Skessuhorn - 29.02.2012, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR
Á hinu forna höf uð bóli, Stað ar
hrauni í Hraun hreppi, býr Guð
brand ur Guð brands son á samt konu
sinni Jónu Jóns dótt ur. Þar hafa þau
búið síð an árið 1978. Stað ar hraun
er kirkju og rík is jörð og hafði ver
ið í eyði í tölu verð an tíma þeg ar
þau hjón settust þar að. Síð an þá
hafa ver ið stans laus ar end ur bæt
ur í gangi, enda seg ir Guð brand ur
að ann ars verði bara aft ur för. Þótt
hon um hafi ekki fund ist Hraun
hrepp ur inn fýsi leg ur til bú setu á
yngri árum, er for eld arn ir fluttu úr
Kol beins staða hreppi, þá hef ur það
álit breyst. Guð brand ur hef ur tek
ið þátt í fé lags líf inu í sveit inni með
fram bú skapn um. Sagt hef ur ver
ið að í stór fjöl skyld unni séu góð
ir ten ór ar, hag yrð ing ar og leik ar
ar. Kíkt var heim að Stað ar hrauni
fyr ir nokkru og hús tek ið á Guð
brandi bónda sem enn var fúl
skeggj að ur eft ir burð ar hlut verk í
Skugga Sveini sem Umf. Skalla
grím ur færði á svið í Lyng brekku
fyrr í vet ur.
Vildi hvergi fara
Guð brand ur Guð brands son er
fædd ur og upp al inn að Tröð í Kol
beins staða hreppi. Hann er son ur
hjón anna Guð brand ar Magn ús son
ar og Bjargeyj ar Guð munds dótt
ur sem þá bjuggu að Tröð. Þeg
ar Guð brand ur var tíu ára fluttu
for eldr ar hans að Álftá í Hraun
hreppi. Það leist hon um ekk ert á.
Hafði eng an á huga á því að ger ast
Mýra mað ur. „Ég strauk sí fellt frá
pabba og mömmu, villt ist und an,
fór aft ur heim í Tröð,“ seg ir Guð
brand ur bros andi þeg ar í upp haf
inu hafði ver ið spurt hverra manna
hann væri. „ Eldri systk ini mín urðu
þar eft ir og þar vildi ég líka vera.
Hafði alls eng an á huga á því að búa
á Mýr un um. Ég vildi held ur ekki
vera á Varma landi í skóla og fór
hvergi. Var mest í Mýr dal og á bæj
um í Kol beins staða hreppi og var
þar í skóla. Svo fór ég einn vet ur í
Reyk holt. Þá fannst mér nóg lært
og hætti.“
Bög ur, dóna leg ar
og ekki
Eft ir nám beið vinnu mark að
ur inn og ást in hand an við horn ið.
Guð brand ur hafði þekkt konu sína
í tölu verð an tíma áður en kvikn aði
veru lega á ást inni. Þau höfðu hist
hjá bróð ur hans því að Guð brand
ur og bræð ur hans tveir eru gift
ir þrem ur systr um sem hann seg ir
hag kvæmt ef t.d. eigi að halda veisl
ur. En í þess ari fjöl skyldu hafa vís ur
oft flog ið. Guð brand ur seg ist sjálf
ur sjald an skrifa nið ur það sem hann
semji og ekki sé hann held ur besti
hag yrð ing ur inn í systk ina hópn um.
„Vísna gerð krefst mik ill ar æf ing ar
og ég hef ekki æft mig mik ið. Orti
þó nokk uð í Ó lafs vík hér um árið
þeg ar ég var þar sam ferða góð um
hag yrð ing um. Hálf veg is smit að ist
af þeim. Flest ar vís urn ar sem ég hef
gert eru líka svo dóna leg ar að þær
eru ekki prent hæf ar. Bræð ur mín ir,
Þor kell og Guð mund ur, eru feikna
góð ir hag yrð ing ar. Og Guð mund ur
gerði vísu þeg ar við Jóna kon an mín
vor um búin að rugla sam an reit um.
Ég er yf ir leitt kall að ur Brand ur og
vís an er svona:
Þó að næði um foldu Fróns
fimb ul veðr ið kalda.
Alltaf mun hún Jóna Jóns
jafn að ar geði halda.
Löng er ferð um lífs ins ál
leyn ist marg ur vandi.
Oft hef ur kvikn að eld heitt bál
af of ur litl um Brandi.
„Ég á reynd ar eina vísu hér sem
má fara á prent og er ekki mjög
göm ul. Ég hef í nokkurn tíma ver
ið að berj ast við kíló sem vilja hlað
ast utan á mig og þurfti að fara í
megr un. Það hef ur geng ið svona
og svona, eins og sést. Fyrst í haust
gekk allt vel, en svo komu jól in og
allt er kom ið aft ur. Þá skrif aði ég
þetta nið ur:
Í ör vænt ingu æði um gólf
ekk ert mér geng ur að létt ast.
Held ég sé enn þá hund rað og
tólf
það hel víti má ekki frétt ast.
Ekki svo al slæm ur
Hraun hrepp ur inn var þó ekki
verri en svo að bræð urn ir Þor kell og
Guð brand ur á samt eig in kon um sín
um keyptu jörð ina Mel árið 1972.
Þeir keyptu af Guð rúnu Guð munds
dótt ur sem þar bjó þá 95 ára gömlu
með syni sín um Að al steini Pét urs
syni. „Við bræð ur eign uð umst fimm
börn á með an við bjugg um á Mel,
ég þrjú og Þor kell tvö. Hús ið var
30 fer metr ar á tveim ur hæð um, svo
þröngt var búið,“ rifj ar hann upp.
Á stæð una fyr ir því að þessi jörð var
keypt seg ir hann vera ein falda, þeir
höfðu efni á henni. „Við Jóna fór
um því að huga að öðru jarð næði.
Næsta jörð var laus svo við sótt um
um hana til á búð ar og feng um Stað
ar hraun ið 1978 sem er rík is jörð og
fyrr ver andi prests set ur en kirkj an
er hér enn. Ég er for mað ur sókn ar
nefnd ar og dreif mig í að end ur nýja
það um boð um dag inn svo ég gæti
kos ið bisk up þeg ar þar að kem ur,“
seg ir Guð brand ur glett inn.
Þeg ar Jóna og Guð brand ur koma
að Stað ar hrauni hafði jörð in ver ið í
eyði í nokkurn tíma. Tún voru lít il
og lé leg og sama gilti um húsa kost.
„Við þurft um að byggja allt upp og
flutt um hing að 1979 í nýtt í búð ar
hús. Það var auð vit að svo lít il klikk
un en gekk þó bara þokka lega. Nóg
land rými er til að rækta og upp
bygg ing og end ur nýj un hef ur ver
ið á hverju ári, ann ars yrði bara aft
ur för.“
Stað ar hraun var á sín um tíma
mik il hlunn inda jörð enda prests
set ur eins og fram hef ur kom
ið. Jörð in átti m.a. Hít ar vatn og
Hvals eyj ar en það var þá. „Þeg
ar við hóf um hér upp bygg ing una
sát um við ekki á fúlg um og þurft
um því að stoð. Spari sjóð ur inn og
Kaup fé lag ið björg uðu öllu á þess
um árum svo að ungt fólk gat haf
ið bú skap. Það er mik ið breytt. Við
vor um fyrst með fé og byggð um því
fjár hús í upp hafi. Inn rétt uð um síð
an hluta af því hús næði sem fjós og
búum nú með hvoru tveggja. Hér
eru um fimm hund ruð fjár og tutt
ugu kýr.“ Að spurð ur hvort ein hver
af börn un um hafi á huga á bú skap
seg ir Guð brand ur að í augna blik
inu líti út fyr ir það, hvað sem síð
ar verð ur.
Kíkt á allt mögu legt
Guð brand ur seg ist hafa sýsl að
við allt mögu legt í fé lags mál um og
hafi fljót lega haft af skipti af þeim.
„ Fyrsta op in bera emb ætt ið sem ég
gegndi í þess um geira var að setj ast
í hrepps nefnd í kring um 1980 en
ég var fyrr far inn að kíkja í Lyng
brekku ef eitt hvað var um að vera
þar enda voru á þess um tíma ung
ir bænd ur á hverj um bæ og mik ið af
fólki. Það voru hins veg ar systk in
in frá Skip hyl, þau El ísa bet og Jón
Guð munds börn, sem voru prímus
mót or ar í leik starf inu hér fyrr á tíð.
Þau voru alltaf að setja eitt hvað upp
og ég reyndi gjarn an að koma mér
á svið. Fólk ið mitt vill margt hvert
gjarn an sýna sig,“ seg ir Guð brand
ur með glettn is glampa í aug um.
Hann ger ir ekk ert úr því að hafa
samið neitt sjálf ur. „Það hef ur eitt
og ann að ver ið samið hér í sveit fyr
ir boðs skemmt an ir sem svo eru kall
að ar, en þá bjóða hrepp arn ir heim
til skipt is. Þor kell bróð ir minn hef
ur þá oft samið texta og við sung ið.
Hér í hreppn um hef ur ver ið mjög
góð ur andi alla vega síð an við kom
um hing að og svo höf um við sér
stak lega góða ná granna.“
Bún að ar fé lag
Hér áður fyrr voru bún að ar fé lög í
hverj um hreppi og átti hið sama við
um Hraun hrepp. Fyr ir nokkrum
árum voru bún að ar fé lög in í Borg
ar, Álfta nes og Hraun hreppi
sam ein uð und ir heit inu Bún að
ar fé lag Mýra manna. Guð brand
ur varð fyrsti for mað ur fé lags ins
sem með al ann ars hef ur hald ið úti
lands byggð ar há tíð sem nefnd hef
ur ver ið Mýra eld ar. „Það var eig
in lega Hall dór bóndi í Hundastapa
sem átti hug mynd ina að þess ari há
tíð sem hef ur orð ið lands fræg fyr
ir ým is legt fræð andi, skrít ið og
skemmti legt. Að sjálf sögðu er hún
hald in í fé lags heim il inu okk ar í
Lyng brekku. En við ger um einnig
eitt hvað fyr ir okk ur sjálf í fé lag
inu. För um í ferð ir, karl ar og kerl
ur af bæj un um, sem er gíf ur lega
skemmti legt. Heim sækj um aðra
lands hluta til að sjá hvern ig bænd
ur hafa það vítt og breitt um land ið.
Það er nefni lega aft ur að byggj ast
hér upp á bæj um. Ungt fólk að setj
ast að í hrepp un um, bæði Álfta nes
og Hraun hreppi. Það er skemmti
legt og býð ur upp á fjöl breytt ara fé
lags líf.“
Leidd ist Sankti Pét ur
Í ný legri upp færslu leik deild ar
Umf. Skalla gríms á Skugga Sveini
fór Guð brand ur með burð ar hlut
verk sem Sig urð ur bóndi í Dal.
Hon um lík ar á gæt lega við þessa
per sónu en svo hef ur ekki ver ið um
all ar þær sem hann hef ur leik ið.
„Mér leidd ist Sankti Pét ur. Hann
var ekki mjög lit rík ur og lít ið hægt
að hressa hann við. En Kamm er
ráð ið var ynd is leg ur og leik rit ið,
Æv in týri á göngu för, skemmti legt.
Mik ið sung ið og fjör. Við systk in in
höf um alltaf sung ið tölu vert, marg
ir hafa á gæt ar radd ir og flest höf
um við far ið á svið, brugð ið okk
ur í ýmis hlut verk. Held að það sé
kannski bara einn bróð ir sem ekki
hef ur ver ið með þessa sýn ing ar þörf.
Hins veg ar er eng inn bassi til hjá
okk ur. Við vor um nokk ur í ætt inni
sem úti legu manna kór í Skugga
Sveini. Haft var á orði að þess ir
úti legu menn þættu nokk uð skræk
ir. Við bræð urn ir get um því lík lega
ekki sung ið sam an kvar tett.“
Kór er starf andi á Mýr um sem
heit ir ein fald lega Sam kór Mýra
manna. Þar hef ur Guð brand ur ver
ið með á samt mörg um sín um ætt
ingj um þó að það hafi ekki ver ið
sam fellt. „Það er bara svo gam an að
taka þátt í svona fé lags lífi. Þú verð
ur ekki rík ur af því í aur um talið,
því frek ar eru út gjöld tengd svona
vaf stri, en það gef ur mik ið.“
Séð um fjölg un ina
Fram hef ur kom ið að bræð urn
ir Guð brand ur og Þor kell búa á
sitt hvorri jörð inni, Stað ar hrauni
og Mel. Þeir eiga hvor um sig átta
börn. Á Álftá býr þriðji bróð ir inn
sem einnig á góð an hóp af börn um.
For eldr ar þeirra áttu 12 börn svo
af kom end ur þeirra eru orðn ir vel á
þriðja hundrað ið. „Ég er nú stund
um að hugsa svona í gamni meira
en í al vöru að það hefði orð ið dap
urt hér í hreppn um ef karl inn hefði
ekki flutt að Álftá, þótt að ég hafi
ekki ver ið sátt ur við það til að byrja
með. Það var samt ekki verra en
svo að hér hef ég að eig in vali búið
yfir fjöru tíu ár. Spurn ing hvort ég
sé ekki bara orð inn Mýra mað ur,“
seg ir Guð brand ur Guð brands son
bros andi að end ingu.
bgk
Vildi í fyrstu ekki verða Mýra mað ur
-seg ir Guð brand ur Guð brands son bóndi á Stað ar hrauni
Guð brand ur Guð brands son á Stað ar hrauni er fyrst og fremst bóndi þótt víða hafi
hann kom ið við á öðr um víg stöðv um.
Guð brand ur á æf ingu fyr ir leik rit ið Skugga Sveinn sem leik deild Umf. Skalla
gríms sýndi fyr ir skömmu. Á mynd inni eru einnig Ei rík ur Jóns son og Mar grét
Hild ur Pét urs dótt ir.
Á síð ustu Mýra elda há t ið í góðra vina hópi.
Leik list bygg ir á göml um merg í Álfta nes og
Hraun hrepp um. Systk in in Jón og El ísa bet frá
Skip hyl fóru þar lengi fremst með al jafn ingja.
Hér er aug lýs ing frá Hraun hrepp ing um sem
skýr ir sig sjálf. Teikn ari hef ur lík lega ver ið
Sonja Hans dótt ir sem þá bjó í Lax ár holti.