Fjarðarpósturinn - 23.01.2014, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 23. janúar 2014
Íþróttir
Handbolti:
25. jan kl. 16, Strandgata
ÍH - Þróttur
1. deild karla
28. jan. kl. 19.30, Fylkishöll
Fylkir Haukar
úrvalsdeild kvenna
28. jan. kl. 19.30, Digranes
HK FH
úrvalsdeild kvenna
Körfubolti:
23. jan. kl. 19.15, Ásvellir
Haukar - ÍR
úrvalsdeild karla
29. jan. kl. 19.15, Stykkish.
Snæfell Haukar
úrvalsdeild karla
Handbolti úrslit:
Konur:
Haukar HK: 2825
FH Stjarnan: 2226
Stjarnan Haukar: 2318
Fram FH: 3116
Karlar:
Haukar 2 ÍBV: 2136
Körfubolti úrslit:
Konur:
Haukar Valur: (miðv.dag)
Fjölnir Haukar: 4587
KR Haukar: 5286
Karlar:
Þór Þ. Haukar: 7368
Grindavík Haukar: 9160
Körfubolti
Haukastúlkur
í undanúrslit
Haukar sigruðu 1. deildarlið
Fjölnis 8745 í 8 liða úrslitum
bikarkeppni kvenna.
– B Í L AV E R K S T Æ Ð I – VA R A h L u T I R o g V I Ð g E R Ð I R –
FR
U
M
www.bilaraf.is bilaraf@bilaraf.is Bílaraf ehf. Strandgata 75 220 Hafnarfjörður
Hemlahlut ir, kúpl ingar, startarar, al ternatorar, rafgeymar, bi lanagreiningar o.f l . o.f l .
Sími 564 0400
Bóndadagstilboð
23. - 25. janúar
Linnetsstíg 1 • sími 565 5250 • www.tilveranrestaurant.is
Ofnbakað lambafile með bernaisesósu og
bakaðri kartöflu. Heimalöguð súkkulaðimús
kr. 3.990,-
Steikt rauðspretta með
camenbert, rækjum og humarsósu.
Heimalöguð súkkulaðimús
kr. 3.490,-
Minni þvætting
– meiri þátttöku
Hafnfirðingar kalla eftir meiri aðild að ákvörðunum.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
býður til opins fundar laugardaginn 25. janúar n.k.
í félagsheimilinu á Strandgötu 11.
Fundurinn hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 13:00.
Á dagskrá fundarins verður:
1. Aukin aðkoma
2. Hópur um samsetningu framboðs valinn.
Allir velkomnir.
Stjórn VG í Hafnarfirði
– vegur til framtíðar
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði
Pétur Gautur í framboð
Pétur Gautur myndlistarmaður
gefur kost á sér í prófkjöri Sjálf
stæðisflokksins.
Pétur Gautur nam listasögu við
Háskóla Íslands, lærði málaralist í
Myndlista og handíðaskóla
Ís lands og nam leikmyndahönnun
í Statens Teaterskole í Kaup
mannahöfn. Hann er giftur Berg
lindi Guðmundsdóttur landlags
arkitekt á skipulags og byggingar
sviði Hafnarfjarðar og eiga þau
saman þrjú börn.
Stefnumál Péturs Gauts eru fjöl
mörg. „Þau helstu eru: Virkjum
grunn skólana. Hámark 20 börn í
bekk í grunnskóla. Ekki 30 eins og
t.d. er núna í Lækjarskóla. Mennt
un barnanna okkar er mikilvægasta
fjár festingin. Virkjum ferðaþjón
ustuna. Hættum að selflytja ferða
menn úr farþegaskipunum út úr
bænum. Krýsuvíkin, hverirnir,
Reykja nesið, álfarnir, víkingarnir,
náttúran og hraunið hafa allt til
brunns að bera að vera litli spenn
andi gullni hringurinn fyrir alla þá
sem ekki hafa tíma til að fara í
þann stóra. Sem eru t.d. flestir
ráðstefnu gestir landsins. Hugsum
grænt. Virkjum Hafnarfjörð.
Skemmtum okkur í heimabyggð.
Eflum lífið í bænum, lífgum upp á
miðbæjarlífið með aukinni versl
un og veitingastöðum. Gerum
Flens borgarhöfn að eftirsóttu
svæði með veitingahúsum, kaffi
hús um, vinnustofum, opnum fisk
markaði og sérverslunum. Virkj
um Hellisgerði sem er fallegasti
skrúðgarður landsins. Færum jóla
þorpið okkar fræga í garðinn og
eflum hann ár frá ári og búum til
flottasta jólaþorp í heimi.
Nú tímavæðum Hellisgerði og
setj um um leið garðinn í toppstand
fyrir 100 afmælið hans. Höldum
bæjarhátíð sem allir öfunda okkur
af. Hátíð t.d. tengda hafinu eða
endurvekjum Jónsmessuhátíðina í
Hellisgerði. Fyllum bæinn af
fólki, oft á ári.“
Nýr framkvæmdastjóri
ráðinn í Höfn
Stjórn Öldrunarmið stöðvar
innar Hafnar undirritaði í síðustu
viku ráðningasamning við nýjan
framkvæmdastjóra, Sigríði
Ólafs dóttur sem valin var úr hópi
20 umsækjenda. Sigríður tekur
við af Kristjáni Guðmundssyni
sem hefur verið framkvæmda
stjóri Hafnar frá stofnun og hefur
verið farsæll stjórnandi og
þakkaði stjórnin hans fórnfúsa
starf.
Sigríður Ólafsdóttir er mennt
uð félagsráðgjafi, hefur masters
próf í félagsvísindum og lokið
diplómanámi í starfsmanna
stjórn un. Hún hefur m.a. starfað
hjá Tryggingastofnun ríkisins
sem framkvæmdastjóri þjónustu
og rekstrarsviðs og verið for
stöðumaður þjónustumiðstöðvar
og þjónustuíbúða á vegum
Reykja víkurborgar að Norður
brún. Nú síðast hjá Hrafnistu þar
sem hún hefur unnið í samvinnu
við Reykjavíkurborg að undir
búningi að byggingu nýrrar
þjón ustumiðstöðvar fyrir eldri
borg ara við Sléttuveg í Reykja
vík.
F.v.: Gylfi Ingvarsson, Gunnar Hólmsteinsson, Geir Jónsson, Kristín
Gunn björnsdóttir, Geir Hauksson, Linda Baldursdóttir, Sigurður
Magnússon, Sigríður Ólafsdóttir verðandi framkvæmdastjóri, Unnur
Birna Magnúsdóttir og Kristján Guðmundsson.