Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.1991, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.1991, Page 1
-F- 'R- -E- -T- -T-. -h 'R- ~F-i 'R- -E^ 'T-i ~T-i '1-i 'R^ ~F-i -R- r Ær 'T- -T- -I- -R- -F-i -R- r -E- ^T- rT- -h rR' rF- -R' r rE- rT- rT- r í ' -R' -F- -R' -É- -T- -T- -I- -R' -F- -R- r -E - -T- rT- -I- -R' -F- -R- r -E- rT- rT- r I - -R' • Lenei býr að fyrstu gerð. Þessi myndarlegu börn voru með mæðrum sínum á fundi hjá Áhugafélagi um brjóstagjöf í gær. I miðopnu blaðsins er fjallað um Áhugafélagið og brjóstagjöf. Brqðabirgðqtöiur Fiskiffélagsins: Vestmannaeyjar stœrsta verstöð landsins 1990 Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands komu á land í Vestmannaeyjum 159.145 tonn á síðasta ári, en árið áður var hann 175.488 tonn og munar þar mestu um minni loðnuafla. Mismunurinn milli áranna 1989 og 1990 er 16.344 tonn, eða 9,32%, en þrátt fyrir þennan samdrátt eru Vestmannaeyj- ar stærsta verstöð landsins og á það við flestar tegundir, að mestu magni er landað hér. Þorskafli dróst saman sem næst 10% og er það í samræmi við 10% skerðingu á þorskveiðum á síðasta ári. Árið 1990 var landað hér 20.854 tonnum en 19.890 tonnum árið 1990, sem er mesti afli í einni verstöð. Næst kemur Akureyri með 18.377 sem er einn fárra staða þar sem þorskafli er meiri en árið á undan og munar þar um 500 tonnum, en á flestum stöðum er minni þorskafli og munar í mörgum tilfellum er unt verulegan samdrátt að ræða. Ýsuaflinn var 11.118 tonn árið 1989 en 11.456 á síðasta ári og er það langmesta á landinu, eða tæplega fimmtungur af ýsuafla landsmanna. Næst koma Hafnarfjörður með 4.378 tonn og Þorlákshöfn 4.107 tonn. Lítilsháttar aukning er í ufsaafla milli áranna. Árið 1989 komu á land 14.423 tonn en 14.776 tonn árið 1990 og er aukningin 363 tonn. Mest er aukningin í karfanum, hann fór úr 5.124 tonnum árið 1989 í 8.100 tonn 1990. Þarna skáka Hafnarfjörður og Reykjavík Vestmannaeyingum all verulega, Hafnarfjörður með 13.561 tonn og Reykjavík með 11.307. Grálúðuaflinn á síðasta ári var ekki nema tæpur fjórðungur þess sem hann var árið á undan. Fór úr 1.670 tonnum 1989 í 400 tonn 1990. Á síðasta ári var landað hér 1.204 tonnum af skarkola og hefur hann minnkað um 250 tonn. Samdráttur varð í síldveiðum, fóru úr 11.438 tonnum í 10.230 tonn 1990, en á móti kemur að enn er verið að veiða síld þannig að þegar á tímabilið er litið í heild verður senni- lega um aukningu að ræða, þó það fari yfir áramótin. Stóri skellurinn er loðnan. Árið 1989 var landað 102.735 tonnum af loðnu í Vestmannaeyjum og hefur sjaldan verið meiri, en á síðasta ári var loðnuafli í Vestmannaeyjum 88.636 tonn og munar 14.101 tonni. Bólusetning gegn heila- himnubólgu Ekki um faraldur að rœða, segja lœknar. Prekar gerttil öryggis. Undanfarið ár hefur heilahimnu- bólga í börnum verið að stinga sér niður í Vestmannaeyjum og hefur þess vegna verið ákveðið að bólu setja alla á aldrinum tveggja til tuttugu ára. Guðbrandur Þorkelsson yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar vildi leggja áherslu á í viðtali við blaðið að ekki er um faraldur að ræða. „Á u.þ.b. einu ári hafa komið upp fimm sýking- artilfelli, sem í flestum tilfellum leiddu til heilahimnubólgu, og það finnst okkur einfaldlega of mikið. Við höfum því í samráði við land- lækni og sýkladeild Landspítalans ákveðið að bólusetja alla Vestmanna- eyinga á aldrinum tveggja til tuttugu ára,“ sagði Guðbrandur. „Er þetta gert í öryggisskyni og engin ástæða til óróa.“ Síðustu ár hafa 15 til 17 tilfelli komið upp af þessari sýkingu á landinu árlega. „Nú hafa fimm tilfelli stungið sér niður hér og það finnst okkur einfaldlega of mikið, en þetta er alls ekki faraldur." Bóluefnið sem notað er dugar við tveimur af þremur stofnum þeirrar bakteríu sem um ræðir. Er það einmitt C-stofn sem hér er að stinga sér niður og dugar bóluenfið á hann. Fyrir um 15 árum síðan komu hér upp nokkur heilahimnubólgutifelli í börnum og þá var bólusett með góðum árangri. Nánar er sagt frá bólusetningunni á bls. 8 í blaðinu í dag. Atli Elíasson í Steypustöðinni var heldur kluntsa þegar hann opnaði bréf sem honum barst í vikunni. Þegar hann reif upp umslagið kom í Ijós autt blað, samanbrotið. En innan í því voru tveir fimm þúsund krónu seðlar. Atli vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en svo rifjaðist upp fyrir honum að Lilla, konan hans hafði týnt peningaveski á Þrettándagleði Týs í Týsheimilinu. Eftir mikla leit fannst veskið á klósettinu og í því allt nema tiu þúsund krónur sem einhver hafði tekið ófrjálsri hendi. Hvort hinn sami hafði fengið eftirþanka og verið að skila peningunum er ekki vitað, en þó fannst Atla það sennileg skýring. Atvinnuleysisdagar voru 8574 ó siðasta óri Atvinnuleysisdögum hefur Ijölgað verulega í Vestmannaeyjum þrjú síð- ustu árin og er það í samræmi við þróun annarstaðar á landinu. En sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnumála- skrifstofu Félagsmálaráðuneytisins og Þjóðhagsstofnun er atvinnuleysi hér undir landsmeðaltali og langt undir meðaltali á landsbyggðinni. Árið 1988 voru atvinnuleysisdagar í Vestmannaeyjum 3.345. Árið eftir rúmlega tvöfaldast fjöldi atvinnu- leysisdaga, voru þeir 7.853, eða að meðaltali 30 manns á atvinnuleysis- skrá allt árið. Á síðasta ári voru atvinnuleysisdagar 8.574 og þá voru atvinulausir 33 að meðaltali. eða 1.45% atvinnubærra ntanna. Atvinnuleysi á öllu landinu var 1,7%, þannig að hér atvinnuleysi talsvert undir landsmeðaltali. At- hyglisvert er að Vestmannaeyjar eru taldar rneð Suðurlandi í tölum Fél- agsmálaráðuneýtisins, en þar var at- vinnuleysi 2,6% á árinu 1990, sem segir að atvinnuleysi á fastalandinu er mun meira en hér. Annað sem einnig stingur í augu er að atvinnu- leysi á landsbyggðinni er mun meira cn á Reykjavíkursvæðinu. Þar var atvinnuleysi 1,2%, en meira en helmingi meira á landsbyggðinni eða 2,6%, sem er verulegt umhugsuna- refni og kannski ekki skrýtið þó fólk sæki á höfðuborgarsvæðið. FJÖLSKYLDUTRYGGING FASTEIGNATRYGGING © GLER 4 mm. einfalt PLEXIGLER 3-6-1 Omm. þykkar 18. árgangur Vestmannaeyjum, 24. janúar 1991 4. tölublað SKIPAVIÐGERÐIR H.F. v/Friðarhöfn Vestmannaeyjum S11821 \\\$ Mikið úrval af hirslum undir geisladiska vídeóspólur og kassettur Munið greiðsluk örin á hljómtækjum og sjónvörpum Herra jakkaföt og dömudragtir Fatnaðinn fyrir þorrablót og árshátíðir TRYGGINGAMIÐSTOÐIN HF Umboö í Vestmannaeyjum, Strandvegi 63 S 11862 geisladiskar plöturog kassettur í hverri viku

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.