Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.1991, Qupperneq 9
FRÉTTIR - fimmtudaginn 24. janúar 1991
Opið bréf til
bœjarstjórnar
vestmannaeyja
, Vestmannaeyjum 21. janúar 1991.
Ég undirrituö rita þetta bréf vegna framkvæmda við c -álmu
Hamarsskóla Vestmannaeyja.
Fyrst varbyggingin teiknuð 1985 og hafnar voru framkvæmdir 1987 og
áætlað var að c-álman ætti fyrst að vera tilbúin 1989 og svo var því
frestað til 1990 og núna fáum við ekki neinar upplýsingar um hvenær
þessi álma verður tekin í notkun.
C-álma er um 882 fermetrar og ekki eru svo rosalega miklar
framkvæmdir eftrr og er áætlað að það kosti um 40 - 50 milljónir.
Áætlað var að nemendur fæddir 1976 ættu að kiára allan grunnskól-
ann í Hamarsskólanum en til þess að það sé hægt vantarcálmuna. Þess
vegna liggur mér mjög ntikið á hjarta að fá að vita hvað er að gerast i
þessu máli.
Virðingarfyllst.
Þórunn Ragnarsdóttir
nemandi 9. bekkjar
Hamarsskóla Vcstmannaeyja
Fjórkúgun ó skemmti-
stöðum bœjarins
Ég skrifa þessi orð til þess að vekja athygli skemmtanajöfra
Vestmannaeyja. þ.e.a.s. skemmtanastjóra danshúsanna á réttmæti
nýrra reglna. En þannig er mál með vexti að ég ásamt kunningjafólki
mínu fórum á dansleik í Hallarlundi. Mættum við snemma í
gleðskapinn og vorum eina fólkið á staðnum þar til kl. 12, að þrír
slæddust inn.
Kl. 12:30 ákváðum við að kíkja út úreyðimörkinni til að freista þess
að hitta fyrir lifandi fólk, en tókum fram að við kæmum aftur eftir
klukkutíma. t>á var okkur tilkynnt að ef við færum út þyrftum við að
borga oRkur aftur inn.
Þess vegna er mér spurn, á tímum þjóðarsáttar og verðstöðvunar,
hvort forsvaranlegt sé að borga 3000 krónur á dansleik. eins og maður
einn í bænum þurfti að gera um áramótin þar sem hann þurfti að
sk'reppa út. 1500 krónur í hvort skipti. Tökum sem dæmi foreldri sem
þarf að iíta til með barnapíu eða börnum sínum á miðjum dansleik,
sem ekki er óalgengt. Þarf það annað hvort að borga inn aftur eða láta
kúga sig og vera dansleikinn á enda tilneytt.
Skora ég á forsvarsmenn húsanna að svara þessu, því ég held að
flestum þyki nóg að greiða eitt aðgöngugjald að hríðversnandi
skemmtanamenningu Eyjanna.
Elías Bjarnhcðinsson.
Pyrir hvaða aðila
er líkamsraektin?
Tómas ingi Tómasson skrifar|
Fyrir hvaða aðila er líkamsræktin? Þessari spurningu hat’a niargir
velt fyrir sér en yfirleitt fást engin svör.
Sá sem þetta skrifar stundar þreksalinn ekki nema 3 - 4 sinnum í viku
en er orðinn langþreyttur á að „salurinn" er alltaf upptekinn af
svokölluðum kven- og karlaleikfimitímum. Þar sem undirritaður er
karlmaður hefur hann fengið að vera í tækjunum á meðan karlatímar
eru. Hefur hann lítið út á þá tíma að setja en þcgar kvennatímar eru
þá er salurinn innsiglaður.
Allir hafa gott af því að hreyfa sig, það er engin spurning, en
spurningin er hvort þeirsem ekki stunda leikfimitímana en vilja hreyfa
sig á annan hátt í þreksalnum eigi ekki að hafa sama rétt og
ieikfimifólkið.
Til að sýna hve mikið salurinn er upptekinn af leikfimi hef ég aflað
mér upplýsinga sem fara hér á eftir:
Mánudíisurkl. 8:00-17:00. skólaleikfími. kl. 17:45-21:45. karla-ogkvennaleikfími.
Þridjudagur kl. 8:00 -17:00. skólaleikfími. kl. 18:00 ■ 20:15. karla- og kvennaleikfími.
Midvikudagurkl. 8:00-17:00. skólaleikfími. kl. 17:45-20:15.karía-ogkvennaleikfími.
Fimmtudagurkl. 8:00-17:00. skólaleikfími.
Föstudagur kl. 8:ŒI-17:00. skólaleikfími.
Laugardagur kl. 15:00 -16:00. laus tími.
Sunnudasur. salurinn laus.
Eins og sjá má er ekki mikill
tími laus í þreksalnum og þeir
sem æfa t.d. lyftingar og þurfa
salinn 4-5 sinnum í viku, 2 tíma
i senn. verða helst að finna sér
aðra íþrótt þó svo að notkun á
tækjunum í 'salnum, meðan
kl. 18:00-21:45. 'karla- og kvennaleikfimi.
kl. 17:00-21:00. salurlaus.
kl. 11:30-13:00. karla-oskvennaleikfimi.
leikfimin stendur yfir. sé í algjöru
lágmarki. ,
Ég veit að margir eru mér
sammála í þessum efnum, þess
vegna skrifaði ég þennan pistil,
því ég er ekki verst settur.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sjúkraflugvél hér
skapar mikið öryggi
Vegna umréðna um sjúkraflug, þar sem fram hefur komið að Valur
Anderscn hefur selt vél sína, vill undirritaður leggja nokkur orð í belg.
Ég hef starfað hcr sem læknir í tæp 4 ár og því þurft all oft að nota
sjúkraflug. Þykist ég því tala af nokkurri reynslu og viti. Mjög mikið
öryggi felst í staðsetningu almcnnilegrar flugvélar í Eyjum, eins og
allir hér í raun vita. Væri mikil afturför ef slík aðstaða hyrfi.
Tel ég að mcnn hér eigi að taka höndum saman og sjá til þess að slík
vél sé til hcr. Það er ekki mitt mál að segja hver eiga eða reka eigi slíka
vél.
Ég vcrð þó að lýsa þeirri skoðun minni að öll samskipti mín og
minnar stofnunar við Val Andersen hafa verið með miklum ágætum.
Hafa þau cinkcnnst af lipurð, skjótleika og öryggi.
Tel ég vandfundinn annan aðila sem betur gcrði.
Vestmannaeyjum 23-01-1991
Guðbrandur E. Þorkelsson/yfirlæknir
Heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja
Ordahnippingum
lokið
í síðustu tveim tölublöðum Frétta liafa staðið yfir frekar harðar
deilur milli okkar sem undirritum þetta bréf. Við höfum rætt málin og
komist að þeirri niðurstöðu að málefnaágreiningur okkar á milli
verður ekki leystur á síðum Frétta.
Að framansögðu teljum við að frekari orðahnippingar í þessu máli
þjóni engum tilgangi.
Agnar Angantýsson
Sævar Halldórsson
MBV
Meistarafélag
byggingamanna
Vestmannaeyjum
>G ByQ
VESTMANNAEYJUM
Aðalfundur félagsins verður haldinn í húsi Sveinafélags
járniðnaðarmanna, Heiðarvegi 7 uppi, föstudaginn 8.
febrúar kl. 17:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Veitingar.
Félagar sýnum samstöðu og mætum.
Stjórnin
er í líkamsræktarsal íþróttamiðstöðvar mánudaga og
fimmtudaga kl. 18:00 - 19:00. Ég get bætt nokkrum í
þann hressa hóp sem fyrir er. Innifalið er sund og sauna.
Peter Kismás, íþróttakennari.
Þakkir
Þökkum inriilega auðsýnda samúd og vinarhug viö
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa
Páls H. Árnasonar
Heiðarvegi 38
Vestmannaeyjum
Sérstakar þakkir til Björns Karlssonar, læknis, og
starfsfólks Sjúkrahússins fyrir hlýju og umönnun.
Ósk Guðrún Aradóttir
Ari Birgir Pálsson
Árni Ásgrímur Pálsson, Linda Gústafsdóttir
Hildar Jóhann Pálsson
Guðrún Einarsdóttir Moore, Tim Moore
barnabörn og barnabarnabörn.
on
Smá-
augiýsingar
Bíll til sölu
Mercedes Bens 380 SE, árgerð
1980. Gullfallegur bíll, leður-
klæddur og með öllu. Skipti og
skuldabréf koma til greina.
Halló - halló
Ungt reglusamt par óskar strax
eftir 2ja - 3ja herbergja íbúð í 6 -
8 mánuði. Skilvísar mánaðar-
greiðslur.
Upplýsingar © 12795 eftir kl. 19.
Silver Cross
Til sölu Silver Cross barnavagn.
UpplýsingarS 12236.
Dagmamma
Er á Vesturvegi með laus pláss
hálfan og allan daginn. Hef leyfi.
Upplýsingar S 12709.
Atvinna
32ja ára húsmóðir óskar eftir
skúringavinnu eða öðrum þrifum.
Upplýsingar S 12477, Helga.
Þvottavéi til sölu
4ra ára gömul Philco þvottavél til
sölu.
Upplýsingar ® 12934 eftir kl. 17.
Herbergi óskast
Herbergi óskast til leigu.
Upplýsingar S 12257.
Kisa týnd
Svarturog hvíturfresskötturmeð
hvítan blett á rófunni, er týndur.
Hans er sárlega saknað.
Sá sem getur gefið einhverjar
upplýsingar um köttinn vinsam-
lega hringi © 12629 eða S
12587.
Steini týndur
Kötturinn Steini ertýndur.
Ef einhver getur veitt einhverjar
upplýsingar um veru hans nú
vinsamlegast hafi samband
S 12815.
Monsa til sölu
Chevrolet Monsa Classic 2000,
árgerð 1988, til sölu.
Verð ca. 850.000,-. Til greina
koma skipti á ódýrari bíl.
Uplýsingar S 12386 eftir kl. 19.
Leiktölva
Splunkuný, Sega leikjatölva,
sem hefur verið notuð örsjaldan,
er til sölu. Selst á kr. 10.000,-.
Einn ieikur fylgir.
Upplýsingar S 12953.
íbúðtil sölu
3ja - 4ra herbergja íbúð með
bílskúr er til sölu. Nýstandsett,
laus fljótlega.
Góð greiðslukjör.
Upplýsingar S 12973.
Barnapía óskast
barnapía óskast til að gæta
þriggja barna á kvöldin.
UpplýsingarS 12921.
Trabant til sölu
Trabant árgerð 1987 með bilaðri
kúplingu er til sölu.
Upplýsingar S 12112.
Bíll óskast
Lítill og þægilegur bíll óskast til
kauþs á c.a. 100.000 staðgreitt.
Upplýsingar í matartímum S
12693.
MUNIÐIBV - GR0TTAIIÞROTTAHUSINU A M0RGUN KL. 20