Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Blaðsíða 7
FRÉTTIR - fímmtudagínn 13. desember 1990 Fimmtudagur kl. 9 AÐRAR 48 STUNDIR (ANOTHER 48 HOURS) Besta spennu og grín- mynd sem sýnd hefur ver- ið í langan tíma. Eddie Murphy og Nick Nolte eru stórkostlegir. Þeir voru góðir í fyrri myndinni en eru enn betri nú. Bönnuð innan 12 ára. S Sunnudagur kl. 9 DICKTRACY Það eru engir aukvisar sem leika í þessari stór- mynd s.s. Warren Beatty, Madonna, Charles Durn- ing og að ógleymdum þeim Al Pacino og Dustin Hoffman sem fara hrein- lega á kostum í hlutverk- um sínum. Mánudag kl. 9 DICKTRACY Sýnd í síðasta sinn Skák Keppt er um veglegan bikar, sem Útvegsbankinn í Vestmannaeyjum gaf 1989 og er þetta nú í þriöja skiptiö sem teflt er um hann. Arið 1989 vann Sigurjón Þorkels- son bikarinn og 1990 vann hann Halldór Gunnarsson. Eftir sex umferðir af tíu er staðan þannig: I. Sigurjón Þorkelsson .... 12 v. 2.og 3. Páll Árnason og Ágúst Ómar Einarsson..................4 v. 4. Valur Heiðar Sævarsson ... 2v. 5. og 6. Ágúst Örn Gíslason og Bjarki Guðnason........... 2. v. Unglingadeildin: Hjá þeim var Desemberskákmótið síðastliðinn sunnudag. Þátttakendur voru 12 og var mesti mögulegur vinningafjöldi 14. Úrslit þessi: 1. Valur Heiðar Sævarsson . . 13 v. Tapaði á móti Agli Þorvarðarsyni. 2. Ágúst Örn Gíslason .... 12 v. 3. Gunnar G. Gústafsson . . . 8,5 v. 4. og 5. Oddur Helgi og Páll Árni 6. Egill Þorvarðarson 7. og 8. Sigurður Einarsson 9 ára og Baldur Scheving Edvardsson . 6v. 9. Jón Þór ................5,5 v. 10. og 11. Andrés Bergs Sigmarsson og Davíð Friðgeirsson ......4 v. 12. Sigurður Sigurðarson . . . 3,5 v. í kvöld verður svo Desember- hraðskákmótið og hefst það stund- víslega kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu. Sigmundur Andrésson SÍMI 11861 Kirkjuvegi 10 Blómaverslun ingibjargar Johnsen 40 óra gömul • Ingibjörg Johnsen, kaupmaður í 40 ár. Ingibjörg Johnsen hefur í 40 ár staöiö uppi sem sannkölluö blóma- drottning Vestmannaeyja og er enn ekkert lát á henni að sjá. Um helgar jafnt sem rúmhelga daga er hún tilbúin aö bjarga mönnum um blóm þegar mikið ríður á, stórafmæli sem menn höfðu gleymt, óvænt brúð- kaup eða einhver þarf að blíðka konuna sína. Alltaf er Ingibjörg til- búin að bjarga og hefur skilning á öllu. FRÉTTIR litu við hjá Ingibjörgu í vikunni af tilefni afmælisársins og sem endra nær var hún á kafi í blómum enda stærsta hátíð ársins, jólin, að ganga í garð. Hver var ástæðan fyrir því að hún fór í þennan rekstur fyrir 40 árum. „Móðir mín, Margrét Johnsen. var með fyrstu blómaverslun sem rekin var í Eyjum,“ segir Ingibjörg. „Fyrst var hún til húsa í Dagsbrún þar sem faðir minn Árni Johnsen, þá um- boðsmaður Happdrættis Háskóla íslands, var með skrifstofu sína og þótti þetta tvennt fara vel saman. í daglegu tali var verslunin kölluð Happó og enn þann dag í dag er ég að tá bréf stíluð á Happó." Það var svo í janúar árið 1950 að Ingibjörg tekur við versluninni. „Þegar móðir mín lést tók ég við af henni, að ósk pabba og svo hef ég alltaf haft mikið yndi af blómum og öllu sem að þeim lýtur. Það var svo árið 1958 sem ég byrjaði á Skólaveg 7, í kjallaranum hjá okkur Bjarn- heðni. Fyrst var ég í einu herbergi, gömlu eldhúsi en seinna breyttum við kjallaranum og úr varð stærri og betri búð.“ Verslunin óx og dafnaði og nú var komið að því að Ingibjörg ætlaði að fara út í að stækka við sig í kjallaranum í Ásnesi, Skólavegi 7, en ekkert varð af því. „Eg flutti í leiguhúsnæði í Drífanda og hér er ég enn. hjá þeim ágæta manni Jóhanni Friðfinnssyni. Ekki veit ég hvað framhaldið verður, kannski enda ég í lítilli draumabúð á Skólavegi 7.“ En Ingibjörg hefur ekki staðið ein í slagnum. Fjölskyldan hefur verið mér mjög hjálpleg og svo hef ég verið einstaklega heppin með starfskrafta fyrr og síðar. Öll börnin mín hafa unnið meira og minna með mér í þessu og oft var þeim um og ó hvað ég lét félagsmálastörfin sitja fyrir, en þetta hefur nú allt breyst." Þegar mest var að snúast í félagsmál- unum brá Imba oft á það ráð að loka búðinni og setti miða á hurðina þar sem stóð: Er við, svona við og við. „En mér var alltaf fyrirgefið og sýndu viðskiptavinirnir mér oft mikla þolinmæði. Og get ég ekki verið annað en þakklát öllum mínum góðu viðskiptavinum, sem Vestmanna- eyingar eru, því án þeirra hefði þetta aldrei gengið. Sérstaklega er ég þakklát fyrir þolinntæðina sem ég hef notið hjá þeim.“ Imba er sátt þegar hún lítur til baka. „Það er mjög gefandi að vinna við blóm og því fylgir ákveðin lífsfyll- ing því blóm eru eitt af mestu meist- araverkum sköpunarverksins. En þar sem jólin eru í nánd vil ég nota tækifærið og óska öllum mínum við- skiptamönnum gleðilegra jóla og bjartrar framtíðar,“ sagði Imba um leið og hún snéri sér að næsta við- skiptavini. 'Vt.y. ÚRVALAF VÖRUM Á HERRANA BUXUR stakar 5 litir JAKKAR stakir 20 litir Skyrtur rosalegt úrval VESTI margir litir JAKKAFÖT 2 snið - 4 litir PEYSUR þrælgóðar BOLIR margargerðir ÚLPUR 4 gerðir FRAKKAR 2 gerðir GALLABUXUR öfga góðar BINDI - slaufur - klútar BELTI margargerðir SYLGJUR sjúklegar BINDISNÆLUR - úr TREFLAR - vettlingar LEÐURHANSKAR fóðraðir MUNIÐ EFTIR GJAFAKORTUNUM ÁDÖMURNAR DRESS ótrúlegt úrval KJÓLAR meiriháttar góðir JAKKAR stakir - 20 - 30 gerðir SKYRTUR sjúklega góðar BUXUF öfga mörg snið PEYSUR margar gerðir BOLIR og toppar BLÚSSUR æðislega fallegar PILS og buxnapils GALLABUXUR - belti - sylgjur ÚLPUR 6 gerðir - margir litir KÁPUR 7 gerðir TREFLAR - slæður - vettlingar SOKKAR - sokkabuxur - gammó SKARTGRIPIR rosalegt úrval NYTT K0RTATÍMABIL BYRJAÐ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.