Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2015, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 03.03.2015, Qupperneq 14
3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR BERGMANN Miðtúni 42, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 sunnudaginn 1. mars. Sigurður Bjartmar Sigurjónsson Sesselja Gísladóttir Gísli Geir Sigurjónsson Herborg Sjöfn Óskarsdóttir Þorvaldur B. Sigurjónsson Dagný Hildur Leifsdóttir Brynja Sigurjónsdóttir Kjartan Jónsson Freyja Sigurjónsdóttir Róbert Leadon Rúnar Sigurjónsson Anna Elín Óskarsdóttir barnabörn og langömmubörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður, bróður og afa, TORFA Þ. ÓLAFSSONAR Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Litlu-Grund. Guðrún E. Kristinsdóttir Sæbjörn Torfason Ingólfur R. Torfason Kristinn G. Torfason Elísabet Ingólfsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR STEFÁN PÉTURSSON Arahólum 4, Reykjavík, lést 26. febrúar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 5. mars klukkan 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir um að láta Félag nýrnasjúkra njóta þess, reikn. 334-26-1558, kt. 670387-1279. Ólöf Sigurðardóttir Pálmar Halldórsson Harpa Sif Sigurvinsdóttir Bára Halldórsdóttir Ingibjörg Edda Halldórsdóttir Birna Halldórsdóttir Guðbjörg Sigurðardóttir Ottó Guðjónsson afabörn og langafabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÚLÍUSAR GUNNLAUGSSONAR Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 3. febrúar. Sólveig Júlíusdóttir Björn Ó. Björgvinsson Gunnar Júlíusson Sigþóra Gústafsdóttir Anna Júlíusdóttir Heiðar Elíasson Gunnlaugur Júlíusson Jónína Salóme Jónsdóttir Sverrir Júlíusson Svala Guðbjörg Lúðvíksdóttir Þröstur Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURBJÖRG LÁRUSDÓTTIR (STELLA) frá Skagaströnd, bjó lengst af í Hlaðbrekku í Kópavogi, lést mánudaginn 23. febrúar síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Boðaþingi. Útförin fer fram föstudaginn 6. mars frá Lindakirkju í Kópavogi kl. 15.00. Bára Berndsen Hilmar Jónsson Fritz H. Berndsen Indíana Friðriksdóttir Lára Berndsen Jón Karl Scheving Bjarki Berndsen Regína Berndsen Bragi Þór Jósefsson Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG (BUBBA) ÞÓRHALLSDÓTTIR Aðalgötu 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 12. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til starfsfólks D-deildar og heimahjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir góða umönnun og stuðning. Baldur Kristjánsson Svala Björgvinsdóttir Sigríður Baldursdóttir Sif Baldursdóttir Björgvin Rúnar Baldursson Erla Þórisdóttir María Erla Pálsdóttir Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR Hringbraut 50, áður til heimilis á Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 26. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 13.00. Egill Már Markússon Fanney Pétursdóttir Kristín Markúsdóttir Þórður Pálsson Örn Markússon Margunn Rauset Elvira Ziyatdinova og barnabörn. Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR PÁLMASON Kirkjubraut 12, Akranesi, sem lést fimmtudaginn 26. febrúar, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 6. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands, Akranesi. F.h. aðstandenda, Sólrún Engilbertsdóttir Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, VALGARÐUR FRIÐJÓNSSON ketil- og plötusmiður, lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugar- daginn 21. febrúar. Úförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 5. mars kl. 13.00. Margrét Erla Friðjónsdóttir Þorkell Júlíusson Áslaug Dóra Aðalsteinsdóttir Guðrún Hildur Friðjónsdóttir Friðdís Jóna Friðjónsdóttir Einar Jóelsson Friðjón Gunnar Friðjónsson og systkinabörn hins látna. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN HULDA BRYNJÓLFSDÓTTIR Grenigrund 25, Selfossi, lést á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, að morgni sunnudagsins 1. mars. Árni Sigursteinsson Kristín Árnadóttir Brynjólfur Tryggvi Árnason Hreindís Elva Sigurðardóttir Gunnar Þór Árnason Anna Sigurðardóttir Árni Árnason Ragnhildur Magnúsdóttir Sigrún Árnadóttir Sveinbjörn Friðjónsson Sólrún Árnadóttir Bryndís Brynjólfsdóttir Hafsteinn Már Matthíasson og fjölskyldur. „Þetta er fyrsta skipti sem ég kem fram með stórri hljómsveit og spila fyrir svona margt fólk,“ segir Ásta Kristín Pjetursdóttir 19 ára sem spil- ar á víólu. Hún verður einleikari á hátíðar tónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Norðurljósasal Hörpu í kvöld klukkan 20, ásamt Lilju Car- dew 16 ára á píanó. „Við erum að halda hátíðartónleika því skólinn er að verða 85 ára og við erum með glæsilega sin- fóníuhljómsveit sem ætlar meðal ann- ars að flytja 5. sinfóníu Beethovens, Örlagasinfóníuna,“ segir Lilja sem einnig segir einleikinn í kvöld meðal stærstu verkefna sem hún hafi tekist á við. „Það er mikið búið að æfa en það hefur verið skemmtilegt,“ segir hún. Tónlistarskólinn í Reykjavík er elsti starfandi tónlistarskóli landsins, stofn- aður haustið 1930. Nemendahljómsveit tók til starfa við hann árið 1942 og því er hún ein elsta starfandi hljómsveit á landinu. Auk 5. sinfóníunnar eru Píanókons- ert nr. 2 op 102 eftir D. Sjostakovitsj og Rómansa op 85 eftir M. Bruch á efnis- skránni í kvöld. „Það eru alltaf sinfóníutónleikar á hverri önn, yfirleitt hafa þeir verið í Neskirkju en nú eru þeir í Hörpu enda er stórafmæli,“ útskýrir Ásta Kristín. Lilja hefur unnið til verðlauna í EPTA-keppni og Ásta Kristín var í kvartett sem sigraði í Nótunni síðast- liðið vor. Báðar sigruðu í einleikara- keppni innan skólans, koma því fram á hátíðartónleikunum og finnst það mikill heiður. Þær eiga fleira sameiginlegt en tón- listarnámið því þær stunda báðar fjar- nám við Fjölbraut í Garðabæ. „Það er mjög hentugt,“ segir Lilja. Ásta Krist- ín tekur undir það. „Tónlistarskólinn er minn aðalskóli og ég fæ námið þar mikið metið í FG, það er ég þakklát fyrir.“ Hún stefnir á að útskrifast úr báðum skólunum í vor. „Tónlistin er bara lífið mitt,“ segir hún og kveðst hlusta á alls konar músík. En líka hafa gaman af að vera með vinunum og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Lilja lætur sér ekki nægja að vera í nemandi í tveimur skólum heldur er hún að kenna tónlist líka í Do Re Mi. „Ég er bara að leysa af,“ tekur hún fram. Hún ætlar að taka 7. stig á píanó í vor og hefur hug á að fara til Parísar í haust í framhaldsnám, þá nýorðin 17 ára. Spurð um fleiri áhugamál en tón- listina svarar hún: „Ég hef gaman af myndlist og teikna og mála þegar ég hef tíma.“ Þær stöllur segjast hlakka til kvölds- ins en fram að því ætla þær að slaka á og hugsa jákvætt. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Stjórnandi er Joseph Ogni- bene. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. gun@frettabladid.is Heiður að spila einleik á hátíðartónleikunum Tónlistarskólinn í Reykjavík fagnar 85 ára afmæli með hátíðartónleikum hljómsveitar skólans í kvöld í Hörpu. Einleikarar eru Ásta Kristín Pjetursdóttir og Lilja Cardew. EINLEIKAR- ARNIR Lilja og Ásta Kristín ætla að taka því rólega í dag og undirbúa sig andlega undir kvöldið. Við erum með glæsi- lega sinfóníuhljómsveit sem ætlar meðal annars að flytja 5. sinfóníu Beethovens, Örlagasinfóníuna. 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F B -4 0 0 0 1 3 F B -3 E C 4 1 3 F B -3 D 8 8 1 3 F B -3 C 4 C 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.