Akureyri


Akureyri - 29.03.2012, Qupperneq 3

Akureyri - 29.03.2012, Qupperneq 3
4 29. MARS 2012 Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökva- jafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Minnistöflur Kreppan bitnar á krabbameinssjúkum Formaður Krabbameinsfélags Akureyrar stoltur af frumkvöðlastarfi í héraði – mottumars þýðingarmikið átak Krabbameinsátakið mottumars er senn á enda runnið þetta árið en mikið stendur til vegna átaksins í kvöld, á Akureyri sem og víða annars staðar. Þorbjörg Ingvadóttir er fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar en þar á bæ vinnur fólk að góðum málum allan ársins hring. Blaðamaður Akureyri vikublaðs spurði Þorbjörgu nokkurra spurn- inga. Þorbjörg, hverjar eru helstu skyld- ur Krabbameinsfélags Akureyrar ? Félagið er áhugamannafélag og tilgangur þess er í stuttu máli að styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini. Þetta gerum við meðal annars með því að fræða, en aðalá- herslan í starfsemi félagsins er þó að styðja við þá sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Núna erum við þrjár í hlutastarfi hjá félaginu, auk mín eru það Jóhanna Júlíusdóttir hjúkrunarfræðingur og nýlega bættist Sigrún Jónsdótt- ir sjúkraþjálfari í hópinn. Við erum mjög stolt af því að vera fyrsta Krabbameinsfélagið á Íslandi til að ráða sjúkraþjálfa til starfa en rann- sóknir sýna ótvírætt að endurhæfing fólks sem greinist með krabbamein, bætir líðan þeirra, dregur úr verkjum og flýtir bata. Þetta er frumkvöðla- starf sem við viljum festa í sessi og gera að sjálfsögðum hluta í meðferð þeirra sem greinast með krabbamein. Hversu margir leita til ykkar? Við höfum lengi skráð fjölda heimsókna á skrifstofu félagsins og það er greinilegt að ásókn fer vax- andi í það sem kalla mætti almenn- an stuðning og ráðgjöf. Árið 2009 voru skráð viðtöl 89, en á síðasta ári (2011) fóru þau í 289 sem er, eins og sjá má, veruleg aukning. Það má svo geta þess að konur hafa fram til þessa verið í meirihluta þeirra sem til okkar leita, en sem betur fer eru karlar farnir að líta við hjá okkur í auknum mæli. Hverskonar krabbamein eru al- gengust ? Samkvæmt tölum frá Krabba- meinsskránni eru það brjóstakrabba- mein hjá konum og blöðruhálskirtil- skrabbamein hjá körlum. Er það löngu liðin tíð að greining á illkynja meini ígildi dauðadómi? Þá má aftur vísa í Krabba- meinsskrána þar sem fram kemur að þrátt fyrir stöðuga aukningu nýgengis krabbameina í heild, þá fer dánartíðnin lækkandi hjá báð- um kynjum. Fyrir 50 árum höfðu 70% krabbameinsgreindra látist af völdum meinsins fimm árum eftir greiningu, en nú hefur þetta hlutfall lækkað í um 30% og stöðugt fjölgar þeim einstaklingum sem hafa feng- ið krabbameinsgreiningu og eru á lífi, því nú telur þessi hópur tæplega 12.000 einstaklinga. Hvað getur félagið gert fyrir börn og aðra aðstandendur krabbameins- sjúkra? Áherslan í starfsemi félagsins hef- ur verið að þróast í þá átt að veita alhliða stuðning við fólk sem grein- ist með krabbamein og fjölskyldur þeirra, bæði maka og börn, vini og vinnufélaga. Auk þess að veita persónulega ráðgjöf þá hefur félagið staðið fyrir námskeiðum sem yfir 200 einstaklingar hafa sótt á undanförn- um árum. Einnig hefur félagið að- stoðað fólk við að greiða fyrir afnot af íbúðum Krabbameinsfélagsins. Þeir einstaklingar sem þurfa að fara í geislameðferð þurfa allir til Reykja- víkur, þar sem það er eini staðurinn sem slík meðferð fer fram. Fólk er ekki lagt inn á sjúkrahús þegar það fer í þessa meðferð, heldur þarf það að útvega sér samastað á meðan á meðferð stendur og það getur ver- ið allt frá 10 dögum upp í 10 vikur. Það segir sig sjálft að þegar vikurnar eru margar þá verða þetta upphæðir sem sannarlega munar um. Lengi vel greiddi félagið þetta að fullu fyrir sína félagsmenn, en frá árinu 2010 urðum við að takmarka greiðslu- þátttöku okkar við 50%. Þá voru gistinæturnar 541, en á síðasta ári er þessi tala komin upp í 751. Duga fjármunir til starfseminn- ar – hefur kreppan bitnað á krabba- meinssjúkum? Kreppan hefur að sjálfsögðu bitnað á krabbameinssjúkum og má þá t.d. benda á þá staðreynd að sér- hæfð heilbrigðisþjónusta hefur verið dregin saman á svæðum utan höfuð- borgarinnar sem þýðir að fólk á okkar svæði þarf í auknum mæli að sækja meðferð og þjónustu um langan veg. Þeir fjármunir sem félagið hefur til ráðstöfunar koma að langmestu leyti frá okkar félagsmönnum sem búa vítt og breitt um félagssvæðið sem nær frá Ólafsfirði í vestri að Stóru Tjörn- um í austri. Félagsmenn hafa undan- farin ár greitt 2.500 kr. árgjald sem kannski virðist ekki mikið en það stendur samt sem áður undir tæplega 40% af starfseminni. Krabbameins- félag Íslands greiðir helming launa- kostnaðar starfsmanna hjá félaginu og öðrum aðildarfélögum þar sem reknar eru þjónustuskrifstofur, auk þess sem við höfum fengið verkefn- isstyrki frá þeim til að standa straum af kostnaði vegna námskeiða. Síðan má ekki gleyma velvilja fyrirtækja og gjöfum einstaklinga hér á okkar félagssvæði. Hvaða ávinning sérðu helstan af Mottumars? Ávinningurinn er fyrst og fremst aukin vitundarvakning meðal al- mennings, bæði um mikilvægi þess að vera vakandi gagnvart hugsan- legum einkennum en líka um þá þjónustu sem krabbameinsfélögin veita. Við erum þannig bæði að kynna starfsemina og leita eftir stuðningi. Þar, eins og ég nefndi áður, eru félags- menn okkar mikilvægasti bakhjarl og þeir sem vilja bætast í þann hóp og gerast félagsmenn í Krabbameins- félagi Akureyrar og nágrennis geta litið við á skrifstofu félagins að Gler- árgötu 24 á Akureyri, hringt í okkur eða sent okkur tölvupóst á netfang- ið okkar: kaon@simnet.is , það eru engar kvaðir sem fylgja því að vera félagsmaður en auðvitað tökum við öllum fagnandi sem vilja leggja eitt- hvað af mörkum til starfseminnar. a ÞORBJÖRG INGVADÓTTIR Félagið er áhugamannafélag og tilgangur þess er í stuttu máli að styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini. Völundur Opinn fundur í gamla Húsmæðraskólanum þriðjudaginn 3. apríl kl 20 Æska, líf og dauði á Gaza RÆÐUMENN: Anees Mansour frá Gaza og Þóra Karítas Árnadóttir leikkona Samtök hernaðarandstæðinga

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.