Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2011, Page 18

Skessuhorn - 14.12.2011, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER Styrk ur inn gerði opn un Fablabsmiðj unn ar mögu lega „Styrk ur inn frá Vaxt ar samn ingi Vest ur lands gerði opn un smiðj­ unn ar mögu lega árið 2010 og hef­ ur hann átt mik inn þátt í upp hafi rekstr ar Fablabs þar sem lág marks tækja­ og rekstr ar kostn að ur er nauð syn leg ur til að fá sam þykki til rekstr ar Fablabsmiðju sam kvæmt kröf um þeim sem sett ar hafa ver­ ið af frum kvöðl um Fablabs,“ seg­ ir Vig dís Sæ unn Ing ólfs dótt ir verk­ efna stjóri Fablab á Akra nesi. Hún seg ir að í dag sjái Akra­ nes kaup stað ur að mestu um rekst­ ur smiðj unn ar, auk þess sem Fjöl­ brauta skól inn leggi til hús næði. Hing að til hafi Norð urál ein göngu ver ið fag leg ur bak hjarl Fablabs og von ir séu bundn ar við að þátt taka fyr ir tæk is ins verði um svifa meiri í fram tíð inni. Sæ unn seg ir að von ast sé til á fram­ hald andi rekstr ar Fablabsmiðj unn­ ar á Akra nesi og að unn ið sé að fjár mögn un rekstr ar ins til fram­ tíð ar. „Þar sem Fablab smiðj an á Akra nesi rétt upp fyll ir lág marks­ kröf ur um tækja bún að og að stöðu til rekstr ar Fablabsmiðju er stefn­ an að auka tækja bún að og að stöðu í fram tíð inni með hjálp ut an að kom­ andi, sem sjá kosti þeirr ar þró un­ ar og sköp un ar sem smiðja eins og Fablab ýtir und ir.“ Skapa vett vang fyr ir staf ræna fram leiðslu Hún seg ir smiðj una hafa marg­ feld is á hrif á efl ingu at vinnu þró un­ ar og ný sköp un ar á Vest ur landi og víð ar. „Verk efn ið geng ur út á þró­ un að ferða til að stytta vöru þró­ un ar ferli, skapa vett vang fyr ir staf­ ræna fram leiðslu og fram þró un í hvers kon ar fram leiðslu og smíði á varn ingi sem teng ist heim il um og minja grip um eða öðr um varn ingi sem teng ist létt um iðn aði.“ Fimm til tíu manns á dag Fablab er til húsa í Fjöl brauta­ skóla Vest ur lands og er smiðj­ an opin öll um. Hún er opin frá kl. 8:00­16:00 alla virka daga. „Þeir sem hing að til hafa ver ið dug leg ast­ ir að nýta sér að stöð una eru á öll um aldri. Nem end ur úr Fjöl brauta­ skól an um og báð um grunn skól un­ um hafa ver ið dug leg ir að koma auk þess hef ur Fablab ver ið í sam starfi við Skaga staði, sem er mið stöð fyr­ ir ungt fólk í at vinnu leit. Hönn uð ir, bæði héð an frá Vest ur landi og víð ar að, hafa einnig nýtt sér þetta, sem og lít il sprota fyr ir tæki og fólk með hug mynd ir að skemmti leg um verk­ efn um. Nýt ing smiðj unn ar er mjög mis jöfn eft ir árs tíma, en ætla má að um 5­10 manns nýti sér að stöð una að með al tali dag lega,“ seg ir Vig dís Sæ unn Ing ólfs dótt ir, verk efna stjóri Fablab. Vefslóð á síðu Fablab Akra nes er: www.Fablabakranes.is Þar má fá frek ari upp lýs ing ar um starf semi smiðj unn ar. hb Frá starf semi Fablab sem er í Fjöl brauta skóla Vest ur lands. Úr smiðju Fablab á Akra nesi Námskeið og handverk í Ólafsdal Langtímamarkmið verkefnisins er að Ólafsdalur verði fræðslu­ og nýsköpunarsetur um hefðbundið íslenskt handverk, matargerð og húsagerðarlist. Einkum verður lögð áhersla á þá þætti sem tengjast Breiðafirði. Þar verða haldin námskeið er tengjast áðurgreindum þáttum; einnig sýningar, ræktun matjurta, veitingasala og síðar ferðaþjónusta með áherslu á menningu og fræðslu. Umsækjendur: Dalabyggð, Matur­saga­menning, Reykhólahreppur, Háskólinn á Bifröst, Þjóðfræðistofa Hólmavík, Landbúnaðarsafn Íslands. Styrkur: 1 milljón. Upphaf: Júní 2011. Nýting á mör til lífdísel- framleiðslu með notkun jarðhita Markmið verkefnisins er að kanna möguleika þess að nýta mör, sem fellur til hér á landi við slátrun húsdýra, sem grunnhráefni í lífdíselframleiðslu. Þetta verður gert með því að gera markaðskönnun á aðgengilegu hráefni, setja upp litla tilraunvinnslu til lífdíselframleiðslu og að gera könnun á nýtingarmöguleikum glyserins, sem er aukaafurð frá væntanlegri vinnslu, sem hráefni til annarrar vinnslu. Umsækjendur: Gunnar Á. Gunnarsson, Bjarni B. Gunnarsson, Landbúnaðarháskóli Íslands. Styrkur: 1 milljón. Upphaf: Júní 2011. Saga og Jökull á Vesturlandi Saga og Jökull ­ ævintýri á Vesturlandi er samstarf um menningartengda ferðaþjónustu fyrir börn og fjölskyldur. Samstarfsaðilarnir tíu bjóða allir afþreyingu eða þjónustu fyrir fjölskylduna og með þessu verkefni er orðinn til farvegur fyrir sameiginlega vöruþróun og markaðssetningu. Börn sem koma á einhvern af stöðunum tíu fá vandaða möppu þar sem segir frá því þegar Saga, níu ára stelpa sem ferðast mikið með foreldrum sínum og álfastrákurinn Jökull hittast í fyrsta sinn. Á hverjum stað fá börnin sögu um ævintýri Sögu og Jökuls ásamt stimpli/límmiða. Þannig safna þau sögum í möppuna og fá jafnframt litlar gjafir fyrir 5 og 10 stimpla. Eftir stendur líka fræðsla um náttúru og sögu á Vesturlandi. Um er að ræða brautryðjendaverkefni í vöruþróun á þessu sviði. Sumarið 2011 var mappan og sögurnar einnig boðnar erlendum ferðamönnum á ensku, þýsku og dönsku. Umsækjendur: Arnheiður Hjörleifsdóttir/Bjarteyjarsandur, Brúðuheimar, Eiríksstaðir, Eyrbyggja ­ sögumiðstöð, Fossatún ehf, Gljúfrasteinn, Landnámssetur Íslands, Snorrastofa, Sæferðir ehf., Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Styrkur: 3 milljónir. Upphaf: Verkefnið hófst árið 2008 en stuðningur Vaxtarsamnings kom til árið 2011. Undirbúningur Svæðisgarðs á Snæfellsnesi Verkefnið er forverkefni til undirbúnings öðru stærra sem felur í sér mótun og stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Svæðisgarður er samstarf ólíkra aðila af sama svæðinu og felur í sér samþættingu margra ólíkra þátta í atvinnulífi, menningu, umhverfismálum og samfélagsþróun. Erlendar fyrirmyndir sýna að þessi leið til að stilla saman strengi íbúa, fyrirtækja og stjórnvalda á samstæðu svæði er líkleg til árangurs fyrir þá sem vilja nýta sér landkosti og sérstöðu svæðisins á fjölbreytilegan hátt. Umsækjendur: Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Eyja­ og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Útvegsmannafélag Snæfellsness, Snæfell ­ félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Búnaðarfélag Eyrarsveitar, Búnaðarfélag Eyja­ og Miklaholtshrepps, Búnaðarfélag Helgafellssveitar, Búnaðarfélag Staðarsveitar, Alta ehf. Styrkur: 1,5 milljónir. Upphaf: Júní, 2011. Verkefninu er lokið en framhaldsverkefni er í skoðun. Veigar úr íslensku hráefni Markmið verkefnisins er að efla ferða­ og afþreyingarþjónustu í Reykholti og nágrenni. Í fyrsta áfanga er ætlunin að hefja tilraunavinnslu á léttvíni úr íslensku hráefni en samhliða að opna kaffihús og fjölþætta ferðaþjónustu. Verkefnið er á byrjunarreit en stuðningur var veittur til áætlunargerðar og tilraunavinnslu. Umsækjendur: Snorrastofa, Framfarafélag Borgfirðinga, Mungát ehf., ATEFL­ áhugamannafélag. Styrkur: 2 milljónir. Upphaf: Október 2011. Vesturgas - nýting metans úr svínaskít Markmið verkefnisins er að kanna ítarlega með hvaða hætti er hagkvæmast að nýta þann lífræna úrgang sem til fellur í landbúnaðarframleiðslu (aðallega svína­ og kjúklingarækt) til framleiðslu metans á bíla. Annars vegar felst verkefnið í að kortleggja nákvæmlega stöðugt framboð af úrgangi á svæðinu sem hentað getur til metanvinnslu, hvernig er best að blanda hann og við hvaða aðstæður (gas, sýrustig, efnainnihald o.fl.) er best að meðhöndla úrganginn. Hins vegar að kortleggja hvaða tæknilegu útfærslur henta best því magni og samsetningu af úrgangi sem í boði er, séríslenskum aðstæðum svo sem lágu verði á heitu vatni, rafmagni og metani, dreifðri byggð og takmörkuðu framboði af lífrænum úrgangi. Umsækjendur: Vesturgas, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Haraldur Magnússon, Stjörnugrís hf., Reykjagarður hf., Matfugl ehf. og Íslenska gámafélagið ehf. Styrkur: 1 milljón. Upphaf: Júní 2011. Verkefninu er ekki lokið. Vinnsla perlusteins úr Prestahnjúkum Verkefnið gengur út á að skoða hvort það sé möguleiki að vinna og flytja út perlustein frá Íslandi. Perlusteinn finnst á tveimur stöðum á Íslandi í einhverju magni; í Loðmundarfirði á Austurlandi og í Prestahnjúk upp af Borgarfirði. Perlusteinn er ókristallað glerkennt gosefni skylt líparíti, með tiltölulega hátt vatnsinnihald. Hann er meðal annars notaður í byggingariðnaði í léttmúr og sem eldfast einangrunarefni, í garðyrkju og sem sértækt síuefni í iðnaði. Vinnslumöguleikar verða metnir út frá þremur sjónarmiðum: Tæknilegum möguleikum á vinnslu og flutningi, stöðu erlendra markaða og söluleiða og mögulegum umhverfisáhrifum vinnslunnar. Umsækjendur: Jarðefnaiðnaður ehf., Verkís, Eignastoðir ehf., Borgarverk ehf., Sveinbjörn Sigurðsson hf., Umhverfisráðgjöf Íslands. Styrkur: 2,1 milljón. Upphaf: Verkefnið hófst í maí 2011.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.