Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2007, Side 1

Skessuhorn - 21.11.2007, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS - www.skessuhorn.is 47. tbl. 10. árg. 21. nóvember 2007 - kr. 400 í lausasölu Digranesgötu 2 • 310 Borganes • Síðumúla 27 • 108 Reykjavík • Sími 430 7500 • Fax 430 7501 • spm@spm.is • www.spm.is www.smellinn.is Fólkið í Skessuho rni Fó lk ið í Sk essu h o r n i Magn ús á Gi ls bakka Óli Palli - Fía á Hofs stöð u m - Skarp héð inn trillu karl - Jó i Kalli - Sr. Eð varð Sæ mund ur í Galt ar vík - G ösli múr ari - Crnac öl- skyld an - Bra gi í Hörpu út gáf unni - Un n steinn sauð - nauta bani - Ótt ar á Blóm st ur völl um - Lilja Mar gei rs - Kári Lár - Doddi h am skeri - Rit a og Páll - Ol la í Nýja bæ - Gunni Sig hjá ÍA - Þórð ur y r lögga - Ás mund ur á Högna stöð um - Magn ú s í Birki hlíð - F rið jón Þórð a r og Ást vald ur í Leik bræð r um - Árni o g Vigga á Bren ni stöð um - M agn ús í þrótt a álf ur - Val dí s skip stjóri - Þór- dís Þor kels d ótt ir - Fík ill - Mar grét utn inga bíl stjóri - Leif Stein d al Jón rak ari - S ig urð ur í Ger ði - Ol geir sm ið ur - Helgi v akt mað ur - t ví- burarn ir Lóa og Jó hann e s - Bjarni í Ne si - Stjáni me ik - Sæv ar Fr ið- þjófs - Dóra á sím an um - Finn ur Tor - Bjarni Svein - Ás mund ur og Jón ína - Jak o b tamn inga m að ur - Fann a r all göngu g arp ur - Ditta hunda rækt a ndi - Jón kap teinn - Guð jó n Fjeld sted - Ingi mar farand bak ar i - Odd ur á L itlu Fells öxl - Flemm ing M ad sen Jón Þór bak a ri - Finn ur gu ll smið ur - Ko lla Ingv ars - V il- hjálm ur á Kv ía bryggju - E l ísa bet í Skip hyl - Stein ólf ur í Fagra dal - Þ rúð ur Krist já ns - Silli Ara - Birna Björns - Þor k ell í Görð um - Þór Breið  örð El ísa Vil berg s - Mich ael M iraki 62 viðtöl við áhugaverð a Vestlendin ga Skessuho rn 10 ára HVAÐ EIGA SKÁLD IN, pr est arn ir, bæ nd urn ir, hús freyj urn ar og sjó me nn irn ir sam eigin legt? J ú, þetta fólk h ef ur allt frá ein hverju á h uga verðu að segja. Hvor t sem um er að ræða fru m herja, ofu r venju legt al þýðu fólk eð a biskupa, þ á er lífs hlau p þeirra í frá sö gur fær andi . “Fólk ið í Ske ssu horni” sp ann ar all an skal ann. Hé r er í þrótta ál f ur jafnt se m inn ytj an di, bóndi o g bóka út gef a ndi, hesta m að ur og har m onikku leik - ari, trillu kar l og tækni m að ur, lögga og leik bræð - ur, sauð nau ta bani og s ím stöðv ar st jóri, fík ill o g fanga vörð u r, múr ari og músík mað u r, gull smið u r og grjót hleð slu mað ur, m arka vörð ur og mið herji og á fram m ætti lengi t elja. All ir ei ga það sam - eig in legt að hafa lif að o g starf að á Vest ur landi þangað sem fanga er lei t að í þessari bók. ISBN Bar code Gene rator http://ww w.camrin .org/barco de.htm 1 of 1 24.9.2007 14:37 ISBN Bar code Gen erator ISBN 978 -9979-982 8-0-7 97899799 82807 Done. Fæst í næstu bókaverslun og hjá útgefanda Hið árlega aðventublað Skessuhorns kemur út í næstu viku, miðvikudaginn 28. nóvember. Blaðið verður prentað í 6600 eintökum og dreift til allra heimila og fyrirtækja á Vesturlandi auk áskrifenda utan Vesturlands. Blaðið verður að vanda fullt af ýmsu fróðlegu efni, sumpart tengt árstímanum og komandi aðventuhátíð og sumpart ýmsu öðru. Af þeim sökum berst blaðið til áskrifenda á Akranesi og í Borgarnesi degi síðar en venjulega, þ.e. fimmtudaginn 29. nóvember með Íslandspósti. Þeim sem vilja koma efni á framfæri í blaðið er bent á að senda það tímanlega og helst ekki síðar en föstudaginn 23. nóvember til ritstjóra á netfangið s k e s s u h o r n @ s k e s s u h o r n . i s Þá er auglýsendum bent á að vegna mikillar eftirspurnar eftir auglýsingaplássi í þessu blaði þarf einnig að panta auglýsingar fyrir helgina í síma 433-5500. mm Í dag, miðvikudaginn 21. nóvember, er Forvarnardagur haldinn í öllum grunnskólum landsins. Í 9. bekkjum skólanna verður dagskrá helguð baráttunni gegn fíkniefnum þar sem áhersla er lögð á uppbyggilegar forvarnir og þátttöku ungmennanna sjálfra. Forvarnardagurinn var í fyrsta sinn haldinn í fyrra undir kjörorðinu „Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli.“ Hann er haldinn að frumkvæði forseta Íslands með þátttöku félagasamtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja. Á Forvarnardaginn er lögð megináhersla á að koma því til skila sem áratugalangar rannsóknir íslenskra fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík hafa sýnt að skili mestum árangri í forvörnum gegn fíkniefnum: 1. Að foreldrar og ungmenni ver- ji sem mestum tíma saman. 2. Að börn og unglingar taki þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. 3. Að ungmenni fresti því sem lengst að hefja neyslu áfengis. Fulltrúar íþrótta- og æskulýðssamtaka og aðrir aðstandendur Forvarnardagsins munu heimsækja grunnskóla í dag og taka þátt í umræðum um aðferðir sem gagnast best í baráttunni við fíkniefni. Ungmennin takast á við spurningar í þremur flokkum og eru hvött til að koma fram með hugmyndir að samverustundum fjölskyldunnar, tillögur til íþrótta- og æskulýðssamtaka og ræða einnig frestun á áfengisneyslu. Myndband sem sérstaklega er gert í tilefni af Forvarnardeginum verður sýnt í öllum grunnskólum. Þar flytur forseti Íslands ávarp auk þess sem upplýsingar eru veittar um heilræðin þrjú, rætt er við ungmenni og þjóðþekkt afreksfólk úr heimi íþrótta og lista flytur boðskap Forvarnardagsins. Heimasíðan forvarnardagur.is heldur saman öllu efni er tengist Forvarnardeginum en þar er einnig að finna nýjan ratleik sem ungmenni í 9. bekk eru hvött til að taka þátt í. Dregið verður úr hópi þeirra sem senda inn réttar lausnir í ratleiknum og eru vegleg verðlaun í boði. mm „Það hefur vitaskuld komið í ljós það sem við bentum á þegar skerðingin á þorskinum var ákveðin að afkoma vinnslunnar hefur stórlega versnað, þegar þorskurinn datt út og við erum eingöngu með ufsann og karfann til að vinna úr. Það fer allt púðrið hjá ráðamönnum þjóðarinnar í að tala um hvað þetta bitnar á sveitarfélögunum en minni gaumur gefinn hvað þetta þýðir fyrir fyrirtækin,“ segir Eggert Guðmundsson forstjóri HB Granda í samtali við Skessuhorn. Engar tölur eru þó ennþá tiltækar um afkomuna frá því nýtt kvótaár gekk í garð. Eggert segir að vinnslan á Akranesi hafi dregist talsvert saman í haust sökum óhagstæðs tíðarfars og hráefnisöflun sé mun erfiðari en áður. Dagur og dagur hafi fallið úr vegna hráefnisskorts, en hinsvegar hafi starfsfólki ekki fækkað mikið. Þá sé ljóst að næstu vikur og mánuðir verði erfið, veturinn sé alltaf slæmur tími til veiða. Eins og HB Grandi tilkynnti síðla sumars hefur ísfiskstogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni, sem áður var eina skipið sem veiddi þorsk og lagði upp á Akranesi til vinnslunnar, verið beint í ufsa, karfa og steinbít. Þetta þýðir að nú landar ekkert skip frá HB Granda á Akranesi. Sturlaugur landar í Reykjavík og er aflanum ekið upp Skaga. Hinsvegar kaupir HB Grandi fisk á Fiskmarkaðnum á Akranesi, aðallega ýsu. „Við erum að lágmarka tapið af landvinnslunni, en hinsvegar er ýsan dýr,“ segir Eggert að lokum. þá Síðastliðinn laugardagsmorgun fengu skipverjar á togskipinu Þorvarði Lárussyni frá Grundarfirði stóra álkúlu í veiðarfærin, þegar skipið var statt út frá Látrabjargi. Kúlan var 1,20 m í þvermál. Höfðu skipverjar samband við Vaktstöð siglinga sem kom skipstjóra í samband við sprengjusérfræðing Landhelgisgæslunnar, en eftir lýsingum hans á duflinu var enginn vafi talinn á að um væri að ræða þýskt tundurdufl en þeim var meðal annars lagt út við Látrabjarg til að trufla ferðir skipalesta á leið til Murmansk í seinni heimsstyrjöldinni. Duflið reyndist við nánari skoðun vera þýskt tundurdufl og var það virkt. Var óskað eftir að skipið kæmi strax að landi og var ákveðið að það kæmi til hafnar í Rifi. Mikill viðbúnaður var á staðnum þegar Þorvarður lagði að landi og tóku sprengjusérfræðingar gæslunnar við tundurduflinu og fluttu í grjótnámu ofan við Rif þar sem því var eytt. Sjá nánar frétt á bls. 8. Ljósm. Sigurður Ásgrímsson. Forvarnardagurinn er í dag Aðventublað í næstu viku Afkoma landvinnslu versnar stórlega

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.