Fréttablaðið - 03.03.2015, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. mars 2015 | SKOÐUN | 13
Síðastliðið haust mælti ég fyrir
þingsályktunartillögu um að Alþingi
feli innanríkisráðherra að setja á fót
starfshóp sem undirbúi endurskoð-
un laga um lögheimili, nr. 21/1990,
með það að markmiði að hjónum
verði gert fært að eiga lögheimili
hvort á sínum staðnum, hvort heldur
er þegar bæði hafa bækistöð innan
lands eða þegar annað hefur bæki-
stöð erlendis. Einnig verði lagðar til
breytingar á öðrum lögum sem þarf
að breyta til að markmiðinu verði
náð. Þingsályktunartillagan er nú
til umræðu í allsherjar- og mennta-
málanefnd. Hana má finna á þessari
slóð og þar er einnig hægt að skoða innsend-
ar umsagnir um málið: http://www.althingi.
is/dba-bin/ferill.pl?ltg=144&mnr=33.
Lög um lögheimili hafa staðið óbreytt í
um aldarfjórðung. Á þeim tíma hafa átt sér
stað miklar breytingar á þjóðfélagsaðstæð-
um, enda hefur þjóðin síðan þá gerst aðili
að EES-samningnum, netvæðst og upplifað
bankahrun svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu ár
hefur nokkuð borið á því að hjón hafi lent í
vandræðum vegna ákvæðis 7. gr. laganna
þar sem segir að hjón eigi sama lögheimili.
Vinnuveitendur sem ráða til sín starfsfólk
hafa stundum krafist þess að það skrái lög-
heimili sitt í því sveitarfélagi þar sem starf-
semi vinnuveitandans á sér stað. Það hefur
einnig færst í vöxt að hjón eða sambýlisfólk
vinni hvort í sínu sveitarfélaginu. Þessar
kröfur hafa því gert það að verkum að maki
starfsmanns hefur þurft að flytja lögheim-
ili sitt til sama sveitarfélags þrátt fyrir að
bækistöð hans sé í raun í öðru sveitarfélagi
eða jafnvel slíta samvistum við starfsmann-
inn. Þessar kringumstæður letja mögulega
sambýlisfólk til að ganga í hjónaband þar
sem að því fylgi breyting á lögheimili.
Tími til endurskoðunar
Í kjölfar bankahrunsins þurftu margir að
sækja sér vinnu utan landsteinanna. Oft
heldur þá annað hjóna utan á meðan hitt býr
hér heima áfram ásamt börnum. Í sumum
löndum er þess krafist að þeir sem ætla sér
að sinna atvinnu innan landamæra þeirra
flytji lögheimili sitt þangað. Svo háttar t.d.
til í Noregi en margir Íslendingar hafa sótt
atvinnu þangað. Enga heimild er hins vegar
að finna í lögum um lögheimili til að skrá
lögheimili hjóna í mismunandi löndum. Slíkt
hefur hins vegar verið heimilað í mörg-
um tilvikum á grundvelli venju, óskráðrar
réttar heimildar.
Kominn er tími til að taka lögin um lög-
heimili til endurskoðunar. Líklegt er að
endurskoðunin hafi í för með sér að breyta
þurfi ákvæðum annarra laga, t.d. ábúðar-
laga, laga um tekjuskatt og laga á sviði
almannatrygginga. Það að hjónum sé heim-
ilt að eiga lögheimili hvort á sínum stað er
hagsmunamál margra, bæði einstaklinga
og sveitarfélaga ef svo ber undir. Heimildir
hafa fengist um slíkt á milli landa. Forseti
Íslands og eiginkona hans eru t.d. ekki með
sama lögheimili.
Ég vil að heimildin verði almenn og val-
frjáls og eigi ekki aðeins við þegar hjón
starfa í hvort í sínu landinu. Það er von mín
að þingsályktunartillagan verði samþykkt á
þessu þingi og að frumvarp um breytinguna
komi fram sem fyrst. Flutningsmenn tillög-
unnar eru úr öllum stjórnmálaflokkum sem
sæti eiga á Alþingi. Pólitískur ágreiningur
ætti því ekki að tefja afgreiðslu málsins.
Ekki bara fyrir Dorrit
TiSA hljómar einsog kisa. Kisa
og TiSA eiga ýmislegt sameigin-
legt, fara hljóðlega um, læðast og
læðupokast, saklaus á að sjá, þótt
í eðlinu sé að finna grimma og
óvægna þætti. Það þekkja smá-
fuglarnir þegar kisa er annars
vegar.
Aðstandendur TiSU segja að
hún sé einsog kisulóra, besta
grey og sárasaklaus. Ekki þykir
vanmáttugum og fátækum ríkj-
um svo vera. Og sama gildir um
verkalýðshreyfingu í okkar heimshluta
sem vill standa vörð um velferðarþjón-
ustu og sporna gegn því að fjármagnsöfl
geri sér hana að féþúfu á kostnað félags-
legra þátta.
TiSA er skammstöfun úr enska heit-
inu Trade in Services Agreement sem á
íslensku heitir samkomulag um verslun
með þjónustu. Þetta átak til að ná sam-
komulagi um að markaðsvæða þjónustu
á heimsvísu, var sett af stað eftir að
svokallaðir GATS-samningar (General
Agreement of Trade in Services) undir
handarjaðri Alþjóðaviðskiptastofnun-
arinnar, WTO, sigldu í strand í kjölfar
gríðar legra mótmæla.
Við svo búið bundust ríkustu 50 þjóðir
heimsins samtökum um að ná samning-
um sín í milli sem síðan yrði þröngvað
upp á 73 ríkin sem aðild eiga að GATS-
viðræðunum en ekki TiSA. Íslendingar
taka þannig þátt í að bregða fæti fyrir
hinn snauða heim.
Óafturkræf skuldbinding
TiSA og GATS eiga sitthvað sameigin-
legt. Í fyrsta lagi, leyndina. Það hefur ein-
kennt GATS-samningana að reynt hefur
verið að fá niðurstöður áður en almenn
lýðræðis leg umræða fer fram. Við vissum
lítið um samningana ef Wikileaks hefði
ekki upplýst okkur. Í öðru lagi eiga GATS
og TiSA það sameiginlegt að skuldbinding
um markaðsvæðingu er óafturkræf. Hafi
ríki skuldbundið sig til að mark-
aðsvæða tiltekna þjónustu, hvort
sem það er ferðaþjónusta, banka-
þjónusta, heilbrigðisþjónusta eða
annað þá er ekki samkvæmt þessum
samningum hægt að afturkalla skuld-
bindingu sína. Reyni ríki að gera slíkt má
reikna með skaðabótakröfu á hendur því.
Það sem er hins vegar ólíkt með GATS
og TiSA er að í GATS-samkomulaginu var
undirritaður grunnsamningur og aðildar-
ríkin voru síðan sjálfráð um hve langt þau
vildu ganga í að skuldbinda sig til mark-
aðsvæðingar. Í TiSA er þessu öfugt farið.
Ef ríki taka ekki sérstaklega fram að þau
vilji undanþiggja tiltekna þjónustu skoð-
ast það sem samþykki fyrir markaðsvæð-
ingu hennar. Og markaðsvæðing þýðir
að niður greiðslur eru bannaðar nema
eitt verði yfir alla samkeppnisaðila látið
ganga, Landspítalann til jafns við Orku-
húsið.
Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að
þau hafi undanskilið tiltekna grunnþætti
heilbrigðisþjónustunnar fyrir sitt leyti.
Það er vel. Þó er þess að geta að áhöld
eru um að fyrirvarar Íslands varðandi
heilbrigðisþjónustuna kæmu til með að
halda, því samkvæmt þeim upplýsingum
sem nú eru farnar að berast frá TiSA-við-
ræðunum sækja þau nú í sig veðrið sem
vilja gera heilbrigðisþjónustu að alþjóð-
legri viðskiptavöru. Þessir aðilar hafa
reynst furðu seigir að ná sínu fram bak-
dyramegin.
Verkalýðshreyfingin víða um heim er
þegar byrjuð að reisa sig vegna þessa.
Vonandi verður svo einnig hér á landi.
TiSA
Persónubundin
viðkvæmni
Þegar bílar sumra
ungmenna aka um
göturnar þannig að
þungur bassa- og
trumbuslátturinn inni
í þeim lokuðum berst
svo um alla götuna, að
manni finnst eins og
þeir bólgni út í taktinum eins og
hjarta, sem slær, velti ég því fyrir
mér hvers konar meðferð þetta sé
á heyrn ungmennanna og hvort
slíkan ógnarhávaða þurfi til að
heyra tónlist inni í jafn litlu og
lokuðu rými og einn fólksbíll er.
Líklegast getur hávaði verið
fíkn, eins og til dæmis á svoköll-
uðum skemmtistöðum, þar sem
fólk stendur í stöppu á dans-
gólfi og getur ekki talað saman
fyrir yfirgengilegum hávaða
langvarandi síbyljutakts, þar sem
sama lagið virðist ganga tím-
unum saman í einskonar e-pillu
hugarástandi samkomugesta og
skemmtilegustu stundirnar eru í
biðröðunum fyrir utan þar sem er
þó möguleiki á að tala við fólk.
http://omarragnarsson.blog.is
Ómar Ragnarsson
Allir án ábyrgðar
Fyndið er, þegar stjórn og
stjórnar andstaða heimta aðgerðir
gegn skrímslum, sem þau hafa
sjálf alið. Bankarnir eru bezta
dæmið um slík skrímsli. Fyrrver-
andi ríkisstjórn gerði ekki hand-
tak til að bremsa bankana og
núverandi ríkisstjórn hefur ekki
heldur lyft hendi til þess. Samt
þykjast pólitíkusar fjórflokksins
geta rifið sig hása um bankana.
Þar fer auðvitað fremstur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætis, sem frægastur er fyrir
að vera enn í stjórnarandstöðu.
Hann segir framkomu bankanna
ótæka og ekki ásættanlega. Tekur
svo fram, að hann sé sjálfur
valdalaus. Ábyrgðina beri einhver
óviðkomandi Bankasýsla ríkisins!
http://www.jonas.is/
Jónas Kristjánsson
AF NETINU
ÞJÓNUSTA
Ögmundur
Jónasson
alþingismaður
➜ Ef ríki taka ekki sérstak-
lega fram að þau vilji
undanþiggja tiltekna
þjónustu skoðast það sem
samþykki fyrir markaðs-
væðingu hennar.
LÖGHEIMILI
Oddný G.
Harðardóttir
alþingismaður
➜ Það hefur einnig færst í vöxt
að hjón eða sambýlisfólk vinni
í sitt hvoru sveitarfélaginu.
Þessar kröfur hafa því gert
það að verkum að maki starfs-
manns hefur þurft að fl ytja
lögheimili sitt til sama sveitar-
félags þrátt fyrir að bækistöð
hans sé í raun í öðru sveitarfé-
lagi eða jafnvel slíta samvistum
við starfsmanninn.
0
2
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
F
B
-3
B
1
0
1
3
F
B
-3
9
D
4
1
3
F
B
-3
8
9
8
1
3
F
B
-3
7
5
C
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K