Gaflari - 09.05.2014, Síða 8

Gaflari - 09.05.2014, Síða 8
8 - gafl ari.is Auglýsingasími Gaflara 544 2100 auglysingar@gaflari.is TILVERAN Menntun? BA í sagnfræði. Starf? Bókaútgefandi. Hvaða bók er á náttborðinu? Maður að nafni Ove og Verjandi Jakobs Eftirlætis kvikmyndin? Engin ein en ég hef t.d. mjög gaman að myndum Tarantino og Scorsese. Play-listinn í ræktinni? Stunda ekki ræktina en þegar ég hleyp hlusta ég á AC/DC. Fallegasti staðurinn í Hafnarfirði? Akurgerði. Eftirlætis maturinn? Lamb er alltaf gott og sama má segja um vel grillaða nautasteik. Eftirlætis húsverkið? Þvottur er eitthvað sem ég ræð auðveldlega við. Er líka liðtækur á gufustraujárninu. Ertu í einhverskonar félagi eða fé- lagsskap? Já, nokkrum. Hver eru helstu áhugamál þín? Lestur góðra bóka, útivera og göngur, kvikmyndir og fótbolti. Hvað gefur lífinu gildi? Fjölskyldan, vinirnir, góð heilsa, gleði og jákvæðni. Hvað var það sem heillaði þig við Rósu? Rauða hárið. KÍKT Í KAFFI Gaflarinn hefur undanfarið í kíkt í kaffi til betri helminga oddvita þeirra flokka sem bjóða fram í Hafnarfirði. Nú er röðin komin að Jónasi Sigurgeirssyni en hann og Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, hafa verið samstíga í lífsins ólgusjó undanfarna áratugi. Rauða hárið heillaði Hollráð Steinars Maísólin skín skært þessa dag- ana. Margir nýttu sér þjónustu bæjarins í vikunni til að fjar- lægja garðaúrgang en garð- verkum lýkur aldrei. Steinar hjá Skógræktinni heldur áfram að gefa lesendum góð ráð fyrir garðinn. Áburðargjöf Allur gróður þarf næringu sér til vaxtar og viðhalds. Tilvalið er að bera tilbúið áburðar- kyrni, t.d. blákorn, á garðinn núna. Dreifið því vel. Berið á grasflatir, trjá- og runnabeð ásamt beðum með fjölærum jurtum. Betra er að bera lítið á en gera það oftar yfir sumarið heldur en að bera mikið á í eitt sinn. Áburðurinn leysist smátt og smátt upp með regnvatni. Ef ekki rignir næstu daga eft- ir áburðargjöf borgar sig að vökva. Sjá nánar á gaflari.is Í spilaranum Hvað er í spilaranum hjá Arnari Gíslasyni? Lára Rúnarsdóttir skoraði á eiginmann- inn Arnar Gíslason. Arnar er á fullu með Pollapönkurum í Eurovision-keppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn. Arnar er himin- lifandi yfir árangri pönkaranna en jafnframt spenntur fyrir úrslita- kvöldinu. Hann segir þó aðalatriðið að hafa gaman af því að vera með og njóta upplifunarinnar. „Ég er að hlusta á Íkorna, alveg stórkost- lega plötu eftir Stefán Örn Gunnlaugsson. Þetta er alveg heimsins besta músík. Svo er ég líka að hlusta á Bon Iver og hef gert síðan síðasta plata kom út. Mig langar til að skora á Íkorn- ann sjálfan, Stefán Örn. Hann er öflugur tónlistarmaður og að sjálfsögðu Hafn- firðingur .“ Hvernig kynntust þið? Við kynnt- umst á veitingastaðnum Horninu. Komum þangað hvort í sínu lagi með vinum okkar fyrir 24 árum og höfum verið saman síðan. Helsti kostur Rósu? Hún er skynsöm, góðgjörn og traust. Helsti galli Rósu? Vill stundum að hlutirnir gerist í gær. Deilið þið sömu stjórnmálaskoðun? Já, að mestu leyti. Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst frá Rósu? „Geturðu keypt ýsu og spínat á leiðinni heim?“ GAFLARI MÆLIR MEÐ... Bústi til að byrja daginn á, sem endist al- veg fram að há- degi í maganum. Setjið saman í blandara: 3 dl létt ab-mjólk, ½ banana, 1 ½ dl frosin bláber og 1 ½ tsk chia-fræ – verði ykkur að góðu. Samverustund- um með þeim sem eru þér kærastir. Það er tilvalið að nota sumarið til að hitta fjölskyldu og vini. Koma saman, spjalla, hlæja og borða góðan mat, grípa í spil eða fara í útileiki. Já sumarið er tíminn…

x

Gaflari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.