Alþýðublaðið - 27.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.11.1919, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■þesau í lag, hlýtur að vera sam- eiginlegt hagsmunamál og kapps- mál alira iðnaðarmanna, sjómanna og verkafólks. Það ætti að vera flokksmál fyrir alla þessa stétt. Það er ekki nægilegt, að koma á einhverjum hrófatildurslögum, eins og tryggingarlögum sjómanna. Krefjast verður þess, að allir at- vinnurekendur verði skyldaðir að lögum til þess, að tryggja fyrir slysum á sinn kostnað i lands- tryggingarfélagi alla, sem vinna i þeirra þjónustu, og svo hált, að skaðabœturnar geti verulega stoðað. En ekki er hægt að koma þessu máli í framkvæmd nema með samtökum og félagsskap. Félagsskap verkamanna þa.f því að stækka og treysta. Héðinn Valdimarsson. Leikhúsið. Nýársnóttin, leik- rit í 5 þáttum eftir IndriðaEinarsson. Þótt mörgum muni leikrit þetta kunnugt, skal efni þess rakið í fáum dráttum. Bóndinn á bænum, þar sem leikritið gerist heitir Guðmundur, kona hans heitir Margrét, en syst- ir hennar Anna. Fóstursonur þeirra hjóna, Jón stúdent, er trúlofaður stúlku þar á bænum, er Guðrún heitir. Óþokk- inn Grímur verzlunarmaður heflr felt ástarhug til Guðrúnar og reynir því að rægja hana við Guðmund bónda og konu hans, svo Jóni og henni verði stíað sundur. — Álfakonungurinn og álfarnir búa í Álfhamri, dóttir hans heitir Mjöll, en stallsystur hennar heita Heiðbláin og Ljósbjör. Fella þær ástarhug til Jóns, en einkanlega Heiðbláin, sem að lok- um deyr er útséð er um að hún fær~ekki ástir hans. Svartur heitir þræll álfakonungs. Einnig býr með álfum Áslaug álfkona, hún er góð ,og göfuglynd og hneigist meira til hins nýja siðar, en hins gamla er álfakonungur og hans fólk hyllir. Álfakóngur hafði beðið ömmu Gúðrúnar að koma með sér og bjarga lífl konu sinnar í barns- nauð, en hún viidi eigi fara með honum í björg. Álfadrotning dó af barnsförun- um og sór þá álfakógur mönnun- um æfilangan fjandskap. Hefnir hann sín á ömmu Guðrúnar með þvf að æra hana á nýársnótt sama gerir hann við móður hennar og skyldi Guðrún nú ærð verða þessa nýársnótt. Áslaug bjargar Guðrúnu, en í stað þess æra álfarnir Grím verzlunarmann, er flæktitist inn í þinghúsið er álfarnir halda dans þar á nýársnótt. Til að bjarga Guðrúnu fer Ás- laug með hana í álfhamar, fer Jón þangað að leita hennar, reyna álfameyjarnar Mjöll og stöllur hennar að heilla hann, en Áslaug fær því einnig afstýrt. Sigrar Ás- laug að lokum og er til konungs valin eftir að Svartur þræll heflr drepið álfakonunginn, en þau Jón og Guðrún fá að eigast. Ekki verður sagt, að mikið sé í leikrit þetta varið, fyrirmynd þess eru huldufólkssögurnar, og fátt eða ekkert nýtt í leiknum, sem ekki finst í þjóðsögnunum. Gildi leiksins sem æfintýraleiks rýrnar og við postullulestur Önnu og „brandara Gvendar snemm- bæra, þótt það virðist skemta sumum áhorfendunum mjög vel. Leiktjöldin eru ljómandi falleg og útbúnaður góður eftir því sem hér er völ á, einnig búningar leik- endanna. Jens Waage leikur álfakonginn meistaralega, Stefanía leikur Ás- laugu, en Guðrún Indriðadóttir Heiðbláina, leysa þær þessi hlut- verk mjög vel af hendi, þótt Guð- rúnu fari áreiðanlega önnur hlut- verk betur úr hendi, en að leika léttfættar dansandi álfameyjar. Er sorglegt til þess að vita, að einu launin fyrir aðra eins hæfi- leika og annað eins starf sem þessir leikendur hafa leyst af hendi, skuli ;vera þröngt leiksvið og lítil laun. Guðrúnu leikur ungfrú Soffia VeðhoIm.'fjMá segja að hún leiki fremur vel af óvönum að vera, þó er Jeikur hennar óeðlilegur í fyrsta þætti, er hún fær bréfið frá álfkonunni og ekki talar hún nægilega hátt og skýrt, heyrist stundum ekki nema helmingur orðanna. Grímur verzlunarmaður (Bald- vin Einarsson), er á pörtum sæmi- Aug-lýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Quð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. lega leikinn, en meira líkist lát- bragð hans, er hann er orðinn brjálaður, reiðiæði en brjálsemí. Svartur er vel leikinn, er hann ófrýnilegur allmjög og gerir nokk- uð mikið að því að fitja upp á trýnið, hann mundi áreiðanlega fríkka, ef hann færi til rakara og fengi sér höfuðbað og rakstur. Að Friðfinni er altaf hægt a5 hlægja, og ekki tekst honum ver en áður í hlutverki Gvendar snemm- bæra. Einhver „Gígi“ leikur Siggu vinnukonu sæmilega. Sigga er þrif- legasta vinnukona, en nokkuð mik- ill „gaflhlaðsgangur" er á henni, til að eðlilegt sé. Hin hlutverkin eru smá, nema hlutverk Jóns, sem Ragnar Kvar- an leysir vel af hendi. Óbreyttu álfarnir eru upp og ofan, en ekki minnist sá sem þetta ritar, að hafa heyrt getið álfa í gulum klæðum. Þótt útbúnaður sé góður og leikurinn yfirleitt vel leikinn, er samt ekki meira varið í leikritið en það, að furða er, að það skuli vera leikið kvöld eftir kvöld og ár eftir ár. Það lægi nær að leika leikrit, sem meira koma inn á svið hins virkilega lífs, og meiri skáldskapur er í en Nýjársnóttinni. Áhorfandi. "V'iimuvísindi* Á fyrirlestri Guðm. Finnboga- sonar prófessors í fyrrakvöld, um vinnuvísindi, voru alt of fáir. Fyr- irlestrar Guðm. um þetta eru mjög fræðandi og einstaklega skemtilega fluttir. Það ætti því að vera hús- fyllir í hvert sinn. Fyrirlestrar þessir eru haldnir í háskólanum kl. 7 á hverju þriðjudagskvöldi, og aðgangurinn er^jókeypis fyrir almenning. Kona.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.