Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1993, Blaðsíða 9
9 Miðvikudagur 16. júní 1993 þær öðru fremur. Það hefur eflaust mikið að segja að þetta er eyjasam- félag. Ég hef oft velt því fyrir mér gagnvart bömunum, að suntir foreldr- ar álíta að krakkamir geti alið sig upp sjálf héma. Margir feóur eru mikið út á sjó og það leggst að mestu á mæðumar aó sjá um uppeldið. Krakkamir em mikió án föðurs og föðursímyndarinnar í langan tíma. Þetta hefur áhrif á uppeldið. Að vera á eyju' gerir það aö verkum að krökkum er leyft meira, fá að vera lengur úti, þau komast ekkert í burtu. Krakkamir verða sjálfstæðari miklu fyrr en maður áttar sig á og raunar löngu áður en þau ráða við það. Þegar maður ræðir þetta við fólk sem er komið yfir miðjan aldur, þá fer þaö að bera uppeldið í dag saman við þegar þaó var ungt og þegar það þurfti að hafa fyrir lífinu. Það em allt aðrir tímar í dag, allt aðrar kröfur, miklu meiri hraði í öllu, frétta- flutningur miklu hraðari og við erum miklu nálægari því sem gerist þar. Það er búið að gera alla að neyslu- aðilum og bömin verða hvað harðast fyrir því. I auglýsingum í sjónvarpi er alltaf verió að reyna að ná til bama, þegar krakkarnir fara út í búð eru fullar hillur af sælgæti við afgreiðslu- borðið og leikföng í hillum. Bömin geta minnst varið sig og foreldrar í dag kaupa sér friðinn ef þau finna til sektarkenndar. Það skortir aðhald bæði hjá foreldrum og bömum. Það er ekki létt að vera bam í dag. A.m.k. vildi ég það ekki.“ - Eitt af þeim máluni sem þú fæst við er þunglyndi, en það varð mikil umræða um það í vetur eftir að Hjalti Kristjánsson læknir tjáði sig opinberlega um það mál. Hvernig horfir þetta mál við þér? „Þunglyndi er til staðar og þetta er alveg rétt sem Hjalti er að segja. Ég og Hjalti erum með hópa í gangi en þetta er ekki nema brot af þeim sem eiga við þetta vandamál að stríða. Þunglyndiö er mismikið og í alls konar formum. Það er ekki að fólk liggi undir sæng allan daginn, ein- kennin geta verið s.s. kvíði og líkamlegir kvillar. Hvort það er meira hér en annars staóar, get ég ekkert fullyrt um, en það er reynt að gera eit- thvað fyrir fólk hér. Það sem Hjalti er að gera er mjög gott. Þetta hefur ekki verið reynt annars staðar svo vitað er, þ.e. að heilsugæslustöðin komi inn sem stuóningsaðili, nema kannski í Frakklandi. En þetta hefur haft góð á- hrif á þá aðila sem eru i þessum hópum. Við reynum að gera mat á árangri, þaó byggist utan um þetta stuðningsnet þannig um leið og ein- hver reynir að loka sig af og lifa þannig, er reynt að grípa inn í sem fyrst. Þessi umræða um þunglyndi er vandasöm. Allt tal um þunglyndi og sálræn vandamál kemur illa við fólk, þetta er nærtækt öllum og er ómæld uppspretta alls konar kjaftasagna og baktals. Fólk er hrætt við það óþekkta og rétt miðlun dregur úr ótta.“ - Við búum í saman þjöppuðu sam- félagi, ef svo má að orði komást, þar sem allir þekkja alla. Hvað á- hrif hefur þetta á sálarlíf fólks? „Þetta hefur sína kosti og galla. Það sló mig þegar ég las fyrir nokkrum árum síðan, niðurstöður Helga Tómassonargeðlæknis, um geðheilsu íslendinga, þegar hann komst að því að sjötti hver Islendingur hefur erfða- vísi sem ætti að leiða til geóveilu. Samkvæmt því ætti sjötti hver Is- lendingur að vera geðveikur. En þetta brýst ekki fram því það er eitthvað í umhverfinu sem kemur í veg fyrir það. Ég tel að þessi rækt við skyld- menni og vini, þessi mikla nálægð 'við hvort annað og stuðningur, er af hinu góða. Þessu kynntist ég þegar ég bjó í Svíþjóö. Það er gaman að sjá samanburð milli þessara landa, t.d. bara að bjarga sér um bamapíu er miklu erfiðara þama úti. Við fylgj- umst vel með hvert öðru, skiptum okkur af þegar við teljum ástæðu til. Við notum okkur einnig þessa vináttu, bæði í eigin tilgangi, bæði til góðs og ills. Það slæma er þetta bak- tal og óþarflega mikla forvitni sem er um alla. Það fylgir þessu samfélagi okkar. Það er eflaust gaman hjá sumum að fylgjast með því hverjir fara til sálfræðings og hverjir ekki. Þetta er eins með gluggagægjana sem vilja forvitnast um allt. Það sló mig mikið þegar ég kom hingað að fólk var að reyna að veiða mig í öllu hugsanlegu. Það var með mjög kjána- legar spumingar um málefni sem ég gat engan veginn rætt um. Maður verður að passa sig mjög mikið.“ - Finnst þér að fólk sem telur sig eiga í erfiðleikum, mætti gera meira af því að leita til sál- fræðings? „Kannski ekki bara að koma til mín, heldur nýta sér vináttu og tengsl sem það hefur við aðra. Fólk er mjög hrætt viö tilfinningar og nútímafólk er mjög hrætt við að tjá sig. Það er eins og allt gangi út á að vera nógu klár og sterkur. Þessari hlið á mann- eskjunni kynntist ég vel þegar ég vann á geðdeildinni. Það er oft talað um að 60 til 70% af þeim sem koma í fyrsta skipti inn á heilsugæslustöð eigi við sállíkamleg vandamál aó stríða, það að verkimir stafi af ein- hverju sálrænu. Það er eins og það sé „löglegra" aó vera líkamlega veikur en líða illa andlega. Eru læknar og aðrir heilbrigðisaðilar að opna meira augun fyrirþessum þætti.“ Gæðin í samskiptum -1 þjóðfélaginu í dag þar sém þarf tvær fyrirvinnur til að ná endum saman, þurfa börnin mikið að vera ein á daginn og eru dæmigerð lyklabörn. Hvað geta foreldrar eiginlega gert í þessari stöðu? „Maður gerir sér grein fyrir því að þrátt fyrir að vió vinnum mikið, þá skiptir ekki neinu máli, hversu mikið eða lítið við erum með bömunum, heldur hvemig við emm með böm- unum og hversu mikil gæði em í samskiptum okkar við þau. Foreldrar em þreyttir þegar þeir koma úr vinnu, en bömin eru líka þreytt á kvöldin. Fólk verður pirrað og við þekkjum öll þetta dæmi þar sem fólk sest fyrir framan sjónvarpið. Fólk horfir ekki hvert á annað og það talar ekki við hvort annað. Böm reyna oft að ná samskiptum við foreldra á verstu stundum og þær eru yfirleitt alltaf fyrir hendi, þegar er verið að boróa, eða horfa á fréttimar eða á uppáhalds sjónvarpsþáttinn. Síðan getur það verið gagnkvæmt, að þegar foreldr- amir hafa tíma, þá eru bömin upptekin af einhverju öðru, t.d. þegar þau eru að leika sér við félaga." - Kennari með langa starfsreynslu sagði við mig að börn og unglingar í dag, séu mun opnari og „djarfari“ í samskiptum, heldur en fyrir 20 til 30 árum síðan? „Ég þekki þetta nú lítið, sjálfur er ég tiltölulega ungurog lítið verið skrifað um þetta. Oneitanlega verður maður var við það hvað krakkar geta verið frakkir. Ég man sérstaklega eftir því skömmu eftir að ég kom hingað, að einn góða veðurdag í Hamars- skólanum gekk ég eftir ganginum. Krakkamir voru að fara inn í frí- mínútur og það kemur hlaupandi framhjá mér 9-10 ára gamall krakki sem lemur í magann á mér. Mér þótti þetta ákaflega einkennilegt og greip í hann og spurði hvers vegna hann gerði þetta. Hann horfði á mig með undrunaraugum og byrjar að garga á mig alls konar svívirðingum. Ég stóð alveg á gati og hefði átt að fylgja þessu eftir. En þar sem ég var að flýta mér lét ég strákinn fara, en þetta er því miður viðbrögó okkar fullorðnu í dag. Við verðum hissa og fylgjum málum ekki eftir. Krakkar í dag eru mun frakkari heldur en áður, það eru gerðar miklu meiri kröfur til þeirra, þau verja sig á þennan máta. Ekki að þau séu sterk, heldur eru þau hrædd. Þegar maður kynnist krökkunum betur þá eru þau ósköp eðlileg og indæl aö tala við, en þessari hlið, ó- kurteisi, kynnist maður þegar þau eru sett upp við vegg, og þaó gerist mjög oft. Við gefum okkur ekki tíma, til að kenna þeim samskipti. Fyrirmyndin sem þau hafa eru hvert annað og þegar þau sjá hvert annað haga sér svona, þá breytast þau um leið. Ég þarf t.d. oft að kenna þeim eðlileg mannleg samskipti." íþróttir - I Eyjum á sér stað mikil umræða um íþróttir og gildi þeirra fyrir börn og unglinga. Það er rifist um hvort ungmennafélagshugsjónin eigi að gilda, leyfa öllum vera með, eða reyna að ala um afreksfólk þar sem árangur skiptir öllu máli. Hver er þín skoðun á þessu? „Fyrir nokkrum árum var útlendur knattspymumaóur að skipta um félag og fékk einhverjar greiðslur sem sam- svaraði rekstri bæjarfélagsins í heild. Ég sagði þá í gríni að nú ætti bærinn hreinlega að ala upp nokkra einstak- linga, reyna að ala þá upp sem afreksfólk og selja þá síðan, og bærinn myndi hagnast. En mér fannst mjög góð grein frá Janusi Guðlaugs- syni íþróttafræðingi, í blaðinu Uppeldi. Hann skrifaði þar um þetta afreksfólk sem við erum að reyna að búa til. Svíar hafa gert rannsóknir á afreksfólki sínu. Athugað var bak- grunnur afreksfólks og komið hefur í ljós að afreksfólkið kemur þaðan þar sem ekki var farið afreksleiðin. Afreksfólkið eru menn og konur sem hafa stundað margar íþróttir sem böm og unglingar, og sérhæfingin byrjar mjög seint. Við Islendingar erum aftur á móti að byrja mjög snemma á sérhæfingunum. Við sendum þau í knattspymuskóla mjög ung. Það er haldið áfram meó þau þar til þau eru mjög afmynduð í líkamsvexti, neðri hlutinn orðinn kraftmeiri en sá efri. Foreldramir eru hvað verstir í þessu sambandi, setja miklar kröfur og krakkar við 10 ára aldurinn búin að missa allan áhuga. Auðvitað koma upp agavandamál þegar engin leik- gleði er til í myndinni. Samkeppnisandi herðir ekki upp krakkana einn og sér, nema við notum rússneskum aðferðina. Þá þýðir það miklu meiri vinnu og hugsun, það þyrfti þá líka að ráða hingaó rússneska sálfræðinga. Þetta gengur aldrei upp þessi harði sam- keppnisandi. Þetta er ekki bara í íþróttahreyfingunni, þetta er í fleiri félögum fyrir böm. Þetta gengur allt út á að safna fyrir utanlandsferðum eða gera svo mikið, að þessi innri gleði týnist í þessum ytri gæðum. Ef krakkinn er allan tímann að keppa að því að .vinna einhverja verðlauna- peninga, þá er það ekki leikgleði sem skiptir máli, heldur er aðalatriðið að fá peninginn. Þetta er þekkt sálfræði- dæmi, þ.e. hvemig við smám saman eyðileggjum þessa innri gleði. Þetta þekkist líka í skólanum. Krakki sem er að læra að skrifa finnst það gaman. Bara að gefa baminu stjömu fyrir að skrifa vel getur eyðilagt innri gleðina og ánægjan færist yfir í það að fá stjörnu. Skriftin sjálf missir smám saman marks. Það er erfitt að finna þetta millistig innri og ytri leikgleði. Við erum ekki nema 260.000 manns sem búum hér á landi, og í raun ó- raunhæft að gera þá kröfu að vera með besta handboltalið í heimi og að knattspymulandsliðið standi í þessum bestu þjóðum. Þetta er fásinna. Ég kem frá Akranesi og þar er fótboltinn mjög ríkjandi. Þar spila allir fótbolta og finnst það flestum gaman, Allir fá að vera með, alveg sama hvernig getan er. Knattspyrnuvellir voru um allt sem krakkamir bjuggu til sjálfir. Mér finnst enn í dag vera mikill vísir að þessu upp á Skaga. Krakkar em að leika sér hingað og þangað og fá að vera rheð á æfingu.,, Vantar stefnumorkun - Hvað viltu segja að lokum? „Ég er mjög ánægður með þá félags- legu þjónustu sem er hjá bænum. Þaó virðist vera' góður' skilningur hjá bæjaryfirvöldum og fólki að gera eitt- hvað. En þá verður að vera stefnumörkun í þessu sambandi, það er ekki hajgt að rjúka bara upp þegar eitthvað bjátar á. Það vantar meiri stefnumörkun í uppeldis- og kennslu- málum. Félagsþjónustan tekur 25% af útgjöldum bæjarins en lítið hugsað um stefnumörkun þar, og ég sinni bara einum þætti af mörgum.'Ég held að við sem sjáum um hag bama, hvort sem það er íþróttahreyfingin, skólar eða foreldrar, ættum ekki ein- ungis að einblína á hvað hægt er að gera fyrir böm og unglinga, heldur skoða aðeins hjá sjálfum okkur, hver er minn þáttur í þessu. Hvað get ég gert og breytt í mínu fari til að skapa þeim viðunandi uppeldisskilyrði. Maður verður að sýna visst fordæmi og aðhald, sem við fullorðnir verðum að passa uppá. Verum ánægð meö lífið og miðlum því til bamanna. Hér skiptir mestu máli heilbrigð skynsemi og innri ánægja. Ég vil hvotja fólk til að koma og ræða við mig og aðra ef það telur sig þurfa á því að halda. Símatími er milli kl. 11-12 alla.daga nema mið- vikudaga,” sagði Jón Pétursson, sálfræðingur að lokum. Þorsteinn Gunnarsson. r HÁTÍÐARDAGSKRÁ ^ 17. jiiní 1993 Dagskráin hefst á skrúðgöngu frá íþróttamiðstoð kl. 13:30. Hefðbundin dagskrá á Stakkagerðistúni hefst kl. 14:00 Kl. 11:00 Víðavangshlaup í yngri aldursflokkuni. Mæting við Hástein kl. 10:30. Kl. 13:30 Skrúðganga frá íþróttamiðstöð. Kl. 14:00 Hátíðardagskrá hefst. Hátíðarræða, ávarp fjallkonunnar, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Kór Landakirkju, Bæjarbragur í flutningi Árna Johnsen, Tvær úr Tungunum skemmta, Boðhlaup (sveitir frá ráðhúsi og stjórn- sýsluhúsi), brúðuleikhús (Hallveig Thorlacius kemur í heimsókn með tröllstelpuna Leiðindaskjóðu og margt, margt fleira. 17. JÚNÍ NK. KL. 3:30. Ætla Líknarkonur að vera með heitt kakó, nýbakaðar vöfflur og grillaðar pylsur á planinu við Klett. ALLT BÚIÐ TIL Á STAÐNUM. K V OLDDAG SKRA Um kvöldið verður að vanda unglingadansleik- ur fyrir framan Safnahúsið (tröppurnar notaðar sem svið) þar mun hin vinsæla hljómsveit DR. SÁLI spila undir kroppahrist- - ing frá kl. 20:30 til kl. 23:30 YMSAR UPPAKOMUR, HAPPA- DRÆTTI FYRIR BÖRN. Ef veðrið verður ekki upp á það besta, er bara að bæta við sig fötum, við verðum að sætta okkur við að lifa á okkar kalda landi, OG ÞÁ GETUR KOMIÐ SÉR VEL HEITT KAKÓ Hittumst öll að lokinni skemmtun á STAKKÓ.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.