Fréttir - Eyjafréttir - 22.07.1993, Side 17
Afladraumar
-Skipstjórar í Eyjaflotanum segja frá afladraumum og berdreymi.
Afladraumar voru mjög algengir
á árabátaöld. Nú í seinni tíð virðast
íslenskir skipstjórar ekki vera eins
berdreymnir og áður fyrr, ef
marka má samtöl við kunna skip-
stjóra í Eyjaflotanum. En þeir eru
enn til, kunnir aflaskipstjórar, sem
treysta á drauma sína, og fiska vel,
þótt ekki fari hátt um þá. Kvik-
mynd Þráins Bertelssonar, Nýtt líf,
frá árinu 1982, gerði góðlátlegt
grín á sínum tíma, að skipstjóra
(sem Sveinn Tómasson lék) sem
hafði ekki dregið bein úr sjó. l>egar
landkrabbi sagði við skipstjórann
að hann hefði dreymt fulla potta af
skít (sem á að boða mikið fiskirí)
var hann umsvifalaust ráðinn á
bátinn og fékk að sofa allan túrinn
í von um að hann dreymdi eitthvað
meira. En svo fór nú ekki og hann
var rekinn af bátnum. Alls konar
hjátrú og kreddur tengjast sjó-
mcnnsku, en ekki verður farið út í
þá sálma hér. Það bíður betri tíma.
En það eru afladraumar og ber-
drcymni skipstjóra í Eyjaflotanum
sem er viðfangsefnið hér. Ekki er
vitað til þess að gerð hafi verið
nákvæm úttekt á afladraumum, en
blaðamaður fór á stúfana og spjall-
aði við nokkra skipstjóra í Eyja-
flotanum um afladrauma. Eru þeir
eins berdreymnir og forfeðurnir?
Sigmar Georgsson, kaupmaður í Vöruval, fékk skemmtilega heimsókn á
dögunum. Voru það fulltrúar Landgræðslunnar ásamt Elíasi Baldvins-
syni, forstöðumanni Áhaldahúss. Tilefni heimsóknarinnar var að þakka
Sigmari fyrir það að gefa hálfvirði innkaupapokanna sem hánn selur í
búð sinni til Pokasjóðs Landverndar. Mun Sigmar vera eini kaupmaður-
inn í Vestmannaeyjum sem lætur hálfvirðið renna til Landverndar.
Uppgræðslan í Eldfelli hefur fengið að njóta peninganna úr Pokasjóði og
samdist svo um þegar Sigmar hóf þessi viðskipti að allir þeir peningar
sem safnaðist hjá honum færu í uppgræðslu Eldfells. Sigmar sagði við
þetta tækifæri að hann væri einungis að launa þeim greiðann því áður en
uppgræðslan hófst hefði hann árlega þurft að moka sandi af blettinum við
heimili sitt í Smáragötu vegna foks í Eldfelli, en það hefði hunn ekki þurft
að gerasíðastliðin tvö ár.
í bók Lúðvíks Kristjánssonar, ís-
lenskir sjávarhættir (5), cru tíndir til
draumar sem boða góðan feng úr sjó.
Þar má nefna að dreyma bát sinn
velkjast fullan í brimi. Að dreyma net
eða önnur veiðarfæri, grautfúin og
ónýt, einnig götótt sjóklæði. Að
dreyma sig vera úti, horfa til lofts og
sjá heiðbjartan himin. Að dreyma for-
mann kyssa háseta. Að dreyma sig
handfjalla síða hárlokka á konu og
t.d. vefja þeim um höfuð hennar. Að
dreyma mikið brim, því betra sem
það gengur hærra á land. Að dreyma
mjólk eöa mjólkurgraut. Að dreyma
bjarta og fagra öngla og vera við
moldarverk.
Slæmir aflaboðar voru svo til ó-
þekktir, en að dreyma bát settan á
land eða að dreyma miklar fjörur var
fyrir fiskleysi. Þá segir gamall sjó-
maður úr Grindavík að mörgum hafi
verið illa vió að dreyma kvenfólk
áðuren þeir fóru út.
En hvað segja skipstjóramir í Eyja-
flotanum í dag?
Sigurjón Oskarsson:
Háhyrninga-
vaðan
S i g u r j ó n
Óskarsson, hinn
kunni aflaskip-
stjóri á Þórunni
Sveinsdóttur VE
401, sagði
blaðamanni frá
einum afla-
draumi. ■
„Við vorum á
síld ‘85 fyrir austan. Þá dreymir mig
menn í smókingfötum og með hvíta
hanska, sem standa yfir
opinni gröf. Daginn eftir erum við
staddir á Norðfirði þegar við sjáum
háhymingavöðu. Þegar ég sá þessa
svörtu og hvítu háhyminga, kom
draumurinn strax upp í hugann og ég
ákvað að elta vöðuna. Eg elti hana
alveg inn í botn á firðinum, kastaði
þar og fyllti bátinn í einu kasti,“segir
Sigurjón.
Það eru ekki bara draumar sem sjómenn taka mark á, ýmiss önnur teikn
geta spilað inn í. Lúða þykir alltaf happadráttur og þykir benda á kvenhylli.
Óskar Þórarinsson:
Aldrei verið
berdreyminn
Óskar Þórarins-
son skipstjóri á
Frá VE, frá Há-
eyri, réri lengi
með Ása í Bæ,
og bjargaði
honum reyndar
í eitt skipti frá
d r u k k - n u n ,
þegar Ási féll
fyrir borð.
Asi lýsir þessu í áðumefndri bók, en
Óskar segir að karlinn lýsi þessu ekki
alveg rétt, enda missti Asi meðvitund
og það þurfti að blása líf í hann.
Óskar segir að þegar Ási hafa vaknað
til lífsins eftir að hann hafði náð
honum upp úr sjónum, hafi hann
opnað augun, litið í kringum sig og
spurt: „Lóðar á mér“. Hafi þetta lýst
vel húmomum í karlinum.
„Asi var mjög bérdreyminn og það
var eins og hann vissi nákvæmlega
hvað hann átti að gera og hvert hann
ætti að fara. Sjálfur hef ég aldrei verið
berdreyminn, þrátt fyrir alla þessa
hjátrú sem fylgir sjómennskunni.
Reyndar er ég sannfærður um að um
borð í hverjum einasta bát séu andar
sem halda vemdarhendi yfir á-
höfninni, og vekja menn ef á þarf að
halda.
Einu sinni man ég eftir því að
gamall formaður, Ingibergur á Sand-
felli, sagði fyrir eitt sumarið að nú
fáum við hann, því hann hafði dreymt
lestina fulla af skít, sem á að boða
gott fiskirí. En það gekk hvorki né
rak, ekki bein að fá úr sjó og að út-
haldinu loknu, geröi einn hásetinn sér
lítið fyrir að kúkaói í lestina á
bátnum, til að stríða karlinum. Ekki
rættist því draumur karlsins aó þessu
sinni. En þetta er merkilegt
rannsóknarefni," sagði Óskar á Há-
eyri að lokum.
Logi Snædal Jónsson:
Draumráðninga-
bókin hvarf
undanfama daga og þar sem ég var ó-
fullur í þetta sinn hafði ég ekki kjark í
mér til að taka ráðin af skynseminni,
fiskurinn virtist vera þama á stóru
svæði og ólíklegt að hann hyrfi á
einni nóttu. Svo við vomm með í
halarófunni sem hélt vestur á miðin.
En það er aldrei á vísan að róa, þar
sem fiskur var í gær, er hann ekki í
dag. Það er leitað vestar og vestar,
dýpra og grynnra, en enginn bátur
lendir í fiski. Og alltaf ær blessuó
stjaman að ásækja mig". Um tíuleytið
segi ég við Óla frænda: Héma, taktu
við stjóminni og haltu austur með
Sandi þangað til Bjamarey er komin
austur undan Elliðaey, á fjörtíu föð-
munum. Eg ætla að leggja mig. Þegar
þangað kemur: ekki frekar en í hland-
koppi. O jæja, ekki alltaf að marka
stjömur. Ætli við fömm ekki heimar
í það piltar, tökum því með stillingu.
Eg ætla að stinga niður héma á
Mannklakknum að gamni mínu, þar
hefur ekki verið rennt færi síðan um
aldamót. Og hvað gerist þá? Eg vissi
nokkumveginn hvemig átti að leggja
línu við þennan hraunfláka, en hafði
ekki hugmynd um gamla færamiðið
sem þar átti að vera. Nú stýri ég
bátnum beina leió á þetta mið, sem
reyndist vera hár standur uppúr
hrauninu - og hann er kafloðinn utan
af fiski. Stjaman í austri gaf okkur sjö
tonn af þes'ttm fallega þorski. A
heimleiðinni mættum við bátunum
sem komu aó vestan. Þeir höfðu ekki
orðið beins varir.“
Logi Snædal
Jónsson, skip-
stjóri á Smáey,
segir að sig hafi
aldrei dreymt
nokkurn skap-
aðan hlut, enda
vilji hann ckki
eyðileggja svefn-
inn með ein-
hverri draumavitleysu.
„Ég segi alveg satt, ég hef aldrei
dreymt neina afladrauma. Ég get hins
vegar sagt frá því að í vetur, spurói ég
strákana annað kastið hvort þá hefði
ekki dreymt eitthvað. Jú, það kom í
Ijós að þá var alltaf að dreyma hitt og
þetta sem átti að boða hellings fiskerí,
en það stóð samt eitthvað á því. Síðan
ákvað kokkurinn, sem sér um bóka-
safnsmálin hér um borð, að taka
draumaráðningabók. Eftir að bókin
kom um borð, hætti alla
snögglega að dreyma,“ sagði Logi,
sem gaf ekki mikið fyrir afla-
drauma.
I>orsteinn Gunnarsson.
Hann segir að annars hafi hann lítið
dreymt í gegnum tíðina og sé ekki
mjög berdreyminn. Hins vegar sé
hann sannfærður um að sumir hafi
þessa hæfileika.
„Það var einu sinni strákur um borð
hjá mér, sem var þessum hæfileikum
gæddur. Hann sagði méreinu sinni að
fara noró-vestur því þar myndi aflast
vel. En ég hlustaði ekkert á hann, en
síðan frétti ég að þar hefði flskast
einhver ósköp,“ sagði Sigurjón að
lokum.
Ási í Bæ:
Stjarna í austur-
himni
Ási heitinn í
Bæ, segir í bók
sinni „Sá hlær
bezt...“ að stun-
dum hafi sig
dreymt afla-
drauma. Hann
segir svo frá í
bókinni:
„Einhverju
sinni dreymir mig, að ég sé bjarta
stjömu á austurhimni. Á leiðinni niðrí
bát þessa nótt minntist ég draumsins,
því það var heiðskírt loft. Nú, við
eigum að fara austur, hugsa ég. En
við höfóum fiskað sæmilega vestur
með sandinum inn við Þrídranga
Bfll til sölu
Til sölu Honda Accord EX árgerð,
1987. Ekinn 84 þúsund km.‘
Á sama stað er óskað eftir 12-13
ára stelpu til að passa eins árs
gamals barns.
Upplýsingar í síma 12193.
Tapað fundið
Tapast hefur svört hetta af gas-
grilli, hugsanlega fokið vestur.
Finnandi ef einhver er vinsam-
lega hafi samband f síma
11661.
Lundaháfur
Óska að kaupa lundaháf.
Upplýsingar í síma 12024 eða
11989.