Alþýðublaðið - 27.11.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.11.1919, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ er Stjórnarráðið hefir skipað til þess að ráðstafa austurrísku börn- unura, sem ráðgert er að hingað komi, skorar hér með á almenning að skjóta saman fé til fararkostnaðar, fatakaupa og annara útgjalda, sem leiða af flutningi barnanna hingað. Nefndin býst við, að ðllum sé það Ijóst, hvíJíkt kærleiksverk og nauðsynjaverk hér er um að ræða, og að almenningur fyrir því bregðist vel við. En mikilla pen- inga er vant, eigi fyrirtækið að fara sómasamlega úr hendi. Samskot- um veitir móttöku gjaldkeri nefndarinnar, hr. bankastjóri L. Kaaber í Landsbankanum. Beykjavík, 24. nóvember 1919. cffirisfján dénsson, formaður nefndarinnar._______________________ K. Zimsen9 ritari nefndarinnar. Yörur sínar eiga menn að kaupa í Kaiipíélagi Yerkamauna. Laugaveg %£%£ A. Simi 7S8. Xoli konungisr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). „Nú þér getið þó' altaf látið mig reyna", sagði Hallur. „Eg skal víst hafa á þeim hemil". Yerkstjórinn virti hann fyrir sér frá hvirfli til iija. „Þú lítur nú út fyrir að vera nokkuð kræfur karl*, sagði hann. „Þú skalt fá 45 dali á mánuði, og ef þú reynist vel, þá skaltu fá 50“. „Ágætt, en nær á eg að byrja?“. „Því fyr, því betra?“ „En hvar er dótið þitt?“ „Ó, eg á nú ekki annað en þetta“, sagði Hallur og benti á stolnu nærfötin, sem hann hafði í hendinni. „Jæja, þú getur kastað þeim þarna í hornið á meðan", sagði maðurinn. En alt í einu hleypti hann brúnum og mælti: „Ertu í nokkru verkamannafélagi?“ „Nei“. „Heíurðu nokkurn tíma verið það?“ „Nei, aldrei". Svo var að sjá sem maðurinn tryði Halli ekki fyllilega. Hann leit á hann rannsakandi eins og hann vildi rannsaka innstu fylgsni sálar hans. „Það verðurðu að sverja, skaltu vita, áður en þú fær hér vinnu“. „Gott“, sagði Hallur, „þess er eg fús“. „Það getum við gert á morgun, eins og er hefi eg ekkertjhjá mér, sem til þeirra hluta þarf. Heyrðu annars, hvaða trúar ertu?“. „Eg er sjöunda dags aðventisti". „Guð hjálpi okkur, hver ósómin er nú það?“ „Ó, það gerir ekkert“, sagði Hallur. „Eg má eiginlega ekki vinna á laugardögum, en eg geri það nú samt“. „Já, já, en blessaður láttu nú bara vera að fara að predika það slaður hér. Við höfum okkar eigin prest, og honum verður þú að borga 50 aura á mánuði af laun- um þínum. Komdu nú, eg skal nú fylgja þér þangað, sem þú átt að fara“. Þannig hóf námulíf Halls göngu sína. Y. Það vita bæði guð og menn, að múlasninn er vandræða skepna, sem orðið hefir til í einhverju dutlungakasti náttúrunnar, viðrini, sem hún skammast sín fyrir og vill ekki unna neinna bóta. Múl- asnarnir 30, sem Hallur átti að hirða höíðu vaxið þar upp, sem verstu tilhneigingar þeirra féllu í beztan jarðveg. Hann sá það brátt að magakveisa fyrirrennara hans mundi stafa af sparki, sem ein- hver múlasnanna hefði greitt hon- um, og hann sá það einnig að eigi tjáði að „fljóta sofandi að feigðarósi", ef hann ætti að kom- ast hjá þessum hættulega sjúk- dómi. Þessir múlasnar ólu aldur sinn langt niðri í jörðinni. Ekki fengu þeir að líta ijós dagsins, eða engið græna, nema þegar þeir urðu veikir. Einn þeirra hafði lært að tyggja tóbak og leitaði að munn- tóbaki í vösum verkamannanna. Og af því að hann hafði eigi vit á að hrækja leginum, þá vaið honum ilt í maganum og gerðist þá allóþjáll. En ökumennirnir og drengirnir í námunum þektu veik- leika dýrsins og léku sér að því að freista þess, unz það féll fyrir freistingunni. Hallur varð þessa brátt vísari og féll það mjög illa. Hann fór þegar að morgni dags ofan í námuna í fyrstu lyftivél- inni. Hann gaf dýrum sínum hey og vatn og bjálpaði til þess að leggja á þau aktýgin. Þegar þau voru öll farin, þá þreif hann hest- húsið og fægði og bætti aktýgin. Og kæmi sldpun frá ainhverjum, sem eldri var en hann, þá hlýddi hann ummælalaust. (Frh.).. „Madressur" fyrirliggjandi í söðlasmíðabúðinDÍ Laugaveg 18 B. Sími 646. Ágæt RÍtFÓnnoIía, á 5 kr. pelinn, fæst í Alþýðubrauðgerðinni. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.