Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2011, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 13.04.2011, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL Þótt hún hefði ver ið með ann­ an fót inn í sveit fyr ir aust an fjall fannst henni myrkrið mik ið þeg ar hún kom í Borg ar fjörð inn í fyrsta sinn rétt eft ir 1960. Það var samt kom ið raf magn á suma bæi en skýr­ ing una var kannski að finna í því að á vetr um hafði við mæl andi okk­ ar búið í Reykja vík og þar var auð­ vit að meira upp lýst en gerð ist til sveita. „Það var allt systr un um á Úlfs stöð um að kenna að ég kom og í lengd ist í Borg ar firði,“ seg ir Ingi­ björg Jóns dótt ir, bet ur þekkt sem Imba á Rauðs gili, og hlær um leið þess um sér staka hlátri sem flest­ ir Borg firð ing ar þekkja. „Þær plöt­ uðu mig hing að upp eft ir því það vant aði kaupa konu að Rauðs gili. Síð an varð ekki aft ur snú ið og þótt ég verði aldrei tal in Borg firð ing ur verð ég samt aldrei neitt ann að en Imba á Rauðs gili. Og veistu! Mér þyk ir bara vænt um það.“ Föð ur miss ir og bú ferla­ flutn ing ar Imba er fædd og upp al in í Bisk­ ups tung um vor ið 1940, hrein rækt­ uð úr Hauka daln um, eins og hún seg ir sjálf. Fað ir henn ar var í lög­ regl unni en fékk síð an þá hug mynd að fara að rækta æti sveppi og keypti því smá land skika fyr ir aust an und­ ir svepp a rækt un. „Upp sker an varð aldrei nema ein því hann dó bless­ að ur áður en meira varð af rækt un. Ég sé svo sem ekki fyr ir mér að Ís­ lend ing ar hafi vilj að éta gorkúl ur í stór um stíl þarna árið 1943,“ seg­ ir Imba hlæj andi og held ur á fram, „en öll þessi upp skera fór á Hót­ el Borg og svo urð um við að flytja. Mamma var nú orð in ein með þrjú börn og tók á það ráð að flytja með okk ur til Reykja vík ur. Til að byrja með bjugg um við ná lægt brögg um sem girt var í kring um. Og veistu, þessi girð ing varð til þess að við syst ur vor um flengd ar al veg rosa­ lega, þannig að við mun um það enn. Það var nefni lega svo freist­ andi að hanga þarna og sníkja sér tyggjó hjá her mönn un um og við vor um napp að ar í land helgi,“ og nú hlær Imba dátt. „En þetta kom auð­ vit að af gefnu til efni. Við höfð um leg ið nokkru fyrr, veik ar í misl ing­ um. Þeg ar okk ur fór að batna höfð­ um við ekk ert betra að gera en að hanga úti í glugga, því við mátt um ekki fara út al veg strax. Á hverj um degi gekk sami her mað ur inn fram hjá glugg an um og henti þá gjarn an til okk ar epli eða app el sínu, stund­ um hvoru tveggja. Þú get ur nú rétt í mynd að þér hvort ekki hafi ver ið jafnt skipt, upp á milli metra enda ekki oft sem ís lensk ir krakk ar fengju svona góð gæti á þess um tíma.“ Pils, bux ur og sveit in á sumr in Eins og oft hef ur ver ið hjá þeim sem minna máttu sín flutti fjöl­ skyld an nokk uð oft inn an Reykja­ vík ur. Að stæð ur voru mis mun andi, eins og geng ur. „Á ein um stað var það t.d. svo að það var vatn í í búð­ inni okk ar en ekk ert nið ur fall. Við pissuð um ekk ert í fötu, ef þú held ur það, held ur fór um upp á loft í í búð­ ina þar þeg ar við þurft um að gera svo leið is hluti. Þar voru til tæk ar græjur. Frú in í hús inu á móti tók okk ur síð an og bað aði, lík lega þeg­ ar henni fannst við orð in þess leg að það þyrfti. Það var margt öðru vísi í Reykja vík þá. Sem dæmi átt um við stelp urn ar alltaf að vera í pils um, ann að var ekki í boði. Hins veg­ ar var svo langt að labba í skól ann úr sum um hverf um og það var al­ veg djöf ul legt að vera að vaða skafla í ein hverju pilsi með bert á milli, þú get ur nú rétt í mynd að þér. Þá varð að fá leyfi hjá skóla stjór an um til að mega labba í bux um á milli heim il is og skóla. Hugs aðu þér! En það fékkst og eft ir það fóru marg ar stelp ur að koma í bux um. Því lík ur mun ur. En ég var aldrei í Reykja vík á sumr in, bara á vet urna. Það skýr ir á byggi lega hvað mér fannst svaka­ lega mik ið myrk ur hér þeg ar ég kom í Borg ar fjörð inn fyrst. Það var samt kom ið raf magn en við brigð­ in voru bara svo mik il. Ég var alltaf í sveit á sumr in. Fór með al ann­ ars einu sinni vest ur í Ísa fjarð ar­ djúp. Það var nokk uð sér stakt. Þeg­ ar átti að fara að smala til rún ings sagði karl inn á bæn um að ég yrði að at huga að smala snjó skafl ana. Ég hafði ekki hug mynd hvað hann átti við þar til ég sá að í sköfl un um lágu kind urn ar. Þetta var ó trú leg upp lif­ un. En ég hafði ekki löng un til að vera þarna lengi. Of mik ill snjór og svo hef ur mér aldrei ver ið vel við sjó inn. Veit ekki af hverju, en þannig er það.“ Upp skip un og hörku kerl ing ar Sagt hef ur ver ið að þeir sem vilji vinna fái alltaf vinnu, Imba seg ir að það séu göm ul sann indi og ný. „Ef mig vant aði pen ing fór ég í upp­ skip un hjá Júpít er og Mars. Það var al veg frá bært. Brjál að puð en svaka góð ur pen ing ur upp úr því. Ég var hins veg ar svo vel borg uð að það var ekki hægt að borga mér út á staðn um, það mátti eng inn sjá hvað ég fékk, svo ég varð að fara upp á skrif stofu og ná í kaup ið. En fyr ir þessa pen inga gat ég djamm að allt sum ar ið, það var ekki slæmt. Ég var líka að eins í fisk vinnu þótt ég hafi aldrei salt að síld. Kerl ing arn ar voru svo harð ar sem unnu við það að þær fóru ekki einu sinni á kló­ sett ið, held ur létu bara leka nið ur. Merk in fyr ir hverja tunnu settu þær síð an í stíg vél in og helltu úr þeim á kvöld in, bæði merkj um og öðru. Þar var ein kerl ing sem var al veg svaka leg. Hún reykti mik ið en gaf sér ekki tíma til að halda á sí gar ett­ unni held ur var með hana dinglandi í munn in um all an dag inn. Enda var kom in tó baks gul rönd frá munni, með fram nef inu í átt að auga. Svo söng hún klám vís ur all an dag inn og aldrei sömu vís una. Held urðu að sé? Þetta voru ó trú leg ar kerl­ ing ar sem gam an var að vera í sam­ skipt um við. Þótt þær væru harð ar og sér stak ar var eng in þeirra vond við mig. Nú mega krakk ar bara ekk ert sjá og heyra. Alltaf ver ið að passa þau. Ég held að það sé mik­ ill mis skiln ing ur. Krakk ar eiga að sjá líf ið. Þeir hafa ekk ert slæmt af því ef eng inn er vond ur við þá. Það er hins veg ar það ljótasta sem mað­ ur sér.“ Nógu ætt stór fyr ir ráða hag inn Eins og fram hef ur kom ið kom Imba sem kaupa kona að Rauðs gili og kynnt ist þar Oddi Guð björns­ syni bónda og úr varð hjóna band og þrjú börn. „Það var kannski ekki brenn andi ást þar á bak við, frem ur hag kvæmni sem réði því að við urð­ um hjón og svo var jörð in fal leg. Ég kom í Borg ar fjörð inn eft ir á eggj an vin kvenna minna, systr anna á Úlfs­ stöð um. Við höfð um oft skemmt okk ur í Al þýðu hús skjall ar an um hér áður fyrr og að fara í Borg ar fjörð var svo sem alls ekk ert verra en hvað ann að. Mér fannst hins veg ar al veg rosa lega erfitt að kom ast inn í þetta sam fé lag. Það var svo sem ekki ver ið að fagna manni, þannig. Jafn vel þótt ég hafi búið hér svona lengi verð ég aldrei Borg firð ing ur þótt börn in mín séu það. Þeg ar ég flyt hing að voru tvær ætt ir helst ar, Deild ar tungu ætt og Húsa fell sætt og ætt ar dramb ið gíf ur legt. Þetta gift ist síð an hvert öðru, tók helst eng um öðr um og rifust svo eins og hund ar og kett ir ef þannig bar til. Þetta hef ur nú sem bet ur fer breyst og blönd un in orð in tölu verð, með al ann ars með fólki eins og mér,“ seg­ ir Imba og bros ir við. „Hins veg ar man ég að Páll gamli á Stein dórs­ stöð um sagði að ég væri nógu ætt­ stór til að Odd ur mætti gift ast mér, ætt uð úr Hauka daln um í báð ar ætt­ ir. Ég hefði get að lamið hel vít­ is karl inn,“ seg ir Imba með hlátra­ sköll um. „Ég kunni lít ið á svona ætt ar dæmi, enda bara alin upp í Reykja vík. Ég hef alltaf ver ið hress, kom ið eins fram við alla og heils­ að öll um. Ver ið með spaugs yrði og hleg ið dátt. Það var nú al deil is ekki upp á pall borð ið hjá öll um skal ég segja þér. Odd ur sagði gjarn an að ég gapti fram an í hvern kjaft. En ég lét mér það í léttu rúmi liggja. Mér var al veg sama hver kom í heim­ sókn, tók öll um vel en það tíðk­ að ist ekki á öll um bæj um. Menn gerðu sér manna mun hér. Það er líka gam an að segja frá því þar sem ég hef nú aldrei ver ið á hornösinni, frem ur þrif leg alla tíð, að gár ung­ arn ir hentu það á lofti og sögðu að nauð syn legt væri fyr ir Odd að stækka hlað ið og svip að var uppi á ten ingn um þeg ar ég ökkla brotn aði árið 1963. Þá var gert grín að því að ég stæði bara á öðr um fæti. Auð vit­ að stóð ég ekk ert á öðr um fæti, það get ur hver heil vita mað ur séð.“ Rosa leg ar harð sperr ur Borg firsk ir bænd ur þóttu fram­ sýn ir og bjuggu vel og stóðu jafn­ vel fram ar bænd um í öðr um lands­ hlut um hvað varð aði upp bygg ingu og verk un á heyj um, alla vega seg­ ir Imba að svo hafi ver ið þeg ar hún flutti á svæð ið. „Ég hafði nátt úru­ lega mik inn sam an burð frá Ár nes­ sýsl unni. Þar voru bænd ur enn að setja upp í sát ur og hirða á gamla mát ann með an borg firsk ir bænd ur voru farn ir að setja upp í galta og keyra heim. Það var mik ill mun ur. Hér hafði einnig ver ið byggt mik ið upp og bú skap ur stóð með mikl um blóma. Nú finnst mér eins og mín­ ir menn hafi dreg ist aft ur úr öðr um sveit um og finnst það mið ur. En ég lifði svo sem við venju lega sveita­ vinnu og var held ég eng inn aum­ ingi og gat al veg tek ið til hend inni, eins og sagt er. En þær rosa leg ustu harð sperr ur sem ég hef nokkurn tím ann feng ið komu eitt vor ið þeg­ ar á burð ar bíll kom í hlað ið. Odd ur var ekki heima og það varð að koma á burð in um á sinn stað. Mér fannst það svo aum ingja legt að spyrja bíl­ stjór ann hvort ég mætti vera uppi á bíln um og færa hon um pok ana svo ég bara tók við og bar all an á burð­ inn sjálf. Fjög ur tonn, takk fyr ir, hver poki fimm tíu kíló eins og þá var. Og ein hverj ar hafa harð sperr­ urn ar ver ið því ég man þær enn. Ég komst að því þá að vöðv ar leynd ust víð ar en ég hélt.“ Hvað ert þú að gera hér? Flest ir ljóð elsk andi Ís lend ing­ ar kann ast við Jón Helga son sem kenndi sig við Rauðs gil. Hann var fjar skyld ur ætt ingi Odds og kom í heim sókn, oft á hverju ári, en Jón „Það verð ur að hafa ein hvern húmor í þessu“ Seg ir Ingi björg Jóns dótt ir - bet ur þekkt sem Imba á Rauðs gili Imba og Odd ur með börn in þrjú; Stein unni, Jón og Björn. Horft nið ur að Rauðs gils bæn um að vetri. Nær á mynd inni, í gil inu, er hvamm ur einn sem Jón Helga son frá Rauðs gili hélt mjög mik ið upp á. Kom in í fjósagall ann á leið inni í mjalt irn ar og búin að kynda upp í píp unni. Sveiflu kóng ur inn Geir mund ur er góð ur vin ur Imbu, hér taka þau létta sveiflu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.