Gaflari - 10.04.2014, Side 7

Gaflari - 10.04.2014, Side 7
gaflari.is - 7 HANDBOLTI Handboltalandslið karla kom saman um síðustu helgi og keppti tvo æfingaleiki gegn Aust- urríkismönnum. Þjálfari Austurríkis- manna er Patrekur Jóhannesson sem einnig er þjálfari Hauka og því var vel við hæfi að fyrri leikurinn færi fram í Schenkerhöllinni, heimavelli Hauka. Í landsliðshópi Íslands að þessu sinni voru sjö Hafnfirðingar. Fjórir þeirra uppaldir hjá Haukunum þeir Aron Rafn Eðvaldsson, Ágeir Örn Hallgrímsson, Stefán Rafn Sigur- mannson og Vignir Savarsson og þrír hjá FH þeir Aron Pálmarsson, Ólaf- ur Andrés Guðmundsson og Ólafur Gústafsson. Þrátt fyrir að hafa oft eldað grátt silfur saman í „baráttunni um Hafnarfjörð“ þá eru þeir samherj- ar fyrir Íslands hönd. Fyrri leikurinn var nokkuð merkileg- ur fyrir þær sakir að bæði Vignir og Ásgeir Örn fengu viðurkenningu fyrir að hafa leikið 200 leiki með íslenska landsliðinu. Leikurinn verður hins vegar seint talinn með betri leikjum íslenska landsliðsins en sigur hafðist og Aron Kristjánsson náði að láta liðið rúlla ágætlega. Í seinni leiknum sem fór fram í Ólafs- vík bauð liðið upp á sinn slakasta leik lengi og töpuðu gegn vel peppuðum Austurríkismönnum. Það jákvæða er þó að flestir í hópnum fengu að spila talsvert. Hafnfirðingarnir sjö snúa nú til sinna félagsliða eftir að hafa hlaðið geym- inn í mekka handboltans á Íslandi. Gaflari tók hús á þremur þessara óskabarna Hafnarfjarðar. Nafn: Ásgeir Örn Hallgrímsson Aldur: 30 ára Félagslið: PSG á leið til Nimmes í Frakklandi Landsleikir: 200 Mörk með landsliði: 323 Uppáhalds staður í Hafnarfirði? Mér hefur alltaf liðið best í Norðurbænum. Furðulegasti leikmaður lands- liðsins? Kári Kristján á þetta skuld- laust. Hvers saknar þú mest úr Hafnar- firði? Haukanna Besta félagslið í heimi? Barcelona Besti hafnfirski handboltamaður allra tíma? Kristján Ara Nánar má lesa á gaflari.is ÍÞRÓTTIR Fimmtudagur ÍH Skínandi 19:00 Lengjubikar karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum. Haukar Akureyri 19:30 Olísdeild karla í handbolta í Schenkerhöllin FH HK 19:30 Olísdeild karla í handbolta í Kaplakrika Föstudagur FH Þór 18:00 Lengjubikar karla í knattspyrnu í Boganum Akureyri ÍH KR 19:30 1. deild karla í handbolta í Strandgata Haukar Valur 19:30 Úrslitakeppni Olísdeildar kvk. í handbolta í Vodafonehöllinni Laugardagur FH Afturelding 13:00 Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á N1-vellinum Varmá Haukar Grindavík 13:30 Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Schenker vellinum Haukar ÍBV 15:30 Lengjubikar karla í knattspyrnu á Schenkervellinum FH ÍBV 15:00 Úrslitakeppni Olísdeildar kvk. í handbolta í Vestmannaeyjum Íþróttaviðburðir helgarinnar 11.–13. apríl Auglýsingasími Gaflara 544 2100 auglysingar@gaflari.is Nafn: Ólafur Andrés Guð- mundsson Aldur: 23 ára Félagslið: IFK Kristianstad í Svíþjóð. Landsleikir: 53 Mörk með landsliði: 48 Uppáhalds staður í Hafnarfirði? Kaplakriki, mér líður alltaf vel þar. Besti samherji í íslenska lands- liðinu? Augljóslega Ólafur Stefáns- son en í núverandi hóp verð ég að segja Alexander Petterson. Ótrúlega fjölhæfur leikmaður sem er góður á báðum helmingum vallarsins. Furðulegasti leikmaður lands- liðsins? Kári Kristján, vegna þess að hann er Eyjamaður og þeir eru alltaf einkennilegir. Besta félagslið í heimi? Lið eins og Kiel, Barcelona og PSG eru öll mjög sterk en ég segi Kiel. Hvers saknar þú helstu úr Hafnar- firði? Fyrir utan fjölskyldunnar þá sakna ég þess að geta ekki farið í jafn góðar sundlaugar og við eigum í Hafnarfirðinum. Besti hafnfirski leikmaður allra tíma? Kristján Arason og Bergsveinn Bergsveinsson. Nafn: Ólafur Gústafsson Aldur: 24 ára Félagslið: Ála- borg í Danmörku Landsleikir: 21 Mörk með landsliði: 43 Uppáhalds staður í Hafnarfirði? Það myndi vera Smyrlahraunið, líður hvergi betur. Besti samherji í landsliðinu? Það er Lexvélin, hann er einfaldlega engum líkur. Einkennilegasti leikmaður lands- liðsins? Björgvin Gústavsson. Hver heitir eiginlega Gústav með v-i? Hvernig er hægt að bæta Hafnar- fjörð? Ég sakna körfuboltavallarins sem var hjá gamla Lækjarskóla. Ég væri til í hann aftur enda mikill street- baller. Besti hafnfirski handboltamaður allra tíma? King Kristján Arason Hafnfirska landsliðið

x

Gaflari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.