnings- ins, þetta er ákveðinn áfangi. Besta tillagan verður svo valin í maí. 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F B -3 6 2 0 1 3 F B -3 4 E 4 1 3 F B -3 3 A 8 1 3 F B -3 2 6 C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.