Fréttablaðið - 03.03.2015, Síða 24
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
6 3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR
2,0 l dísilvél, 240 hestöfl
Fjórhjóladrif
Eyðsla 4,5 l/100 km
í bl. akstri
Mengun 139 g/km CO2
Hröðun 6,3 sek.
Hámarkshraði 238 km/klst.
Verð 7.444.444 kr.
Umboð Hekla
VOLKSWAGEN
PASSAT
VOLKSWAGEN PASSAT
Finnur Thorlacius reynsluekur
V
olkswagen Passat er
lykilbíll hjá Volks-
wagen og það þarf
að vanda sig þegar
ný kynslóð bíls sem
selst í 1,1 milljón ein-
taka á ári er smíð-
uð. Það hefur Volkswagen sann-
arlega gert með þessari áttundu
kynslóð Passat. Fyrsta hugsun
sem flaug í gegnum huga blaða-
manns við viðkynningu þessar-
ar nýju kynslóðar bílsins var:
„Nú þarf Audi að fara að vara
sig.“ Svo tæknivæddur og vel út-
færður og fallegur er þessi bíll,
svo ekki sé minnst á aksturs-
getu hans, að hann er eiginlega
kominn í lúxusflokk bíla. Ekki
voru heldur aðstæðurnar slæm-
ar til að prófa þennan kostagrip,
en bílablaðamönnum var boðið
á Miðjarðarhafseyjuna Sardin-
íu til verksins og þar eru vegir
góðir og ekki spillti glæst nátt-
úran gleðinni. Það er líka ákveð-
in virðing fólgin í því að prófa bíl
sem á sér jafn langa sögu og Pas-
sat, en hann hefur verið í sölu í
41 ár og af honum hafa selst 22
milljónir eintaka. Það er 2.200
sinnum meira en allir nýir bílar
sem seldust hér á landi í fyrra og
myndi því duga landsmönnum til
næstu 22 alda. Fáránlegt til þess
að hugsa.
Stafrænt mælaborð
Það fyrsta sem ökumaður rekur
augun í við að ræsa nýja Pas-
satinn er stafræna mælaborðið
sem í bílnum er. Mjög fáir bílar
eru ennþá með slíkt mælaborð
og minnist undirritaður þess að
hafa fyrst séð slíkt í Jaguar XJ
sem rambaði upp á Klakann fyrir
um 3 árum. Á milli hraðamælis-
ins og snúningshraðamælisins er
leiðsögukerfi bílsins sem einn-
ig birtist á enn stærri skjá fyrir
miðju mælaborðsins. Þetta hefur
greinarritari aðeins séð í bílum
frá Porsche og er einstaklega
þægilegt og tryggir að augu öku-
manns eru meira á veginum með
leiðsögukerfið beint fyrir fram-
an sig. Þennan búnað má reynd-
ar einnig finna í nýjasta Audi TT.
Innréttingin í bílnum er hrika-
lega flott en hafa skal í huga að
reynsluakstursbílarnir voru með
flottustu útfærslu hennar. Leður-
sætin eru gullfalleg og efnisvalið
í innréttingunni afar ríkulegt.
Meira rými þó styttri sé
Bíllinn er orðinn rýmri að innan
þrátt fyrir að hann hafi styst ör-
lítið. Hjólahafið hefur lengst um
9 sentimetra og hefur það orðið
til þess að pláss fyrir alla far-
þega hefur aukist. Ekki hefur
þetta orðið til að minnka far-
angursrýmið, því það hefur auk-
ist um 47 lítra og er nú 670 lítr-
ar með aftursætin uppi, en 1.780
lítrar með þau niðri. Þar slær
Pass at við öllum keppinautum
sínum og slær hátt í risaskottið
í Merc edes E-Class Estate. Velja
má um 5 gerðir innréttinga, S,
SE, SE Business, GT og R-line.
Jafnvel SE-útfærslan er afar
flott og vel búin, með frábær-
um sætum, nálægðarskynjurum
að framan og aftan, skriðstilli
og sjálfvirkum ljósum og rúðu-
þurrkum. Sú dýrasta er fárán-
lega vel búin og slær við mörgum
lúxusbílnum.
Spyrnukerra með 240 hestafla
dísilvél
Eins og fyrr er mikið úrval
þegar kemur að vélbúnaði í
Passat. Fjórar dísilvélar, allar
með 2,0 lítra sprengirými nema
sú minnsta (1,6 lítra), eru í boði,
120, 150, 190 og 240 hestafla.
Sú öflugasta var reynd mest og
með henni er Passat orðinn al-
gjör spyrnukerra. Hreinn unað-
ur er að henda bílnum áfram með
þessari vél og ekki leiðist honum
að þeysast hratt fyrir hornin og
veggrip bílsins er hreint magnað.
Með þessari vél er bíllinn aðeins
6,3 sekúndur í hundraðið, enda
togið heilir 500 Nm og er hann
því kominn í flokk með sportbíl-
um. Það hjálpar bílnum reyndar
að með þessari vél er hann fjór-
hjóladrifinn og gripið því gott.
Líklega var einfaldlega ekkert
vit í því að setja allt þetta afl að-
eins á einn öxul og þess vegna
er hann ekki í boði þannig. Pas-
sat má einnig fá með 125, 150 og
280 hestafla TSI-bensínvélum.
Volkswagen gerir ráð fyrir því
að mesta salan verði í 150 hest-
afla dísilútgáfu bílsins og er lík-
legt að svo verði líka hér á landi,
verðsins vegna.
Góðir aksturseiginleikar
Í bílnum með öflugustu dísilvél-
inni eru tvær forþjöppur, önnur
minni sem vinnur á lægri snún-
ingi og hin stærri sem tekur við
ef nálin hækkar. Það tryggir að
svo til ekkert „turbolag“ finnst og
NÚ MÁ AUDI PASSA SIG!
Hefur lést um 85 kíló, aksturseiginleikarnir batnað eftir
því og eyðsla minnkað. Fæst með 4 gerðum dísilvéla,
þremur bensínvélum, fjórhjóla- eða framhjóladrifinn og
sem „sedan“ eða langbakur. Verðið er frá 4.110.000 kr.
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
ÖRY
GGI
ALL
AN
HRI
NGI
NN
NÚ ER TOYO Í KORTUNUM!
Spáðu í öryggi þitt og fjölskyldunnar
Hjólbarðaverkstæði
Bílabúðar Benna
Tangarhöfða 8
590 2045
Söluaðilar um land allt
Upplýsingar í síma 590 2045
eða á www.benni.is
0
2
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
F
B
-3
B
1
0
1
3
F
B
-3
9
D
4
1
3
F
B
-3
8
9
8
1
3
F
B
-3
7
5
C
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K