Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Síða 8
Fimmtudaginn 13. desember 1990 • FRÉTTIR
Allir fá þá eitthvað fallegt
lialii litlí
■metti á Stakko
<>)■ skemmti sér
vel, |)ef>ar kveikt
var á jólatrénu.
í apótckinu má fínna margt fleira en
Ivf og annan venjulegan apóteks
varning. Apótekió er með snyrtivör-
ur í miklu úrvali og það er auðvelt
lyrir eiginmcnnina að skjótast í apó-
tekið og fínna góða gjöf handa kon-
unni.
Á myndinni er IVIagga, verslunar-
stjóri snyrtivörudeildinni, með nýjan
ilm, Cassini, sem framleiddur er til
minningar um Grace Kelly, fursta-
frú af Mónakó.
»
„Þetta er sko alveg rosaleg fínt
konfekt Ómar minn,“ sagði Laugi í
Smið þegar Ómar smellti mynd af
honum þar sem hann var að kaupa
sér konfekt fyrir jólin.
í Eyjakaup er hægt að fá nánast
allt sem fólk þarfnast fyrir jólin.
Gjafavara, fatnaður og öll matvara,
þannig að þeir sem fara í Eyjakaup
þurfa ekki að leita mikið víðar.
*
Eyjaradíó hefur opnað raftækja-
verslun að Skólavegi 4, þar sem áður
var verslunin Steini og Stjáni. í
Eyjaradíó er hægt að fá bæði stórar
og smáar gjafír, raftæki, hljómtæki
og alla almenna rafmagnsvöru.
Á myndinni er Þorsteinn Þor-
steinsson, verslunarstjórí, að sýna
nokkrum áhugasömum peyjum
þrumu flottar „græjur“.
4 Enn cr nægur tími til að hressa upp
á íhúðina fyrir jólin. Lcggja flísar,
parkett , teppi eða mála. I Brimnes
má fá allt til þcssara aðgerða og
greiðslukjörin eru ckkert mál. En
það má fínna fleira í Brimnes en
hyggingarvörur því þar eru seld raf-
tæki og ýmislcgt fleira nytsamlegt til
jólagjafa.
Á myndinni sýnir Eysteinn, að-
stoðarverslunarstjóri, Davíð og
Maju flísaúrvalið.
*
Sætar stelpur, sætur strákur, sæl-
gæti, gosdrykkir og ýmislegt fleira,
er það sem boðið er uppá í á
Tvistinum við Heiðarveg.
Á myndinni eru Birgir Sveinsson,
kaupmaður, og Hanna Sigga, af-
greiðslustúlka, meö efni í jólabland-
ið eina og sanna.
<
Jólamyndirnar streyma nú inn hjá
Vidcóklúhhnuni við Heiðarveg. Það
ættu allir kvikmyndaaðdáendur að
gcta fundiö sér eitthvað við hæfí þar
því úrvnliö er mikið og nýjar myndir
■ hverri vikn.
Á inyndinni sýnir Erla Gísladóttir,
afgreiðslustúlka, tvær þrælgóðar.
»
Það er alltaf jólastemnming í Bóka-
búðinni þegar halla fer að jólum
cnda hókin ineð vinsælli jólagjöfum.
Aö vanda koma margir bókatitlar út
fyrir jólin og má fínna þá alla hjá
Dóru og stclpunum hcnnar í Bóka-
búöinni. En það má fínna fleira en
bækur hjá henni Dóru því hún selur
einnig, spil og ýmislegt lleira sem
börnunum líkar vel að fá í jólagjöf að
óglcymdum kortunum, pappírnum
og öllu öðru sem þarf að fylgja.
Á myndinni skoðar Siggi Braga
nýtt og spennandi spil sem fæst í
Bókabúöinni.
4
„Finnst þér hún ekki lekker?“ Sig-
ríður Þórsdóttir skoðar fallega peysu
hjá Ingu Andersen í versluninni
Mozart. í Mosart er að fínna góðar
jólagjafír í fatnaði og snyrtivörum
svo er nægt úrval af sokkur nærfötum
og öðru slíku fyrir jólin.