Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Síða 1
Leitid ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur áeinum stað. HUSEY rr BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garöavegi 15 - sfmi 1115 1 þar sem fagmennirnir versla. 20. árgangur Vestmannaeyjum, 16. júní 1993 24. tölublað Sími: 98 - 13310 Verð: Myndriti: 98 - 11293 100 kr. LJppskiptum lokið Þann 26. ágúst á síðasta ári sendu Magnús Kristinsson og Sigurður Einarsson frá sér sameiginlega fréttatilkynningu um að slitnað hefði upp úr samstarfi þeirra í Isfélaginu. Síðan þá hafa endurskoðcndur beggja eytt miklum tíma í að finna út raun- verulegan hlut hvors í Isfélagi Vestmannaeyja hf. Samkvæmt heimildum blaðsins liggur hún nú fyrir. , Þegar Isfélagið og Hraöfrystistöóin sameinuðust um áramótin 1991 til 1992 stóðu þeir saman við stjóm- völinn; Magnús og Sigurður, en tæpum níu mánuðum síðar skildu þeir að skiptum. Gekk Magnú^ út með frystitogarann Vestmannaey VE, togbátinn Smáey VE, afla- heimildir upp á 2800 þorskígildi. og fasteignir í landi. Var ákveóið að greiðslan yrði hluturTungu hf.,fyrir- tæki Magnúsar og fjölskyldu; í Isfélaginu sem var rúmur fjóróungur hlutafjár í félaginu. Sigurður staðfesti við FRÉTTIR á mánudaginn að Magnús færi út með Vestmannaey, Smáey, Geirseyrina og nokkur hlutabréf í Éyjaís og yfirtaki nálægt 600 milljónum af skuldum Is- félagsins. Ekki vildi hann tjá sig frekar um málið að svo komnu. Magnús vildi hvorki neita né stað- festa að hann hefði yfirtekið 600 milljóna skuldir þegar haft var sam- band við hann. Enn á eftir að skrifa undir og veróur það gert fyrir vikulok. Sveinn Hjörleifssón hefur frá því um gos beitt fé sínu á Haugasvæðið. Púttað á Coka Cola móti. Það eru ekki kindurnar mínar sem eyðileggja svæðið -segir hann og fullyrðir að Sveinn Runólfsson vilji hefna gamalla harma. „Ég hef ekkert við þessu bréfi Sveins Runólftsonar, landgræðslu- stjóra, að segja. Ég ætla bara að bíða og sjá hvernig málið þróast en ég ætla að standa á mínum rétti. Minn réttur er 15 ára gamalt plagg sem veitir mér rétt til að nýta Haugasvæðið og það ætla ég að gera, sama hvað hver segir,“ segir Sveinn Hjörleifsson, fjárbóndi, sem nýtt hefur Haugasvæðið fyrir kindur sínar undanfarin ár. Eins og kom fram í síðasta blaði hótar Sveinn, landgræðslustjóri, að stööva fjárframlög til uppgræóslu Haugasvæðisins ef fjárbeit þar verður ekki hætt strax. Bæjarráð er sammála Sveini og var Jóhanni Péturssyni lög- manni og Georg Kr. Lárussyni falið að fylgja því eftir. En nú er hætt við að mætist stálin stinn því Sveinn Hjörleifsson er ákveðinn í að mæta nafna sínum fyrir dómsstólunum ef nauðsyn krefur. „Plaggið sem ég hef undir höndum sker ótvírætt úr um það að ég hef allan rétt á að nýta svæðjp en innihald þess fær enginn að vita nema þeir vilji fara í hart. Ég er með lögfræðing á mínurn snærum og er til í hvað sem ertil verja rétt minn.“ Sveinn segist hafa í mörg ár átt í stríði við nafna sinn Runólfsson. „Þetta er algjört rugl í honum að ég sé aó eyóileggja Haugasvæðið. Fyrir nokkrum áruin varég með 100 rollur sem ég beitti á svæðið. Þá sagði enginn neitt, en núna er ég með 35. Ég girti svæðið af og er reyndar ný- búinn að endumýja girðingarnar. Þetta kostaði mig mörg hundruó þúsund krónur og þegar krakkamir voru að brenna sinu um alla eyju vaktaði ég svæðið þannig að jjað slaþp við þann ófögnuð." Sveinn segir að hann hafi ekki setið einn að Haugasvæðinu. Fyrir nokkrum áruni voru settir upp fisk- hjallar sem þekja stórt svæði. „Þá var keyrt mörg hundruð tonnum af möl á svæðið sem stöðvamar áttu að græða upp þegar hætt yrði að nota hjallana en þaó var ekki gert. En einhvers staðar urðu vondir að vera með fiskinn sinn og sambúðin var ágæt. Til dæmis var búið til rimlahlið sem kom sér mjög vel fyrir mig.“ Sveinn er því algjörlega ósammála að fé skaði gróður í Vestmanna- eyjum. Telur hann hæfil'ega beit halda aftur af njóla og Baldursbrá sem kæfi allt gras og nefndi hann dæmi máli sínu til sönnunar. Það hefur t.d. sýnt sig að af Smáeyjum er ástand gróðurs best í Hana að mati Sveins, en þar eru nokkrar kindur. „Annars hefur Sveinn ekki látið mig í friði frá því ég flutti féð til Éyja eftir gos. Þá vildi hann velja úr fall- egustu gripina en ég og Maggi á Skansinum áttum að hirða ruslið,'1 sagði Sveinn sem er ákveðinn í að láta hart mæta hörðu. „En ætli maður hætti þessu ekki smátt og smátt. I dag er ég með 35 kindur en þær fara að tína tölunni. Ég má ekki selja kjötiö og verð því að éta kjötið sjálfur." Sveinn Hjörleifsson fjárbóndi ætlar ekki að gefa eftir Haugana fyrr en í fulla hnefana ísfélagið: Jón Pétursson sál- fræðingur ræðir um sálarlíf Eyjamanna -sjá bls. 8 - 9 Pæjumótið heppn- aðist mjög vel -sjá bls. 11 TRYGGINGA IV1IÐSTÖÐIN HF. FJOLSKYLDU- TRYGGING FASTEIGNA- TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20-Sími 11535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græóisbraut 1 - sími 13235 FAX13331 Kynning á keppend- um númer 3 og 4 -sjá bls. 13 1993 GiMirfrá 6. maí til 6. september i daga víkunnar: AAA ‘--- Frá Vesimannacyjum kl,/)8:15 i-■ FráÞorlákshöfn kl. 12:00 Aukaferðir fostudaga og sunnudaga: Frá Vestmannaeyjum kl. 15:30 nJt Frá Þoriákshöfn kl. 19:00 ~ Auk þess á fimmtud. í júní og júlí: ^ trv FráVestmannaeyjum kl. 15:30 BRUAR BILIÐ Frá Þorlákshöfn kl. 19:00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.