Gaflari - 10.04.2014, Side 4
4 - gaflari.is
Við Arnar mæltum okkur mót á
stútfullu og hávaðasömu kaffihúsi
niður í bæ og það leið ekki á löngu
þar til við gefumst upp á símalandi
Norðmönnunum við hlið okkar og
stökkvum yfir í hús Arnars sem er í
næstu götu, ég á hælunum og hann á
hjólabrettinu. Arnar var að koma úr
ræktinni og það er fríkvöld framund-
an hjá honum en þessa dagana er hann
að leika í sýningu Borgarleikhússins,
Furðulegt háttalag hunds um nótt.
Arnar segist vera afskaplega lán-
samur og fá mörg tækifæri á sviði
leikhússins.
„Ég er búinn að vera rosalega hepp-
inn. Ég var í sálfræði í HÍ og gekk bara
vel, en datt í hug á síðustu stundu að
fara í prufur í Leiklistarskólanum. Ég
fór með nokkra mónólóga sem ég rétt
kíkti á og ég komst inn. Þetta voru
bara einhverjir persónutöfrar sem
ég notaði þarna, svipaðir þeim sem
ég notaði hjá Guðnýju frönskukennara
í Flensborg,“ segir Arnar og hlær. „Ég
kunni ekki orð í frönsku. En ég kann
að umgangast fólk og ég hef alltaf
haft gaman af samskiptum fólks á
jafnréttisgrundvelli. Ég er félagslega
sterkur og nýt þess að ögra fólki.“
Hef sjaldan farið í prufur
og ekki fengið hlutverk
Óhætt er að segja að lífið hafi leikið
við Arnar í Leiklistarskólanum og hann
naut sín vel í hópi ungra og kraftmik-
illa samnemenda sinna. „ Við vorum
flottur bekkur og settum t.d. Íslands-
met í nýskráningu í leikhúsin því sjö af
tíu í hópnum fengu samning strax að
námi loknu. Ég var þarna stútfullur
af drífandi orku og naut þess að sýna
mig. Það var líka strax tekið eftir mér
því tenging skólans við leikhúsin er
mjög sterk þannig ég gat valið hvert
ég vildi fara strax eftir 2. sýningu í
nemendaleikhúsinu. Ég valdi Borgar-
leikhúsið af því að þar þekkti ég fólk,
vinur minn Sigurður Þór Óskarsson er
þar og mér fannst stefna Magnúsar
Geirs Þórðarsonar mjög áhugaverð.
Ég vildi bara fá að leika nógu andskoti
mikið og ég er búinn að vera stöðugt
að síðan. Og ég hef verið heppinn. Ég
fór t.d. í prufu fyrir stórmyndina Noah
sem tekin var upp hér á landi og fékk
hlutverk. Við Jóhannes Haukur leikari
erum enn að þrasa um hvort við séum
í myndinni eða ekki,“ segir Arnar hlæj-
andi. „Það skiptir í raun engu máli, það
var bara frábært að fá tækifæri til
að vinna með þessu fólki. En ætli við
séum ekki þarna einhvers staðar…“
En hvað skyldi hafa kveikt þennan
mikla áhuga á leiklistinni? „Í mínum
huga hefur leiklistin mikla fegurð,
hún er síbreytileg og rannsakandi.
Ég hef í raun kynnst sjálfum mér upp
á nýtt. En það sem togaði í mig helst
var athyglissýkin. Þú finnur það strax
hvort þú nýtur þess að það sé tekið
Markmiðið aldrei að
verða frægastur
GAFLARI VIKUNNAR
Arnar Dan Kristjánsson er ungur og efnilegur leikari hjá Borgarleikhúsinu. Hann útskrifaðist úr
leiklistardeild LHÍ fyrir ári síðan og hefur fyrsta ár hans í leiklistinni verið ævintýri líkast. Framundan
eru ótal spennandi verkefni, þ.á.m. að leika í tveimur nýjum íslenskum kvikmyndum sem tökur
hefjast á nú um páskana.
Arnar Dan Kristjánsson leikari er gaflari vikunnar