Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.01.2014, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 23.01.2014, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 23. janúar 2014 Íþróttir Handbolti: 25. jan kl. 16, Strandgata ÍH - Þróttur 1. deild karla 28. jan. kl. 19.30, Fylkishöll Fylkir ­ Haukar úrvalsdeild kvenna 28. jan. kl. 19.30, Digranes HK ­ FH úrvalsdeild kvenna Körfubolti: 23. jan. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - ÍR úrvalsdeild karla 29. jan. kl. 19.15, Stykkish. Snæfell ­ Haukar úrvalsdeild karla Handbolti úrslit: Konur: Haukar ­ HK: 28­25 FH ­ Stjarnan: 22­26 Stjarnan ­ Haukar: 23­18 Fram ­ FH: 31­16 Karlar: Haukar 2 ­ ÍBV: 21­36 Körfubolti úrslit: Konur: Haukar ­ Valur: (miðv.dag) Fjölnir ­ Haukar: 45­87 KR ­ Haukar: 52­86 Karlar: Þór Þ. ­ Haukar: 73­68 Grindavík ­ Haukar: 91­60 Körfubolti Haukastúlkur í undanúrslit Haukar sigruðu 1. deildarlið Fjölnis 87­45 í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna. – B Í L AV E R K S T Æ Ð I – VA R A h L u T I R o g V I Ð g E R Ð I R – FR U M www.bilaraf.is bilaraf@bilaraf.is Bílaraf ehf. Strandgata 75 220 Hafnarfjörður Hemlahlut ir, kúpl ingar, startarar, al ternatorar, rafgeymar, bi lanagreiningar o.f l . o.f l . Sími 564 0400 Bóndadagstilboð 23. - 25. janúar Linnetsstíg 1 • sími 565 5250 • www.tilveranrestaurant.is Ofnbakað lambafile með bernaisesósu og bakaðri kartöflu. Heimalöguð súkkulaðimús kr. 3.990,- Steikt rauðspretta með camenbert, rækjum og humarsósu. Heimalöguð súkkulaðimús kr. 3.490,- Minni þvætting – meiri þátttöku Hafnfirðingar kalla eftir meiri aðild að ákvörðunum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð býður til opins fundar laugardaginn 25. janúar n.k. í félagsheimilinu á Strandgötu 11. Fundurinn hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 13:00. Á dagskrá fundarins verður: 1. Aukin aðkoma 2. Hópur um samsetningu framboðs valinn. Allir velkomnir. Stjórn VG í Hafnarfirði – vegur til framtíðar Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Pétur Gautur í framboð Pétur Gautur myndlistarmaður gefur kost á sér í prófkjöri Sjálf­ stæðisflokksins. Pétur Gautur nam listasögu við Háskóla Íslands, lærði málaralist í Myndlista­ og handíðaskóla Ís lands og nam leikmyndahönnun í Statens Teaterskole í Kaup­ mannahöfn. Hann er giftur Berg­ lindi Guðmundsdóttur landlags­ arkitekt á skipulags­ og byggingar­ sviði Hafnarfjarðar og eiga þau saman þrjú börn. Stefnumál Péturs Gauts eru fjöl­ mörg. „Þau helstu eru: Virkjum grunn skólana. Hámark 20 börn í bekk í grunnskóla. Ekki 30 eins og t.d. er núna í Lækjarskóla. Mennt­ un barnanna okkar er mikilvægasta fjár festingin. Virkjum ferðaþjón­ ustuna. Hættum að selflytja ferða­ menn úr farþegaskipunum út úr bænum. Krýsuvíkin, hverirnir, Reykja nesið, álfarnir, víkingarnir, náttúran og hraunið hafa allt til brunns að bera að vera litli spenn­ andi gullni hringurinn fyrir alla þá sem ekki hafa tíma til að fara í þann stóra. Sem eru t.d. flestir ráðstefnu gestir landsins. Hugsum grænt. Virkjum Hafnarfjörð. Skemmtum okkur í heimabyggð. Eflum lífið í bænum, lífgum upp á miðbæjarlífið með aukinni versl­ un og veitingastöðum. Gerum Flens borgarhöfn að eftirsóttu svæði með veitingahúsum, kaffi­ hús um, vinnustofum, opnum fisk­ markaði og sérverslunum. Virkj­ um Hellisgerði sem er fallegasti skrúðgarður landsins. Færum jóla­ þorpið okkar fræga í garðinn og eflum hann ár frá ári og búum til flottasta jólaþorp í heimi. Nú tímavæðum Hellisgerði og setj um um leið garðinn í toppstand fyrir 100 afmælið hans. Höldum bæjarhátíð sem allir öfunda okkur af. Hátíð t.d. tengda hafinu eða endurvekjum Jónsmessuhátíðina í Hellisgerði. Fyllum bæinn af fólki, oft á ári.“ Nýr framkvæmdastjóri ráðinn í Höfn Stjórn Öldrunarmið stöðvar­ innar Hafnar undirritaði í síðustu viku ráðningasamning við nýjan framkvæmdastjóra, Sigríði Ólafs dóttur sem valin var úr hópi 20 umsækjenda. Sigríður tekur við af Kristjáni Guðmundssyni sem hefur verið framkvæmda­ stjóri Hafnar frá stofnun og hefur verið farsæll stjórnandi og þakkaði stjórnin hans fórnfúsa starf. Sigríður Ólafsdóttir er mennt­ uð félagsráðgjafi, hefur masters­ próf í félagsvísindum og lokið diplómanámi í starfsmanna­ stjórn un. Hún hefur m.a. starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins sem framkvæmdastjóri þjónustu­ og rekstrarsviðs og verið for­ stöðumaður þjónustumiðstöðvar­ og þjónustuíbúða á vegum Reykja víkurborgar að Norður­ brún. Nú síðast hjá Hrafnistu þar sem hún hefur unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg að undir­ búningi að byggingu nýrrar þjón ustumiðstöðvar fyrir eldri borg ara við Sléttuveg í Reykja­ vík. F.v.: Gylfi Ingvarsson, Gunnar Hólmsteinsson, Geir Jónsson, Kristín Gunn björnsdóttir, Geir Hauksson, Linda Baldursdóttir, Sigurður Magnússon, Sigríður Ólafsdóttir verðandi framkvæmdastjóri, Unnur Birna Magnúsdóttir og Kristján Guðmundsson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.