Gaflari - 10.04.2014, Side 5
gaflari.is - 5
eftir þér. Og ég nýt þess, mér líður
vel þannig og ég reyni að hugsa sem
minnst um hvað öðrum finnst. Þetta
er hættuleg orka, það er ekkert eðli
legt við hana. Manneskjan vill vera í
hóp, í öryggi og nánum samskiptum.
Fyrir mér er þetta er þetta eitthvað
óskilgreint, eitthvað töfrandi, svona
nokkurs konar áhættufíkn,“ og nú
tekst Arnar á flug í lýsingum á þessum
sterku tilfinningum sem hann upplifir
í leikhúsinu. Hann ber þetta saman
við skíðastökk, þessa tilfinningu að
svífa og lenda vel. „ Þetta er ákveðið
frelsi og jákvæð styrking. Og leiklistin
gefur manni svo sannarlega tækifæri
til að fá útrás fyrir ofvirknina,“ segir
Arnar Dan og dæsir. „Ég fékk hvort
tveggja í Flensborg, bæði jákvæða
styrkingu og útrás. Ég og félagar
mínir endurvöktum leikfélag skólans,
skrifuðum leikrit og settum upp og
fyrirmyndirnar voru Steinn Ármann
Magnússon og Davíð Þór Jónsson.
Þetta var góður tími.“
Ætlaði að verða töffari
Var þetta draumurinn, að verða leik
ari? „Nei. Ég ætlaði aldrei að verða
leikari. Ég ætlaði að verða töffari,“
segir Arnar grafalvarlegur og ég get
ekki annað en hlegið. „ Ég held ég hafi
ekki verið mikið eldri en 16 ára þegar
ég ákvað að ég ætlaði að gera eins
mikið úr þessum ca 80 árum sem eftir
voru. Afi minn var alltaf að segja sögur
af öðrum, hvað aðrir höfðu afrekað,
aldrei hann sjálfur. Ég vil verða gam
all og geta litið til baka og hugsað,
vá Arnar, rosalega nýttir þú þessi
andartök vel.“
Arnar Dan er svo sannarlega að nýta
andartök lífsins vel. Fyrsta leikárið í
Borgarleikhúsinu er að baki og verk
efnin voru ekki af verri endanum.
Arnar horfir til baka þakklátur og
reynslunni ríkari, enda búinn að fá
tækifæri til að spreyta sig á ögr
andi verkum með ólíkum leikstjór
um. „Ég lék í Jeppa á fjalli í leikstjórn
Benedikts Erlingssonar. Það var
rosaleg reynsla að fá senu á móti
Ingvar Sigurðssyni. Ég bókstaflega
elska þennan mann. Hann er svo
góður maður. Þetta var lærdómsríkt
en ég var leitandi og villtur, gríðar
lega óöruggur enda stal Arnmundur
vinur minn senunni. Þarna kynntist
ég samkeppni og það tók mig tvo
tíma að kyngja þessu. Ég var aldrei
gramur, ég kann að samgleðjast. Svo
kom Refurinn, á litla sviðinu en þar
fann ég mig betur. Þegar kom svo að
því að sýna Furðulegt háttalag hunds
þá kem ég í vinnuna fullur sjálfstraust
og er í raun skammaður fyrir að vera
of duglegur. Maður verður víst að vera
mátulega kærulaus í þessu starfi. En
mikið hafði ég gaman af þessu leik
verki, falleg saga, flott leikgerð og
það var mikil reynsla að vinna með
Hilmari Jónssyni. Ég get haldið áfram
að telja upp áhugaverð verkefni, því
ég fór með Vesturport til Svíþjóðar og
svo var það Noah. Burtséð frá gæðum
myndarinnar þá var þetta mikil lífs
reynsla. Umstangið í kringum þetta
var stjarnfræðilegt. Þarna náði ég
mér í eitt X í kladdann fyrir þessi 80
ár sem ég hef, ég meina hversu kúl er
það að hafa talað við Anthony Hop
kins,“ spyr Arnar og nú leikur hann fyrir
mig orðaskipti þeirra og ég get ekki
annað en smitast af gleðinni.
Leiklistin er landamæra-
laus
Arnar segir ýmislegt í deiglunni og
tækifærin víða að finna. Hann gæti
vel hugsað sér að fara til Eistlands og
læra agaðan rússneskan leik eða til
Ítalíu með kærustunni, Sigríði Soffíu
Hafliðadóttur, hún til að læra óperu
söng, hann að læra trúðsleik. Í hans
huga er leiklistin landamæralaus. „Við
höfum mörg dæmi sem sanna að ís
lensk leiklist er ekki einangruð. Gísli
Örn er orðinn listrænn ráðgjafi hér og
þar um heiminn, Ólafur Darri, Ingvar
Sig, Þorvaldur Davíð eru allir með um
boðsmenn og sinna verkefnum bæði
í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ég er
t.d. alveg heillaður af danskri kvik
myndagerð, það er svo mikið hjarta í
dönskum bíómyndum og þeim tekst
að búa til listaverk úr góðum sögum.
En hvort það er draumurinn að leika
í einhverri stórmynd, sprengjuhasar
og látum, það stórefa ég. Markmið
ið er ekki að verða frægastur, þá er
maður að byrja á öfugum enda. Það
er svo villandi og innantómt að ætla
sér að afreka eitthvað fyrir hina. Þá
ertu aldrei hamingjusamur í núinu.“
Langar að skrifa bók, gera
bíómynd, búa til plötu og
setja upp leiksýningu!
Og það er margt sem þessum unga
listamanni langar til að gera og honum
er í lófa leikið að kljást við hin ólíku
listform. Framundan er talsetning
teiknimynda og nú um páskana hefj
ast tökur á tveimur nýjum íslenskum
kvikmyndum. Í sumar langar Arnari að
setja upp frumsaminn einleik. Arnar
er hins vegar ánægður í Borgarleik
húsinu og markmiðið er að leika og
þroskast sem leikari. Draumurinn er
svo að setja upp sýningu í Hafnarfirði.
„Hafnarfjörður hefur alla burði til að
verða leikhúsbær líkt og Akureyri er
til dæmis. Hér er rík leikhúshefð og
þá væri gaman að segja hafnfirskar
sögur sem draga bæjarbúa í leikhús.
Unglingurinn er gott dæmi um slíkt
verk, um unga stráka í Hafnarfirði.
Frábær sýning í alla staði. Einhvern
tímann langar mig að taka við Gaflara
leik hús inu.“
Arnari dreymir um margt og sköp
unargleðin virðist ekki eiga sér nein
takmörk. Það er því margt á todo
listanum hjá Arnari, því hann langar
að skrifa bók, gera bíómynd, setja
upp leiksýningu og taka upp plötu.
Og þegar hér er komið við sögu
grípur Arnar gítarinn og spilar fyrir
mig frumsamin lög um kærustuna og
ástina og lífið og það er alveg ljóst
að tónlistarmaðurinn Arnar Dan er
við það að springa út. Ég féll í það
minnsta í stafi við einlægan flutning,
falleg lög og kraftmikla rödd.
Maður má aldrei fara á
þann stað að maður mæti
bara með inniskóna sína
Arnar og Sigga Soffía eru búin að
koma sér vel fyrir í miðbæ Reykjavík
ur, mitt í hringiðu menningar og lista.
Þau sækja líka fast í menningarlífið,
fara í leikhús, bíó og tónleika. Lífið og
listin er þeirra og um leið og þau heita
því að fara vel með hæfileikana og
hvort annað þá vita þau líka að það má
ekki staðna. Það er eitt af því fáa sem
Arnar hræðist í lífinu. Að hætta að
finna þessa jákvæðu orku og löngun
til að segja sögu. „Maður má aldrei
fara á þann stað að maður mæti með
inniskóna sína, fái sér kaffi og koma
sér bara þægilega fyrir á sviðinu. Í
mínum huga er ekkert fallegra en að
sjá Kristbjörgu Kjeld mæta í leikhús
ið eins og hún sé að koma þangað í
fyrsta sinn. Hún hefur enn þennan
neista og er svo lifandi og tilbúin til
að búa til eitthvað fallegt.“
Arnar óttast það einnig að missa
ástvin. „Ég er auðvitað hræddur við að
mæta lífinu í sinni grimmustu mynd,
eins og þegar Ríkharður Karlsson,
góður kunningi minn, lést á vofeif
legan hátt fyrr í vetur. Það var kaldur
raunveruleikinn sem blasti við manni
þá og mikið var það sárt. Margir áttu
um sárt að binda, en þá var gott að
finna kærleikann og samstöðuna í
Hafnarfirði.“
En hvernig skyldi hann sjálfur kom
ast í gegnum lífið? Leiklistin er jú
harður heimur og þær eru margar
freistingarnar sem ber að varast.
Og verður endalaust hægt að ganga
að þessum orkubrunni vísum? Arnar
viðurkennir að svo sé ekki og að hann
hafi t.a.m. gengið í gegnum ákveðna
erfiðleika þegar hann glímdi við þrálát
meiðsl á hné og þurfti að forgangs
raða upp á nýtt. „Maður gerir þetta
ekki fyrir klappið, en það er geðveikt
gaman að fá klappið,“ segir Arnar.
„Maður gefur sig allan í hverja sýn
ingu og þetta sogar til sín mikla orku.
Ég reyni að fara vel með mig. Ég sæki
mér orku upp í fjall, fer í Bláfjöll eða
Skálafell og renni mér á snjóbretti.
Þar leik ég mér endalaust og þar líður
mér vel.“