Fjarðarpósturinn - 23.01.2014, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9 Fimmtudagur 23. janúar 2014
Gummi Valda 75 ára
Starfaði frá 13 ára aldri hjá bænum
Margir kannast við Gumma
Valda, Guðmund Valdimarsson,
sem starfaði hjá Hafnarfjarðarbæ
í rúm 56 ár. Hann sinnti ýmsum
störfum hjá Áhaldahúsinu, síðar
þjónustumiðstöðinni, var lengi
með Bergsveini yfirverkstjóra
en sópaði og snyrti miðbæinn á
lokaárunum hjá bænum. Hann
hætti þar 70 ára.
Arnbjörn Leifsson, fyrrum
lög regluþjónn, og fjölskylda
hans hefur sinnt Gumma í um
20 ár en kynni þeirra hófust þá
þegar Gummi hafði áhuga á að
læra á bíl. Það gerði hann og fer
allrar sinnar ferðar nú á bílnum.
Fjölskylda Arnbjörns hélt
Guð mundi veislu um helgina er
hann varð 75 ára en hann hefur
samglaðst með þeim á stór
hátíðum og í fimm utanlands
ferðum.
Afmælisbarnið, Guðmundur Valdimarsson, með rauða bindið, í góðum vinahópi á afmælisdaginn.
Verðlaunahafar í Víðistaðaskóla
Hugmyndaríkt ungt fólk
Nemendur úr 9. bekk Víði
staðaskóla hlutu verðlaun í verk
efni Landsbyggðarvina sem ber
heitið Heimabyggðin mín –
Nýsköpun, heilbrigði og for
varnir.
Meginþráður verkefnisins er
að nemendur hugsi sjálfstætt um
sitt nærumhverfi, hvernig hægt
sé að bæta það og hvernig hægt
sé að virkja almenning til að svo
megi vera. Allir nemendur í 9.
bekk Víðistaðaskóla skiluðu inn
einstaklingsritgerð og af þeim
voru 6 valdar til að senda til
dómnefndar verkefnisins.
Verkefni krakkanna voru æði
fjölbreytt en rauði þráðurinn í
þeim flestum var aukin afþreying
– sem skilar sér í atvinnu tæki
færum, aukningu ferðamanna og
ánægju íbúa Einnig var um
hverfis vitund sterk í mörgum
verkefnum sem er afar jákvætt
enda mun Víðistaðaskóli sækjast
eftir Grænfánanum á komandi
misserum.
Seinni hluti verkefnisins verð
ur unninn nú á vorönn sem
hópverkefni. Þar fá nemendur að
spreyta sig á að vinna frekar að
útfærslu nokkurra hugmynda úr
fyrri hlutanum og kalla síðan til
dómnefnd sem metur afrakst
urinn.
Víðistaðaskóli hefur tekið þátt
í þessu verkefni áður með góðum
árangri. Efling gagnrýnnar hugs
unar nemenda um sig sjálf og
nærumhverfið með sjálfbæra
þróun að leiðarljósi er mikilvæg
enda einn af lykilþáttum nýrrar
námskrár. Verðlaunahafar Víði
staðaskóla í ár eru:
Davíð Auðunsson 9HL.
Davíð vildi koma á fót bóka
kaffihúsi og var með hugmynd
að verkefni sem glæða átti áhuga
ungs fólks á lestri.
Eydís Anna Sigurðardóttir
9SV. Sameiginlegt lista og
kvik myndahús. Í húsinu væri t.d.
aðstaða fyrir fólk að koma og
æfa sig á hljóðfæri sem það fengi
lánað í húsinu.
Harpa Hermannsdóttir 9LF.
Hugmynd Hörpu snéri að aukn
um vímuefnavörnum og fræðslu
fyrir ungt fólk.
Harpa Steingrímsdóttir 9LF.
Thorsplanið í Hafnarfirði var
aðal atriði í hennar verkefni og
gengu hennar hugmyndir út á að
nýta það betur til hagsbóta fyrir
alla Hafnfirðinga.
Ína Kathinka Steinþórsdóttir
9HL Hennar tillaga sneri að nýt
ingu St. Jósefsspítala sem alhliða
menningarhúss og einnig vildi
hún nýta betur viss útivistarsvæði
í bænum.
Hafnfirsku nemendurnir ásamt skólastjóra, bæjarstjóra og
fulltrúa Landsbyggðavina.