Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Side 2
Tjaldstæðið hér
Ferðamenn yfir sig hrifnir að fá að gista
þessa náttúruperlu sem Herjólfsdalur er
-og Vestmannaeyingar eiga að vera stoltir af því að geta boðið upp á jafn góða aðstöðu og boðið er í Dalnum segir Auróra Friðriksdóttir eftirlitsmaður.
Auróra segir að þó auövitað megi ailtai gcra betur sé aðstaða fyrir tjaldgesti í Herjólfsdal til fyrirmyndar.
Tjaldsvæðið í Herjólfsdal hefur
verið talsvert til umræðu síðustu
vikur þar sem því er haldið fram
að það sé ekki nógu gott, aðstaða sc
ófullnægjandi og það standist
cngan veginn samanburð við tjald-
stæði annarstaðar á landinu. Þessu
er hér með vísað á bug eftir skoðun
á því sem upp á er boðið fyrir
ferðamcnn í Dalnum. l»ar býðst
þeim sem Ilcrjólfsdal gista öll sú
þjónusta scm hægt er að krcfjast á
tjaldstæðum og svo gerir um-
hverfið það að cinu því
athyglisvcrðasta á öllu landinu.
Skátafélagið Faxi hefur haft um-
sjón með tjaldstæðinu í Herjólfsdal í
mörg undanfarin ár og er svo enn.
Auróra Friðriksdóttir, sem starfar við
tjaldsvæðið, segir að skrif um tjald-
stæðið og tilllöguflutningur um að
gerð verði úttekt á því sé út í hött þó
alltaf megi gera betur. Staðreyndin sé
að tjaldstæðið í Herjólfsdal sé með
þeim bcstu á landinu. Þar er boðið
upp á aðstöðu sem ekki er víða aó
finna á tjaldstæðum, hvorki hér á
landi eða í nágrannalöndunum. Mið-
stöð tjaldstæðisins er í gamla
golfskálanum og hafa verió gerðar
gagngerar endurbætur á honum
undanfarin ár og er hann mjög snyrti-
legur. Þar eru m.a. vaskar með heitu
og köldu vatni, sturturog klósett fyrir
karla og konur, eldunaraðstaða og
setustofa. „Svo þegar stærri hópar
koma, opnum vió þjóðhátíðarklósett-
in, sem eru hituð upp og einnig heitt
og kalt vatn, þannig að allir fá inni á
snyrtingu," sagði Auróra.
En Auróra leggur líka áherslu á að
umhverfið og náttúran geri tjald-
stæðið með þeim sérstæðari á
landinu. „Fólk sem hingað kemur er
undantekningalaust yfir sig hrifið,
bæði af aðstöðunni og finnst frábært
að fá tækifæri til þess að gista í þeirri
náttúruperlu sem Dalurinn er. Um-
lukinn fallegum fjöllum og fuglalífiö
allt um kring. Þetta er upplifun sem
bæði íslendingar og erlendir ferða-
menn segjast ekki hafa kynnst
annarstaðar. Það gerist líka mjög oft
að þeir sem hingað koma framlengi
dvölina, jafnvel um marga daga. Það
á bæði við um útlendinga og Is-
lendinga, sem fjölmenna hingað eftir
að nýi Herjólfur kom. Á kvöldin er
hliðinu að tjaldstæðinu lokað og það
er virt af bæjarbúum þannig að fólk
hér fær að vera í friði.“
Auróra segir að allir sem gista á
tjaldstæðinu fái upplýsingar um um-
hverfið og Eyjamar og hvað hægi er
að gera. „Svo þegar óveður er í
vændum er fólk varað við og ef
nauðsyn krefur er því komið í hús.
Held ég að sama hvar tjaldað væri í
10 til 12 vindstigum hér á Eyjunni,
tjöldin myndu fjúka eða gefa sig. Að
öllu þessu samanlögðu Finnst mér að
Vestmannaeyingareigi að vera stoltir
af tjaldstæðinu í Herjólfsdal, sem er
ekki aðeins með þeim bestu á landinu
líka eitt af þeim ódýrari. Algengt er
að nóttin kosti um 800 krónur fyrir
tvo en hér kostar nóttin 480 krónur,
160 krónur fyrir manninn og 160 fyrir
tjaldið og frítt fyrir böm,“ sagði Aur-
óra að lokum.
Mirelaz frá Sviss o}> Cristina frá Frakklandi:
Stórkostlegur staður
. Blaðamaður FRÉTTA hitti tvær
konur, Mirelaz frá Sviss og
Cristina frá Frakklandi og voru
þær sammála um að fallegra tjald-
stæði höfðu þær ekki gist og voru
ákvcðnar í að framlengja dvölina.
Cristina er blaðamaður og var til-
gangur ferða hennar að skrifa um
Surtsey. Hafði hún orð fyrir þeim.
„Tjaldstæðið hér er mjög gott, um-
hverfið dásamlegt og mótttökumar
sem við höfum fengið eru alveg
dásamlegar. Það besta er að geta
tjaldaó í skjóli stórra steina og finna
að maður sé eins og heima hjá sér,“
sagði hún.
Hér hefur okkur liðið vel og Finnst við vera eins og hcima hjá okkur.
S UMARÞANKAR
Teygjustökk
Mikið rosalega er gaman
að því þegar fólk leikur
sér að því að storka ör-
lögunum með því aó
henda sér úr krana í 30-40
m. hæð, og treystir teygju
fyrir lífi sínu.
Teygjustökk heitir þetta
nýjasta tískufyrirbrigði og
virðist vera eins konar ný-
tísku bjargsig, nema nú er
teygja (komin í stað
kaðals. Nú er ekki verið
aó fikra sig niður bjargið
með lærvaði og félagamir
uppi á bjargbrún sjá um
að láta mann síga. Nei, nú
er bara látið sig gossa úr
krananum með teygju um
lappimar svo maður
verður stjarfur af hræðslu,
æðamar í höfðinu þenjast
ýt vegna þrýstings og
springa, sjóntmflanir gera
vart við sig og svo á
maður á hættu að hengja
sig í þokkabót.
Þetta kallar maður fjör.
Svo-gengur maður rogg-
inn um bæinn á eftir, eins
og maður sé með eldspýtu
undir hökunni, orðinn
maður með mönnum. Það
em ekki bara unglingar
sem finnst þetta svona
æðislegt heldur menn og
konur á besta aldri.
Mætti ég biðja um meira
svona, helst. um hverja
einustu helgi. Þá verður
gaman að fara niður á
bryggju með popp og kók
og sjá hvort einhver
drepur sig fyrir fjögur
þúsund krónur, og allt
„beint 1 æð“.
Og eins og einn góður
maður, benti réttilega á:
Hvað em íþróttafélögin
eiginlega að leggja allt
þetta Þjóðhátíðarbrölt á
sig fyrir hagnað upp á 30-
40 milljónir á ári, þegar
þessi gullnáma, teygju-
stökk, er annars vegar. í
viðtali um daginn mátti
ekki skilja höfuðpaur
teygjustökksins öðmvísi
en svo að sl. tvö ár hefðu
teygjustökkin verið um
130 þúsund.
Þaö gerir hvorki meira né
minna en um 400
milljónir króna í hagnað.
Kannski ætti bæjarfélagið
einfaldlega að gera út á
þetta.
Meira af svona löguðu,
takk fyrir!
Sköpunarverkið
Nú stendur lundaveiði-
tímabilio sem hæst en
veiði hefur verið frekar
dræm hingað til.
A meðan Eyjamenn
dingla í háloftunum í
teygju, em úteyingamir
að príla í þverhníptum
björgunum með lúnda-
háfana, blótandi blíð-
viðrinu því þá er ekkert
flug og engin veiði.
I úteyjunum ríkir mikið
karlasamfélag og þar er
mikið grín og glens. Það
er svo yndislegt og af-
slappandi að komast út í
eyju frá skarkala heimsins
og dvelja þar í faðmi nátt-
úmnnar.
Þar er sköpunarverkið í
allri sinni dýrð, lundalýs
og fugladrit, háfurinn og
talstöðin.
Astæðan fyrir því að ég
set hér á blað nokkur orð
um lundaveiði, er sú að ég
var beðinn um aó koma
því á framfæri. að það er
betra að hafa vaðinn fyrir
neðan sig (eins og út-
eyingar orða það) og
verða sér tímanlega úti
um Þjóðhátíðarlundann
sökum mjög dræmrar
.lundaveiði.
Þorsteinn Gunnarsson