Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.1991, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.1991, Blaðsíða 2
Pimmtudaginn 24. janúar 1991 • FRÉTTIR Wýqrsffqgrmður Liknar: Mikil stemmning FRÉTTIR brugðu sér á nýársfagn- að eldri horgara á föstudagskvöldið, sem Kvcnfélagið Líkn stendur fyrir á hverju ári og haldinn er í Akóges- húsinu. Þar er eldri borgurunum boðið til veislu mikillar og er engu til sparað í mat, boðið upp á skemmti- atriði og á eftir er stiginn dans eða tekið í spil ef einhverjir kjósa það frckar en að fá sér snúning. Ekki verður gerð tilraun hér til að lýsa kræsingunum sem konurnar báru fram. en þær runnu Ijúflega niður og hefðu nægt í heilan her. Og margar Hnallþórurnar lágu enn óhreyfðar þegar FRÉTTIR yfirgáfu staðinn. Að loknu borðhaldi var boðið upp á skemmtiatriði og skal þar fyrst nefna Helgu Jónsdóttur og Arnór Hermannsson sem sungu nokkur kristileg lög við góðar undirtektir og Elínborg Jónsdóttir las upp nokkrar laufléttar sögur. Rúsínan í pylsuend- anum var þegar Gústi á Kap tók upp gítarinn og fékk nokkrar konur í Líkn til að syngja undir í fjöldasöng. Hraustlega var tekið undir í gömlu góðu lögunum og hefur mörgum hlýnað um hjartaræturnar við að rifja upp lög frá yngri árum. Svo var stiginn dans við undirleik hljórnsvcitarinnar Eymenn og var dansað fram yfir miðnætti. . . • Einar og Guðfínna stíga vals undir dillandi hljómum Eymanna fcjV *æK fl V * w’ 1 L • fl * ifl F* • Líknarkonur sáu eldri borgurum fyrir vel útilátnum veitingum, hnallþórum og fleira Ijúfineti sem gerð voru góð skil. • Ennþá geymist það mér í minni, Maria, María. Sveinn og María láta sig aldrei vanta í dansinn enda fáir færari í því fagi en þau hjón. U'Ht, # Anna í Laufási í hlutverki karlsins, dansinn er „djæf“ en dansfélagann þekkjum við ekki. • Vel lekið undir í fjöldasöngnum. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur... • Það á fyrir llestum að liggja að verða gamall. Þessar miðaldra meyjar horfa með aðdáuu a sér eldra fólk skeniinta ser konunglega. Það greinilega engu að kvíða þótt árin l'ærist yfír. # Árni, Inda og Steina láta sig aldrei vanta á svona skemmtanir, enda hráðskemmtileg sjálf. # Ágúst, fyrruin vélstjóri á Kap VE og nokkrar Líknarkonur leiða fjöldasöng á skeninitikvöldinu. # Meðan sumir dönsuðu sig niður úr skónum, sátu aðrir við spil hjarta, tígull, spaði, lauf. Herrann gefur, en frúrnar spá í spilin.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.