Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Page 6
6
Miðvikudagur 16. júní 1993
-segir Sighvatur Bjarnason í Vinnslustöðinni sem sér ekki eftir því að hafa hætt við að hætta.
Sighvatur Bjarnason.
I>egar eitt og hálft er frá því
Fiskiðjan og Vinnslustöðin samein-
uðust undir merki Vinnslustöðvar-
innar hf. sér loksins fyrir endann á
þcim aögcrðum sem stjórnendur
fyrirtækisins ákváðu að grípa til.
Skuldastaðan var hrikalcg en Is-
landsbanki lofaði öllu fögru um að
þeim stæðu allar dyr opnar ef
sameinað yrði. En það var ekki
nóg að sameina, því skuldirnar
voru enn til staðar og þurfti því að
grípa til sársaukafullra aðgerða
sem snertu marga. Skuldir eru enn
miklar og verða til staðar næstu
árin en það sem skiptir mcstu máli
er að bjartsýni hefur tekið við af
þeirri svartsýni sem ríkti, ekki
bara í Vinnslustöðinni, heldur í
bæjarfélaginu öllu. Fyrir áramótin
1991 til 1992 var útlitið ekki bjart í
bænum, margir óttuðust um at-
vinnuna og fólk sem hafði unnið
allan sinn starfsaldur í stöðvunum
Ijórum fannst grundvellinum kippt
undan sér.
Svartar skýrslur.
Fyrir skömmu var haft eftir Sig-
hvati Bjamasyni, framkvæmdastjóra
Vinnslustöðvarinnar, að fyrirtækið
hefði skilað 88 milljón króna hagnaði
fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Þessi
frétt er á skjön við það sem almennt
er að gerast í íslenskum sjávarútvegi
þegar nánast öll fyrirtæki í greininni
em rekin með meira og minna tapi.
Og ekki hafa nýjustu fréttir, um
minni aflaheimildir á næsta fiskveiði-
ári, orðið til að létta mönnum lundina.
Skelli þær á af fullum þunga verður
það banabiti margra sjávarútvegs-
fyrirtækja sem þegar standa illa. Ef
ekki hefði komið til sameiningar
sjávarútvegsfyrirtækjanna hér undir
merkjum Isfélagsins og Vinnslu-
stöðvarinnar er spumingin hvort
Vestmannaeyingar væru ekki í sömu
stöðu núna og Homfirðingar, sem róa
lífróður til bjargar Borgey og Bol-
víkingar sem þessa dagana eiga það
undir velvilja Landsbankans hvort
þeim tekst að halda tveimur togurum
og kvóta þeirra í plássinu.
Yestmannaeyjar eiga allt undir því
að ísfélagið og Vinnslustöðin styrícist
og dafni í framtíðinni og þó óvissu-
þættimir séu all nokkrir er ekki annað
að sjá en bæði fyrirtæki séu að
komast fyrir vind.
Aukin velta.
Velta Vinnslustöðvarinnar var á
síðasta ári 2440 milljónir. Hún var
1010 milljónir fyrstu fjóra mánuði
1992 en 1130 milljónir króna á sama
tíma í ár og er aukningin um 12%.
„Samanburðurinn á hagnaði fyrstu
fjóra mánuði þessa árs, sem var 88
milljónir og á fyrstu fjórum mán-
uðum síðasta árs segir líka sína sögu.
Inn í hagnaðinn núna fléttast sölu-
hagnaður en hagnaður af rekstri núna
er 31 milljón á móti 125 milljón
króna tapi í fyrra og það sýnir
kannski best að við erum á réttri
leið,“ segirSighvatur.
Ekki er hægt að segja að það hafi
blásið byrlega í sjávarútvegi þann
tíma sem Sighvatur hefur setið við
stjómvölinn í Vinnslustöðinni. Verð
á afurðum hefur lækkað og er enn að
lækka. Tillögur fiskifræðinga um 150
þúsund tonna hámarksafla á þorski á
næsta fiskveiðiári dekkja myndina
enn frekar. Sjávarútvegsráðherra
stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun
en hann hefur lýst því yfir að ekki
verði hjá því komist að taka fullt tillit
til tillagna fiskifræðinga. Sighvatur
er sammála Þorsteini. „Eg get ekki
séð hvemig Þorsteinn Pálsson á að
leggja til annað en að farið verði að
tillögum fiskifræðinganna," segir
Sighvatur en viðurkennir að það verði
ekki þrautalaust. „Við erum að fara
yfir stöðuna eins og hún snýr að
okkur en við verðum eins og aörir að
reyna vinna okkur út vandanum, sem
er fyrirsjáanlegur. “
Vantar alvöru
loðnubát.
Sighvatur segir að auóvitað komi
aukinn loðnukvóti til með að létta
þeim róðurinn. „En það sem gerist er
að afkastageta í loðnunni er tak
mörkuð og það eina sem hægt er ac
gera er að lengja loðnutímabilið.'
Kap VE fer á loðnu strax í júlí og
Sighvatur VE þegar hann lýkur
rækjuveiðum í haust. Báðir þessir
bátar hafa skilað sínu á loðnuver-
tíðum þó þeir í dag séu með minnstu
loðnubátunum og henta illa þega
sækja þarf loðnuna norður fyrir land
„Það sem okkur vantar er alvön
loðnubát," sagði Sighvatur og mátti
skilja á honum að ýmislegt sé í deigl
unni til að hagkvæmara verði að
sækja loðnuna norður fyrir land, bæði
bátakaup, aukning á þróarrými og
fleira.
Vantar fólk.
Þrátt fyrir minni aflaheimildir
segist Sighvatur ekki sjá annað en að
skortur á fólki verði einn helsti
þröskuldurinn í þróun fiskvinnsl-
unnar í Eyjum. „Það þarf að auka
afkastagetuna. Það verður ekki gert
nema komið verði á vöktum. Sam-
dráttur verður til þess að þétta
einingamar og þá verða menn að
kaupa kvóta. Eg get tekið sem dæmi
að núna höfum við til umráða 130
tonna kvóta af humri og fyrstu tvær
vikumar unnum við 42 tonn en í fyrra
var kvótinn 80 tonn. Og ef vel ætti að
vera vantar fleiri báta því eins og er
anna þeir ekki vinnslunni. Við erum
með mjög gott fyrirkomulag á
humarvinnslunni. krakkamir sem eru
hjá okkur vinna á tveimur sex tíma
vöktum. Fyrri vaktin byrjar klukkan 6
á morgnana og vinnur til hádegis. Þá
mætir seinni vaktin og vinnur til
klukkan sex.“
Vel á 2. hundrað krakkar vinna við
humarvinnsluna og vaktafyrirkomu-
lagið gerir það að verkum aó fleiri fá
vinnu, afköst og velta aukast og fjár-
festing nýtist betur. Þetta vill Sig-
hvatur sjá gerast í fiskvinnslunni.
„Viö verðum að nýta betur hús og
vélar og það kallar á vaktavinnu. Þá
verða til fleiri atvinnutækifæri og við
þurfum fólk í bæinn.
Mörgum er það þymir í augum að
núverandi fiskveiðistjómun leiði til
þess að fyrirtækjum fækkar og upp
rísi stærri einingar sem í gegnum
kvótaeign hafi ekki aðeins öll völd í
sjávarútvegi í hendi sér heldur líka
kverkatak á þjóðfélaginu öllu.
„Það eru mörg fyrirtæki þegar í
miklum erfiðleikum og minni afla-
heimildir eru dauðadómur fyrir mörg
þeirra. Eg sé ekki hvemig einingin;
einn togari og eitt frystihús á að geta
gengið lengur. Það verða stór sjávar-
útvegsfyrirtæki eins og Vinnslustöðin
og minni fjölskyldufyrirtæki sem eiga
framtíðina fyrir sér,“ segir Sighvatur
og er því ekki bjart framundan í þeim
byggðarlögum sem byggja afkomu
sína á einum togara og frystihúsi og
er þegar komin upp sú staóa að líf
þessara byggðarlaga hangir á blá-
þræði.
Allt í neytenda-
pakkningar.
Samkvæmt skilgreiningu Sighvatar
er bjart framundan í Vestmanna-
eyjum, með tvö stór sjávarútvegs-
fyrirtæki og fjölda einstaklinga í út-
gerð og nokkra í fiskverkun. „Eg
held að Vinnslustöóin muni örugg-
lega lifa þetta af . Við erum að ná
okkur á strik en næstu tvö ár verða
erfið. Það sem vantar er frekari
vinnsla á þeim fiski sem fæst. Is-
lenska kerfið hefur brugðist bæði
hvað varðar fullvinnslu á sjávarfangi
og dreifingu. Héðan ætti allt að fara í
neytendapakkningum. Eins skiptir
það ekki síður máli að menn meti
stöðuna eins og hún er og vinni út frá
því. Það þýðir ekkert aó allir leggist í
kuðung og aumingjaskap."
Að stjóma sjávarútvegsfyrirtæki í
dag er ekki dans á rósum og á hverj-
um degi þarf að leita leiða til að ná
fram sem mestri hagræðingu. Það
getur liðið nokkur tími áður en árang-
ur fer að mælast en þegar er ljóst aó
stjómunarkostnaður hefur lækkaö um
20%. Og þó það vegi ekki þungt
munar um allt.
Eitt stærsta verkefni Sighvats
síðustu mánuði hefur verió endur-
skipulagning á fiskiskipaflota
Vinnslustöðvarinnar sem lauk, í bili
a.m.k., með kaupunum á Guðmundu
Torfadóttur VE, sem stendur í 250
milljónum með 2000 þorskígilda
kvóta. Nú á fyrirtækið sjö skip í stað
tíu fyrireinu ári síðan. „Tekjuraf út-
gerðinni eru nánast óbreyttar þrátt
fyrir færri skip og aó fiskverð hefur
lækkaðum 16% til vinnslunnar. Með
því að selja skip og aðrar eignir, eins
og Tangaverslunina, er bæði lausa-
fjár- og greiðslustaða fyrirtækisins
betri.“
Mogginn fór
með fleipur.
Ekki hefur þó allt gengið að
óskum. Síldin var þeim dýr s.l. haust
og nú er unnió að því að finna leiðir
til að tryggja stöðugri hráefnisöflun á
síldinni og er m.a. ætlunin að
Sighvatur Bjamason VE fari á síldar-
og loðnutroll sem gafst mjög vel í
fyrra. Sérstaklega gafst það vel á
síldinni.
I forystugrein Morgunblaðsins
fyrir skömmu var rætt um vanda
sjávarútvegsins. Þar voru Isfélag og
Vinnslustöð sett á sama snaga og
E.G. á Bolungarvík og Borgey á
Höfn í Homafirði. Þetta segir
Sighvatur að hafi orðið kveikjan að
því að hann gaf út að hagnaður varð á
fyrstu fjórum mánuðum þessa árs.
Fannst honum Morgunblaðið hafa
tekið ansi stórt upp í sig. „Það má
ekki koma til að lánadrottnar okkar
missi trú á því sem við erum að gera
en svona skrif geta leitt til þess. Þó
eignastaóan sé dökk er hún jákvæð
og veltan er meiri en skuldimar.
Verður það aó teljast jákvætt þegar
tekið er mið af því að skuldir í ís-
lenskum sjávarútvegi eru nálægt 110
milljörðum en veltan er ekki nema
um 65 milljarðar.
Gull í djúpið
Miklum lánum fylgja háar vaxta-
greiðslur og þar segir Sighvatur
nauðsynlegt aó gripið verði inn í með
einhverjum hætti en þaó þarf líka að
leita leióa til að auka tekjurnar og
finna nýjar leiðir til að nýta betur fjár-
festingu í íslenskum sjávarútvegi nú
þegar fyrirsjáanlegur samdráttur
verður í þorski. „Við veróum að
finna leiðir til að rannsaka betur djúp-
miðin og einbeita okkur að meiri
fullvinnslu á fiski. Eg er ekki að
gagnrýna ferskfiskútflutninginn en
sjálfir höfum við ekkert flutt út af
ferskum þorski og ýsu á þessu ári.
Það er einfaldlega hagstæðara aó
vinna þessar tegundir hcr heima.
Annað gildir með karfann og því
miöur er ufsinn orðinn nánast
verðlaus. “
Þrátt fyrir að hagnaður sé fyrstu
fjóra mánuði ársins er ekki þar með
sagt að bjöminn sé unninn. Lægra af-
urðaveró geti á skömmum tíma étið
upp hagnaóinn en svo geti það iíka
farið upp á við og þá verður dæmið
fljótt að snúast til hins betra.. „En ég
er samt bjartsýnn. ÖIl skipin okkar
eru í fullri drift, umsvif hafa aukist og
í síðustu viku voru 520 manns á
launaskrá hjá okkur. Allt er þetta
jákvætt og sýnir að við erum á réttri
leið,“ sagði Sighvatur Bjamason sem
fyrir rúmi ári síðan var tvístígandi
hvort hann ætti að taka að sér stjóm
Vinnslustöðvarinnar. þá var ljóst
hverjar skuldir fyrirtækið tók í arf frá
Fiskiðju og Vinnslustöð, en hann sló
tilog sérekki eftir því.
Guðmunda Torfadóttir VE, nýjasta skip Vinnslustöðvarinnar.