Fréttablaðið - 03.03.2015, Page 40

Fréttablaðið - 03.03.2015, Page 40
3. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Söru McMahon Saga handa börnum II Í loks síðasta árs lét ég loks verða af því að skrá mig sem líffæragjafa. Land- læknisembættið hafði þá opnað sérstakan vef þar sem landsmönnum gafst (og gefst enn) kostur á að skrá afstöðu sína til líf- færagjafar og á nokkrum vikum skráðu rúmlega tíu þúsund manns sig. NOKKRUM mánuðum eftir skrán- ingu mína birti RÚV frétt þar sem fram kom að um 70 prósent skráðra líffæragjafa á Íslandi væru konur! ÞESSI mikli kynjamunur ein- skorðast víst ekki við Ísland: Í Bandaríkjunum er meirihluti „lifandi líffæragjafa“ konur. Það er sá sem gefur veik- um einstaklingi t.d. annað nýra sitt eða hluta líffæris. Og könnun sem gerð var í Þýskalandi árið 2008 sýndi að þýskar konur voru tölu- vert jákvæðari í garð líf- færagjafa en þýskir karl- menn. Þær voru einnig andvígari því að lifandi líffæragjafi hlyti þóknun fyrir gjöfina, en meirihluti aðspurðra karla var hlynntur slíkum greiðslum. ÞESSAR fréttir komu mér nokkuð á óvart, ég hafði búist við því að kynjahlut- fallið væri jafnara þegar kæmi að líf- færagjöfum, og mig langaði að vita hvað ylli þessum halla. Google skilaði mér litlu öðru en fréttum þess efnis að konur væru alltaf í meirihluta þegar kæmi að skráðum líffæragjöfum, en engu um ástæðurnar. EIN blaðakona velti því fyrir sér hvort konur væru gjafmildari á líffæri sín vegna þess að þær eru almennt taldar finna til meiri samkenndar en karlmenn. Ef ekki það, þá hlaut það að vera feðra- veldinu að kenna – það hafði getið af sér svo fórnfúsar konur. Konur sem eru reiðubúnar að gefa af sér til þeirra sem þurfa á að halda … í bókstaflegri merk- ingu. EN, svo veit maður ekki. Íslenska kvikmyndin Blóðberg verður endurgerð sem sjónvarps- sería í Bandaríkjunum, ef allt gengur eftir. Umboðsskrif- stofan ICM Partners kom að máli við framleiðend- urna, Vestur- port, vegna myndarinnar eftir kvik- myndahátíð- ina í Gauta- borg, þar sem myndin var sýnd sem verk í vinnslu. Heilluðust þeir af sögunni og vinna nú að því að finna hand- ritshöfund að sjónvarpsseríunni. Blóðberg verður frumsýnd á Stöð 2 um páskana og fer svo eftir það í sýningu í kvikmyndahúsum landsins. Það má því með sanni segja að það séu spennandi tímar fram undan hjá Vesturporti. Blóðberg heillar Bandaríkjamenn SPENNANDI Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar fram undan. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is STILL ALICE 5:45, 8, 10:10 ANNIE 5:15 VEIÐIMENNIRNIR 8, 10:30 HRÚTURINN HREINN 5:45 8 10:40 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK Magnaður þriller byggður á metsölubókinni ÁÐUR EN ÉG SOFNA Frá framleiðandanum Ridley Scott Nicole Kidman Colin Firth Mark Strong Tilnefnd til 3 óskarsverðlauna Meryl Streep, Emily Blunt, Chris Pine og Johnny Depp ANNIE KL. 5.30 VEIÐIMENNIRNIR KL. 5.30 - 8 - 9 - 10.40 BIRDMAN KL. 5.30 - 8 - 10.40 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10.20 - ÍSL TEXTI ANNIE KL. 5 INTO THE WOODS KL. 5 HRÚTURINN HREINN KL. 3.30 HOT TUB TIME MACHINE KL. 8 - 10.10 FIFTY SHADES OF GREY KL. 8 - 10.40 KINGSMAN KL. 8 - 10.45 PADDINGTON KL. 5.45 - ÍSL TAL ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ „Þar sem ég ströglaði við að komast í báða sokkana fyrir hádegi, greiða mér og fá mér að borða sitjandi fór ég sífellt oftar að hugsa um hvern- ig í ósköpunum konur færu að með fleiri og jafnvel miklu fleiri börn,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sem fer af stað með nýja þáttaröð, Margra barna mæður, á morgun. Sigrún segir hugmyndina að þáttunum hafa sprottið í kjölfar þess að hún eignaðist sitt annað barn. „Ég eignaðist tvö börn á frek- ar stuttum tíma, en seinna barn- ið lét hafa frekar mikið fyrir sér fyrsta árið.“ Smám saman fór Sigrún Ósk að átta sig á að hún væri með efnivið í höndunum og að eflaust væru fleiri að velta þessum spurningum fyrir sér. „Ég bara varð að komast að hvernig fleiri barna mæður gerðu þetta allt,“ bætir hún við. Úr varð að Sigrún Ósk lagðist í rannsóknarvinnu og leitaði á náðir kvenna sem eiga það sameiginlegt að eiga mörg börn, og fékk hún að fylgjast með þeim daglangt í leik og starfi. Níu börn, átta þeirra undir fermingaraldri Þær konur sem Sigrún Ósk tók tali eiga á bilinu fimm til tíu börn. „Sem dæmi um fjölskyldu sem ég sæki heim er ellefu manna fjöl- skylda á Eyrarbakka. Þar eru níu börn, og átta þeirra eru undir fermingaraldri,“ segir Sigrún og bætir við að ákvörðun hafi verið tekin um að tjónka ekki við móður náttúru í þessum efnum. „Það merkilegasta við þá heim- sókn var hve áreynslulaust þeim fór þetta viðamikla verk úr hönd- um,“ segir Sigrún Ósk gáttuð. Það kom Sigrúnu einmitt einna mest á óvart hve jarðbundnar og afslappaðar mæðurnar raunveru- lega eru, þvert á það sem hún hafði upphaflega gefið sér. Sjaldan er ein báran stök „Í fyrsta þætti sem sýndur verð- ur á morgun, mun ég heimsækja fjölskyldu sem ákvað að bæta við sig einu barni eftir að hafa eign- ast tvíbura. Í því kasti reynd- ust þríburar svo þar voru komin fimm börn á afar stuttu tímabili,“ segir Sigrún og bætir við að eftir þá heimsókn hafi hún álitið sig hafa misst allan rétt til að kvarta undan sínu hlutskipti, verandi tveggja barna móðir. „Ég á nokkr- ar nýjar fyrirmyndir í lífinu eftir gerð þessara þátta,“ segir Sigrún að lokum. gudrun@frettabladid.is Mæðir á margra barna mæðrum Sigrún Ósk spurði spurninga sem margra barna mæður gátu svarað, bjó til þátt og hætti að kvarta í kjölfarið. FULLT HÚS BARNA Sigrún Ósk með stórri fjölskyldu á Eyrarbakka. Þau hjónin leyfðu móður náttúru að hafa sinn gang og sitja nú sæl með sinn krakkaskara. MYND/TÓMAS MARSHALL 0 2 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F B -4 9 E 0 1 3 F B -4 8 A 4 1 3 F B -4 7 6 8 1 3 F B -4 6 2 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.