Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1990, Blaðsíða 15
PRÉTTIR - fimmtudaginn 13. desember 1990 15 ÍÞRÓTTASÍÐA FRÉTTA Meistarqflokkur ÍBV kv.: Sigurog tap ÍBV stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta fengu Víking í heimsókn um helgina. Léku þær tvo leiki, unnu þann fyrri örugglega en urðu að lúta í lægra haldi í þeim síðari og munaði þar um Söru Olafs- dóttur sem slasaðist í lok fyrri leiks- ins. í fyrri leiknum var jafnræði með liðunum og var staðan 7 - 6 í hálfleik fyrir stelpurnar okkar. Strax í bvriun Þakkir Á Herrakvöldi Knattspyrnu- og Handknattleiksráðs ÍBV um síðustu helgi fór fram málverkauppboð. Boðin voru upp málverk sjö lista- manna sem allir höfðu gefið verk sín á uppboðið. Þeir listamenn er verk gáfu á uppboðið voru: Guðgeir Matthíasson, Jóhann Jónsson, Guðjón Ólafsson, Bennó, Skúli Ólafsson, Bjarni Ó. Magnús- son og Korfi. Róbert Sigurmundsson, í Prýði, sem innrammaði allar myndirnar gaf ínnrömmunina. Myndirnar seldust allar á mjög góðu verði og vilja Handknattleiks- og Knattspyrnuráð ÍBV koma á framfæri þakklæti til listamannanna og Róberts innrammara fyrir þeirra höfðinglega stuðning við ráðin. seinni hálfleiks tóku Eyjastelpurnar leikinn í sínar hendur og komust fjórum mörkum yfir og héldu því til loka og endaði leikurinn 19 -15. Þórunn átti stórleik í markinu, varði eins og berserkur, m.a. tvö vítaskot og átti hún stóran þátt í sigrinum, en út á vellinum var það liðsheildin sem skóp sigurinn, sér- staklega var vörnin góð. Það eina sem skyggði á var að hin eitilharða og kornunga Sara Ólafsdóttir fékk slæmt höfuðhögg í lok leiksins og gat ekki spilað þann seinni. Stefanía, Ingibjörg og Judith skor- uðu fimm mörk hver. Dæmið snérist við í seinni leiknum og voru Víkingsstelpurnar fjórum mörkum yfir í hálfleik 5 - 9. í seinni hálfleik héldu þær uppteknum hætti og lokatölur urðu 13 - 22. Eins og í fyrri leiknum skiptu þær Ingibjörg, Judith og Stefanía á milli sín flestum markanna, skoruðu fjögur hver. Herrakvöld ÍBV: Rósa kom só og sigraði O Judith tekin föstum tökum af Víkingsstelpunum. Arsþing IBV Verður haldið laugardaginn 15. desember kl. 14.00 í Týsheimilinu. Dagskrá I samræmi við lög IBV Stjórnin Knattspyrnuráð og Handknatt- leiksráð IBV slógu upp herrakvöldi á laugardagskvöldið með miklum glæsibrag í Kiwanishúsinu. Margt var til skemmtunar gert en hápunkt- ur kvöldsins var karlaminni Rósu Ingólfsdóttur. Ekki var annað hægt að sjá um kvöldið en að karlar, sem þarna voru samankomnir, skemmtu Sér hið besta þó konur þeirra væru hvergi nærri en Rósa bætti það upp með miklum glæsibrag. í karlaminni sínu lá hún ekkert á þeirri skoðun sinni að staður konunnar er á heimilinu: „Konan á að vera prýði heimilisins og á þing hafa þær ekkert að gera,“ sagði Rósa og féll það góðan jarðveg hjá gestum, sem sumir fengu lauflétt skot frá henni. Fleiri tróðu upp m.a. Ásmundur Friðriksson, sá mikli sjarmör, fór á kostum í lýsingum á glæstum íþrótta- ferli sínum. Árni Johnsen sagði nokkrar gamansögur og stóð fyrir fjöldasöng og ekki má gleyma Óskari Þórarinssyni sem m.a. las upp mann- lýsingu frá árinu 1972 og voru nokkr- ir glöggir menn fljótir að sjá að þar var átt við Friðirk Má Sigurðsson, það alkunna ljúfmenni. Hápunktur kvöldsins var málverk- auppboð sem Jóhann Pétursson full- trúi stjórnaði af töluverðum skörungs- skap. Nokkrir ágætir listamenn úr Eyjum gáfu aðstandendum karla- kvöldsins málverk sem þarna voru boðin upp og rann andvirðið óskipt til hand- og fótboltans. Uppboðið var fjörugt og gestir ófeimnir að bjóða í. Hér verður aðeins nefnd ein mynd eftir Guðjón Ólafsson frá Gíslholti sem Óskará Frá keypti. En Óskar er þekktur fyrir rausnarskap og til að gera Rósu ferðina til Eyja sem eftirminnilegasta gaf hann henni listaverkið og mun það um ókomna framtíð prýða heimili Rósu til minningar um alla strákana í Eyjum en þeir þurfa ekki á neinu að halda til að minnast hennar. Veislustjóri var Georg Þór Krist-. jánsson og fórst honum það vel úr hendi. Handknattleiksráð og Knattspyrn- uráð ÍBV báðu fyrir þakkir til allra sem mættu á karlakvöldið og studdu með því starfsemi ráðanna og er því hér með komið á framfæri. BINGO - BINGÓ - BINGÓ BINGÓ VERÐUR í ÞÓRSHEIMILINU í KVÖLD KL. 20:30 Margtgóðravinningaað venju. 'O .cl w -CD cö ct3 03 CD % go > Jóhann Pétursson hefur átt mjög góða leiki í vetur. ÍR leikurinn i kvöld Ef flogið verður síðdegis spila ÍBV strákarnir við ÍR í íþróttamiðstöð- inni í kvöld klukkan 20:00. Okkar mönnum gekk ekki sem í síðustu viku, en það er engin skildi á móti KA töpuðu 18 - 23 ástæða til að æðrast og eru strákarnir ákveðnir í að vinna í kvöld og vænta þeir góðs stuðnings frá áhorfendum. íslensk knattspyrna 1990: ÍBV lið wsins i Knnttspyrnubókinni Nýlega kom út 10. bók Víðis Sigurðssonar í bókaflokknum ís- lensk knattspyrna og nú sem fyrr er leitast við að hafa í henni sem næst tæmandi fróðleik um knattspyrnu á Bókin í ár er sérstaklega áhuga- verð fyrir Vestmannaeyinga því meistarflokkur ÍBV í knattspyrnu kemur víða við sögu í máli og mynd- um og var hann valinn sem sem lið ársins 1990. Viðtöl eru við Sigurlás Þorleifsson þjálfara og Ásgeir Sigur- vinsson og sérstök grein er um ÍBV. Mikill fjöldi mynda er í bókinni ásamt upplýsingum um um alla flokka sem þátt tóku í íslandsmótinu Jólahappdrætti Þeir sem ekki fengu vinning í stóru happdrættunum eiga enn möguleika. Knattspyrnuráð ÍBV er nú að fara af stað með sitt árlega jólahappdrætti. Margt stórglæsilegra vinninga í boði. Kaupum miða og styrkjum strákana fyrir átökin næsta sumar. Hverjum miða fylgir smá jólaglaðningur. Áfram ÍBV! Dregið verður 29. desember. HAMPIOJAN

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.