Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.01.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 23.01.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. janúar 2014 Sign gaf út plötuna Hermd Útgáfutónleikar Austurbæ 13. febrúar Þann 13. febrúar heldur hafnfirska hljómsveitin Sign útgáfutónleika í Austurbæ til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar „Hermd“. Platan sú kom út rétt fyrir seinustu jól og er þeirra fyrsta plata síðan „The Hope“ kom út árið 2007, en í millitíðinni hefur Ragnar Zolberg forsprakki hljómsveitarinnar bæði gefið út sólóplötur og verið að spila og taka upp með sænsku prog­metal hljómsveitinni Pain of Salvation. Hermd er þyngsta verk hljómsveitarinnar. Platan var tekin upp af upptökustjóranum Daniel Bergstrand sem á mikinn heiður af hljómnum hjá Mes­ huggah, In Flames, Strapping Young Lad, Soilwork ofl. Platan hefur fallið mjög vel í kramið hjá Sign aðdáendum víða um heim. Leo Margarit trommuleikari Pain of Salvation leikur á trommur á þessari plötu en hann mun einnig leika á útgáfu­ tónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. „Öll Sign klíkan kemur þarna fram til að spila plötuna í heild sinni, það eru um 10 manna hópur. Þetta verða án efa merk­ ustu og flottustu tónleikar sem við höfum nokkurn tímann haldið,“ segir Ragnar Zolberg. Umsókn um styrk úr Minningarsjóði hjónanna Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar, læknis í Hafnarfirði Minningarsjóður Helgu og Bjarna hefur þann tilgang að veita styrki til að hlúa að hagsmunamálum og velferð barna í Hafnarfirði allt að 18 ára aldri. Í skipulagsskrá sjóðsins segir að „einkum skulu veittir styrkir til starfsemi á vegum einstaklinga, samtaka, fyrirtækja og opinberra aðila, sem veita börnum, sem eiga við erfiðleika að etja vegna fötlunar, sjúkdóma eða félagslegra aðstæðna, þjónustu og aðstoð.“ Stjórn Minningarsjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum úr sjóðnum. Umsóknareyðublöð má sækja veffanginu www.bjarnioghelga.is Umsóknir merktar „Minningarsjóður Helgu og Bjarna“ þurfa að berast Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar fyrir 14. febrúar n.k. Stjórn Minningarsjóðsins Uppbygging íþróttamannvirkja Stóru íþróttafélögin í bænum hafa lengi búið við ófullnægjandi aðstöðu. Um það efast enginn sem kynnir sér stöðuna. Þau hafa því eðlilega barist fyrir því að geta byggt upp og betr­ um bætt sín svæði. Í því árferði sem ríkir er það bæjarsjóði um megn að leggja fjármuni til þessara þörfu fram­ kvæmda. Því hefur ríkt kyrrstaða og stöðnun um árabil. Nýrra leiða leitað Forráðamenn félag­ anna hafa þó ekki lagt árar í bát, og hafa að undanförnu kannað og kynnt sér ýmsar leiðir til að koma hreyfingu á hlutina. Vænlegasta leiðin sem undir­ ritað ur hefur heyrt af er að félög­ in sjái sjálf um að byggja mann­ virkin í samstarfi við fjársterka aðila, t.d. fasteignafélög eða lífeyrissjóði. Bæjarfélagið myndi svo leigja aðstöðuna fyrir skóla­ íþróttir og styrkja félögin með tíma kaupum líkt og í annarri íþrótta aðstöðu í bænum. Vissu­ lega fylgir þessu kostnaður fyrir bæjarfélagið, þeim peningum verður þó varla betur varið en í æsku Hafnarfjarðar. Jafnvel mætti sleppa við dýrar byggingar við suma af grunnskólunum með þessu fyrirkomulagi, og þá fara tölurnar að líta nokkuð vel út. Kostirnir Margir kostir fylgja þessu fyrirkomulagi, fjár­ magns kostnaður yrði minni, fjárbinding sveit arfélagsins einnig, fyrir utan að bærinn fengi vart lán til þessara hluta. Við getum ímynd að okkur hvort ekki hefði verið betra að láta einkaaðila byggja Ásvallalaugina og borga fasta fyrirfram ákveðna leigu til langs tíma. Fremur en að taka allt að láni í erlendri mynt, missa verkefnið langt fram úr áætlun. Og sitja uppi með gífurlega fjárfestingu sem ein og sér væri sligandi fyrir bæjarsjóð. Ég tel að Hafnar fjarð­ ar bær eigi sem fyrst að fara í það af fullum krafti. Að kanna þessa leið til hlítar, með íþróttafélög un­ um í bænum. Staðan bíður ekki upp á að hafna neinum kostum fyrirfram. Brjótumst úr kyrr­ stöðunni, og byggjum betri bæ. Höfundur er framkvæmda­ stjóri og frambjóðandi í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðis flokksins. Skarphéðinn Orri Björnsson Sólvangur Harmar fækkun starfsfólks Stjórn Hollvinasamtaka Sól­ vangs harmar þá fyrirsjáanlegu stöðu sem upp er komin á Sólvangi. Niðurskurður síðustu ára hefur haft í för með sér fækkun starfsfólks á sama tíma sem heimilismönnum á Sól­ vangi hefur fjölgað. Á síðustu árum hefur marg­ sinnis verið varað við því að þessi staða sem nú er komin upp á Sólvangi yrði að veru­ leika. Þetta ástand var fyrirséð m.a. með lokun St. Jósefsspítala þar sem starfsfólki fækkaði og sam legðaráhrif hurfu. Nú hefur komið upp á yfirborðið að lang­ varandi niðurskurður á Sól­ vangi er að bitna á heimilisfólki og starfsfólki sem vinnur undir miklu álagi. Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir hafa stjórnvöld og bæjaryfirvöld ekki staðið vörð um heilbrigðis­ stofnanir í bænum. Hollvinasamtökin skora á heil brigðisyfirvöld að meta fjár þörf Sólvangs og mæta henni svo heimilismenn geti búið við sömu lífskjör og aðrir í landinu. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnar- fjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verk efna og viðburða á sviði menningar- og lista í Hafnarfirði. Listamenn, áhugamenn um menningu og viðburði, stofnanir og félagasamtök eru hvattir til að senda inn umsóknir. Umsóknareyðublöð eru á www.hafnarfjordur.is, undir íbúagátt/umsóknir. Athugið að til þess að sækja um þarf að skrá sig á íbúagátt bæjarins. Aðstoð við skráningu er hægt að fá hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma 585 5500. Skilafrestur er til 24. febrúar 2014. MENNINGARSTYRKIR TIL VERKEFNA OG VIÐBURÐA

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.