Akureyri - 29.03.2012, Blaðsíða 13
14 29. MARS 2012
ÖFGAR GÖFGA
Öfgar eru hugtak sem sífellt skýtur upp kollinum. Til að
mynda ef eitthvað hefur farið út í öfgar þá er átt við
að hófs hafi ekki verið gætt og að gengið hafi verið út
fyrir skynsamleg mörk. Eða að eitthvað sé það mesta
sem til greina komi og sé gjarnan fjarstæðukennt eða
jafnvel óhugsandi. Öfgar eru ýkjur, skortur á skynsemi,
fjarstæða og jafnvel örlar á brjálsemi. Svo segir orða-
bókin á Snörunni.
Undanfarið er oftast talað um öfgafemínista. Hvað
í ósköpunum er það? Femínisti er sú manneskja sem
veit að jafnrétti er ekki náð og hefur fullan hug á að
gera eitthvað í því. Því jafnrétti er ekki náð, það sést á
launamuni kynjanna, fjölda kvenna í stjórnunarstöðum,
skiptingu heimilisverka, viðhorfi unglingsstúlkna til kyn-
lífs með drengjum og svo mætti lengi telja.
En hvar eru ýkjurnar og fjarstæðan? Oftast er bent
á þær aðferðir sem slíkt “foráttufólk” bregður
fyrir sig, t.d. að safna saman niðurlægjandi og
ógnvekjandi orðalagi um konur, neytendur
vændis osfrv. Sú aðferð að safna gögnum,
vinna úr þeim og birta niðurstöður er viður-
kennd á sviði rannsókna. Og ég sé ekki betur
en að slík samantekt sé ákaflega sanngjörn,
og umfram allt, skynsamleg leið til að
varpa ljósi á ákveðið ástand.
Að vera vakandi fyrir þeim atrið-
um í samfélaginu sem koma í veg
fyrir jafnrétti er nauðsynlegt. Það
krefst þrautsegju og góðs auga
fyrir smáatriðum á borð við
það þegar að börn eru merkt
með litum á fatnaði, fígúrum
og myndum, jafnvel strax á
fæðingardeildinni - stelpurnar
krúttlegar, strákarnir galvaskir. Hve
margar konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Þöggun mála
er varða ofbeldi gegn konum, andlegt og líkamlegt. Eða
þegar að áhrif kláms koma fram í daglegu lífi, líkt og
þegar að súludans er gerður að líkamsrækt sem janvel
þykir heppileg unglingsstúlkum. Það eru litlu atriðin,
þau er virðast á einhvern hátt eðlileg og næstum hvers-
dagsleg, sem skipta máli. Því í framsetningu hins smáa
felast stærstu skilaboðin!
Ef þetta eru öfgar, þá merkir orðið öfgafemínisti
dugnaðarfemínisti. Þá er átt við manneskju sem fellur
ekki verk úr hendi við að gagnrýna samfélagið með það
fyrir augum að snúa því til betri vegar. Sú merking orðsins
“öfgar” sem kemur fram í orðabókum ætti kannski
frekar við þá sem nota það. Því baráttan gegn þeim
sem, af einskærri hugsjón og dugnaði, vinna að því að
koma auga á og benda á hvað betur mætti fara til að
jafnrétti verði náð er ýkt, skortir alla skynsemi, fjarstæð
og jafnvel örlar á geðveiki. Það sanna dæmin. Um er að
ræða öfgaafturhaldsseggi.
Sú útjaskaða gamla tugga, sem gjarnan var not-
uð sem rök fyrir því að konur fengju ekki kosn-
ingarétt, var að þær væru of tilfinningaríkar
og skorti alla hófsemi til að taka skynsamlegar
ákvarðanir. Og enn er verið að nota hana, svo
margtuggða að hún er orðin að sósu, að þau,
einkum konur, sem eitthvað vilji upp á dekk,
sem sætta sig ekki við ójafnrétti, séu
vanstilltar, óskynsamar og brjálaðar.
Öfgafemínistar eru ótrúlega dug-
legt fólk. Fólk sem snýr ekki tánum
upp í loft heldur er vakið og sofið
yfir ójafnrétti í öllum þeim myndum
sem það birtist, kemur auga á það
sem öðrum er dulið, mætir andstreymi
og lætur ekki deigan síga heldur vinnur
að jafnrétti af tilfinningu og ástríðu. Ég
get vonandi kallað mig öfgafemínista.
Því öfgar göfga.
ANDARTAK MEÐ ARNDÍSI
OPIÐ HÚS HJÁ MIÐALDRA
ROKKURUM
„Að stofna rokkhljómsveit er ekki krísa fyrir mið-
aldra karlmenn sem fíla ekki Frímúrararegluna
eða Oddfellow,“ segir Heiðar Ingi meðlimur í
hljómsveitinni Trúboðunum. „Heldur er það
ástríða fyrir því að gera það sem okkur finnst
skemmtilegast að gera; að spila, semja tónlist
og rokka!“
Næstkomandi laugardag, 31. mars, ætla
tvær hljómsveitir eins og Heiðar Ingi lýsir að
ofan að opna bílskúrinn sinn og leyfa Norð-
lendingum að sjá og heyri hvað þeir hafa verið
að bauka (með áherslu á k) síðustu misseri.
Tónleikarnir verða á Græna Hattinum og hefjast
kl. 22:00. Í báðum sveitum er að finna gamla
spilafélaga sem leikið hafa í mörgum af helstu
rokk og poppsveitum Norðlendinga. Segja má að
hér sameinist akureyrsk rokk- og tónlistarsaga í
eitt. Má í þessu samhengi nefna Zýkklana, Hún
Andar, Exit, Stuðkompaníið, Dægurlagapönk-
hljómsveitin Húfu, Útópía, ofl. „En hér er það
rokkið sem blívur, þessi lífsins elexír sem fær
fólk gleyma stund og stað, aldri og áhyggjum.
Og aðeins eitt skiptir máli; að hækka upp í 11,“
segir Heiðar Ingi.
MOTTUBOÐ Í MENNINGARHÚS-
INU Í KVÖLD
Í kvöld klukkan 20 stendur Klúbbur mat-
reiðslumeistara á Norðurlandi, í samstarfi við
Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, að
Mottuboði í menningarhúsinu Hofi. Tilgangur
Mottuboðsins er að vekja athygli á krabbameini
karla, stuðla að forvörnum og styrkja starf
Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Við
innganginn verður Krabbameinsfélag Akureyrar
og nágrennis með kynningu á starfsemi sinni og
fræðslu um krabbamein og krabbameinsleit.
Guðrún Pálína í Flóru
GUÐRÚN PÁLÍNA Í FLÓRU
Í kvöld, fimmtudagskvöld 29. mars kl. 20-21
verður Guðrún Pálína í listamannsspjalli í
Flóru og allir eru velkomnir. Sýning Guðrúnar
Pálínu í Flóru byggir á hugmyndum tengdum
hlutverki og stöðu föðursins. Vonast er til að
hún varpi fram spurningum til áhorfandans og
vangaveltum. Sýningin byggir á ættfræðirann-
sóknum en þær eru ein leið til að skilja
erfðafræðilega stöðu einstaklingsins. Á sýn-
ingunni notar Guðrún Pálína ættfræði
föður síns í karllegg og býr til sjónræna fram-
setningu andlita.
ÞÝSKUR RAFTÓNLISTARMAÐUR
Á HATTINUM Í KVÖLD
Tónleikahelgin á Græna Hattinum hefst í kvöld
fimmtudagskvöld en þá mun þýski raftónlistar-
maðurinn Tobias Braun aka Whale v/s Elephant
halda tónleika ásamt íslenskum gestum en hann
hefur komið fram á Iceland Airwaves og er nú
stuttri tónleikaferð á Íslandi þar sem hann kemur
fram á völdum stöðum í Reykjavík og á Akureyri.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Á föstudagskvöld
eru öðlingarnir KK og Magnús Eiríksson með
tónleika kl. 22.00.
MARGT AÐ GERAST HJÁ LA
Sýningar á sjóræningjaleikritinu Gulleyjunni eru
enn í fullum gangi hjá Leikfélagi Akureyrar og
munu halda áfram næstu vikur. En fleira er á
boðstólum. Stórsveitin Hundur í óskilum fer í
gegnum Íslandssöguna á hundavaði í tali og
tónum og gefst gestum færi á að sjá þá um
páskahelgina hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá birtist
Sigurður Sigurjónsson í nýjum sprenghlægileg-
um íslenskum einleik sem nefnist Afinn og er
hlýlegt gamanverk með stórt hjarta.
Sýnt verður 12.,13.,21. og 22.apríl í
Samkomuhúsinu.
EITT OG ANNAÐ
Sögulegt ágrip um Svanfríði
Glæsileg dagskrá verður á Græna
Hattinum um páskana. Hún hefst
miðvikudaginn 4.apríl með 40
ára afmælistónleikum Svanfríðar.
Hljómsveitin Svanfríður var stofn-
uð í ársbyrjun 1972 í kjölfar þess að
hljómsveitin
Náttúra leystist upp eftir að
hafa tapað öllum hljóðfærum sín-
um í Glaumbæjarbrunanum 4. des-
ember 1971. Pétur W. Kristjánsson
söngvari hljómsveitarinnar lét það
ekki stöðva sig, fékk sér nýtt hljóð-
kerfi og bað Birgi Hrafnsson gítar-
leikara, fyrrum félaga sinn í Pops,
um að taka þátt í stofnun nýrrar
hljómsveitar. Birgir var að hætta í
hljómsveitinni Ævintýri og tók með
sér trommuleikarann Sigurð Karls-
son. Fjórði maðurinn var Gunnar
Hermannson bassaleikari Tilveru.
Platan What‘s Hidden There seldist
upp og var lengi ófáanleg nema í sjó-
ræningjaútgáfum sem gefnar voru út
víða um heim.
Árið 2011 gaf þýska fyrirtækið
Shadocks Music út vandaða útgáfu
af What‘s Hidden There á vínyl í
500 tölusettum eintökum og einnig
á geislaplötu. Hefur þessi útgáfa
hlotið afar lofsamleg ummæli
um allan heim og eiga Svanfríð-
ar menn aðdáendur á ólíklegustu
stöðum. Svanfríður hætti sumar-
ið 1973 þegar Birgir Hrafnsson
og Sigurður Karlsson tóku boði
Magnúsar Þórs Sigmundssonar og
Jóhanns Helgasonar um að ganga
í hljómsveitina Change. Pétur
W. Kristjánsson og Gunnar Her-
mannsson stofnuðu stuttu seinna
hljómsveitina Pelican.
Nú þegar 40 ár eru liðin frá því að
hljómsveitin Svanfríður var stofnuð
ber svo við að Pétur W. Kristjáns-
son hefði orðið 60 ára á þessu ári,
en hann lést langt um aldur fram
3. september 2004 aðeins 52 ára
gamall. Birgir Hrafnsson, Gunnar
Hermannsson, Sigurður Karlsson og
Sigurður Rúnar Jónsson, sem léku
allir á plötunni What‘s Hidden There,
ætla að heiðra minningu Péturs og
fagna um leið 40 ára afmæli hljóm-
sveitarinnar á tónleikum á Græna
Hattinum 4. apríl og í Austurbæ 14.
apríl næstkomandi.
Þar verða rifjuð upp nokkur
þeirra tökulaga sem nutu hvað
mestra vinsælda í flutningi Svan-
fríðar auk þess sem öll lögin af plöt-
unni What‘s Hidden There? verða
leikin. a
Vökvadælur
Vökvamótorar
Stjórnbúnaður
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
Vökvakerfislausnir