Gaflari - 10.04.2014, Side 2
2 - gaflari.is
FRÉTTIR Búið er að skipa tíu efstu
sæti lista Bjartrar framtíðar í Hafnar-
firði. Guðlaug Kristjáns dóttir, sjúkra-
þjálfari og formaður BHM, leiðir
listann. Listinn er skipaður fólki úr
ýmsum atvinnugreinum og er jafnt
hlutfall karla og kvenna.
1. Guðlaug Kristjándóttir
Sjúkraþjálfari, Formaður BHM
2. Einar Birkir Einarsson
Kerfisfræðingur, framkvæmdarstjóri
3. Borghildur Sölvey Sturludóttir
Arkitekt
4. Pétur Óskarsson
Rekstrarhagfræðingur, frumkvöðull
og framkvæmdarstjóri
5. Helga Björg Arnardóttir
Klarinettuleikari og tónlistarkennari
6. Matthías Freyr Matthíasson
Námsmaður og barnarverndarstarfs
maður
7. Hörður Svavarsson
Leikskólastjóri og Formaður Íslenska
Ættleiðingarfélagsins
8 . Lilja Margrét Olsen
Héraðsdómslögfræðingur
9. Karólína Helga Símonardóttir
Mannfræðingur, móðir og námsmaður
10. Hlini Melsteð Jóngeirsson
Kerfistjóri og sjéní
Framboðslisti Bjartrar
framtíðar í Hafnarfirði
Skömm að ekki sé hægt að
tryggja öryggi á Sólvangi
FRÉTTIR „Ég lít á þetta sem algjöra
skömm hjá ríkisvaldinu á kjörum
eldri borgara,“ segir Jón Kr. Óskars-
son, formaður Félags eldri borgara
í Hafnarfirði, um þá staðreynd að
ekki sé hægt að tryggja öryggi þjón-
ustunnar og þar með heimilismanna
á Sólvangi samkvæmt úttekt sem
Embætti landlæknis gerði að ósk
velferðarráðuneytisins á starfsemi
Sólvangs.
Á undanförnum árum hafa stjórn-
endur Sólvangs staðið frammi fyrir
miklum niðurskurðarkröfum. Til að
mæta þessum kröfum hefur m.a.
starfsfólki verið sagt upp og vakta-
fyrirkomulagi breytt. Í úttektinni
kemur fram að 14,1% þeirra sem
starfa við hjúkrun eða umönnun á
Sólvangi séu faglærðir hjúkrunar-
fræðingar. Til að tryggja megi öryggi
þjónustunnar þarf hins vegar að lág-
marki 20% starfsfólksins að vera
hjúkrunarfræðingar. Æskilegt sé
hins vegar að 27,67% þeirra sem sinni
hjúkrun og umönnun heimilisfólksins
séu hjúkrunarfræðingar.
Þegar fjöldi faglærðra starfsmanna
er skoðaður í heild sinni kemur í ljós
að á Sólvangi er hlutfall þeirra 44%.
Til að hægt sé að tryggja öryggi þjón-
ustunnar á þetta hlutfall hins vegar
að vera að minnsta kosti 57,13% en
æskilegt er að það sé 77,87%.
Jón Kr. segist líta þessi mál á Sól-
vangi mjög alvarlegum augum og
segir aðstæðurnar óásættanlegar.
„Fjölga þarf starfsfólki, og það strax
en ekki bíða þar þar til ástandið verði
enn verra. Þegar stjórnvöld sýna ekki
meiri skilning á mönnun en raun ber
vitni, kemur það niður á umönnun
heimilisfólks á skammarlegan hátt.“
Hann segir sorglegt að svona sé
komið fyrir starfsemi Sólvangs.
„Sólvangur hefur gegnum tíðina
verið þekktur fyrir frábært starfsfólk
og góða umönnun heimilisfólks. Við
verðum að styðja við bakið á stjórn-
endum Sólvangs til að svo megi aftur
verða.“
Embætti landlæknis tekur í sama
streng og Jón Kr. en í úttektinni sem
embættið gerði fyrir velferðarráðu-
neytið kemur fram að brýnt sé að að
gera stjórnendum á Sólvangi kleift að
fjölga fagfólki á heimilinu svo tryggja
megi fullnægjandi hjúkrun og öryggi
íbúanna.
Gaflari hefur ítrekað óskað eftir
viðbrögðum heilbrigðisráðherra
við úttektinni en þegar blaðið fór í
prentun hafði svar enn ekki borist.
Deilan um
Bæjarbíó
Sest við samn-
ingaborðið
FRÉTTIR Mennta- og menn-
ingar mála ráð uneytið og Hafnar-
fjarðar bær hafa fundað í þeirri
von að hægt sé að ná samn ingum
um áfram hald andi sam starf Kvik-
mynda safns Ís lands og bæjar ins.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
stað festi þetta í sam tali við gafl-
ari.is. Væntir hún þess að Kvik-
mynda safnið verði áfram með
sýningar hluta safns ins í hús næði
Bæjar bíós. Endan leg niður staða
ætti að liggja fyrir innan nokkurra
vikna. Samn inga við ræð urn ar
breyta því ekki að ætlunin er að
semja við nýjan rekstrar aðila að
Bæjar bíói í þeim til gangi að auðga
líf og lit í húsinu. Rætt hefur verið
við þá fjóra aðila sem sóttu um
rekstur Bæjarbíós og mun menn-
ingar- og ferða mála nefnd mun
hitta aftur tvo þeirra þann 29. apríl
næst komandi.
Áslandsskóli
Hafnarfjarðar
meistari
FRÉTTIR Úrslitakeppnin í Veistu
svarið, spurningakeppni grunnskól-
anna í Hafnarfirði, fór fram í Hamar-
sal Flensborgarskólans föstudags-
kvöldið 4. apríl. Lið Öldutúnsskóla
og Áslandsskóla öttu kappi og fjöl-
menntu nemendur skólanna í bænum
til að styðja sína menn. Keppnin var
æsispennandi í ár og réðust úrslit
ekki fyrr en á síðustu spurningu sem
var þríþrautarspurning. Mátti heyra
saumnál detta þegar Árni Stefán
Guðjónsson, dómari og spurninga-
höfundur, tilkynnti hversu mörg stig
liðin fengu og fóru leikar þannig að
lið Áslandsskóla hafði sigur af hólmi
gegn sterku liði Öldutúnsskóla, 24-22.
Í liði Áslandsskóla eru Andri Freyr
Viðarsson, Valur Elli Valsson, Aðal-
steinn Guðmundsson og hefur Garðar
Guðmundsson kennari verið þjálfari
liðsins í vetur.
Guðni Þór Þórsson, Álfgrímur
Gunnar Guðmundsson og Hrafn-
hildur Emma Björnsdóttir skipa lið
Öldutúnsskóla. Ágúst Bjarni Garðars-
son þjálfaði lið Öldutúnsskóla.
Ljósmynd: Hörður Ásbjörnsson