Vísbending


Vísbending - 20.08.2010, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.08.2010, Blaðsíða 1
20. ágúst 2010 27. tölublað 28. árgangur ISSN 1021-8483 1Athugun á 20 hagvísum bendir til þess að botni kreppunnar sé náð. Hún er þó ekki búin. Gylfi Zoëga spyr: Hvernig getur Ísland náð sér aftur á strik í kjölfar fjármála- kreppunnar? Er markaðshagkerfi ógnvaldur og stjórn- málstarf lausn? Þetta er grundvallarspurningin. Eru útlendingar og allt sem útlenskt er hættulegt? Hvað kenndi hrunið okkur um það? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 2 7 . t b l . 2 0 1 0 1 2 4 Efnahagskreppa í rénun? Út af hættusvæðinu framhald á bls. 4 Þegar efnahagsástandið í heild er metið er mikilvægt að horfa á marga þætti hagkerfisins. Fyrr á árum var talið að erfitt væri að ná góðum árangri á öllum svið- um í einu. Hin fræga Philips-kúrfa gengur t.d. út á það að sambandið milli atvinnu- leysis og verðbólgu sé þannig að ómögulegt sé að halda báðum niðri á sama tíma. Með því að horfa á marga þætti samtímis er hægt að fá betri heildarsýn yfir efnahagslífið. Í 8. tbl. Vísbendingar voru kynntir til sögunnar tuttugu hagvísar sem ætlað var að mæla ástand hagkerfisins. Skoðun á þeim sýndi ótvírætt að haustið 2008 byrjaði hér afar djúp kreppa, en jafnframt gáfu þeir til kynna að líklega væri ástandið hætt að versna. Af hagvísum eru skoðuð verðbólga, gengi krónunnar, verg landsframleiðsla, inn- og útflutningur, greiðslukortavelta, sementssala, nýskráning bíla, aflaverðmæti, kaupmáttur, húsnæðisverð, álverð, atvinnuleysi, skatt- tekjur ríkisins af tekjuskatti og virðisauka- skatti. Sumt er mælt á fleiri en einn veg. Ástandinu eða breytingum frá fyrri stöðu var gefin einkunn. Æskilegasta ástand fékk eink- unn núll, en svo hækkaði einkunnin upp í fimm (í heilum tölum) eftir því sem ástand- ið var verra eða breytilegra. Megináhersla í einkunnagjöfinni er á stöðugleika. Þannig var mikil hækkun talin næstum jafnhættuleg og mikil lækkun, því að hún gæti falið í sér ofþenslu. Til viðmiðunar er haft eftirfarandi: 0 = Jafnvægi, 1 = Eðlilegt frávik, 2 = Þenslu- eða samdráttareinkenni, 3=Óvissa, 4=Hætta og 5=Stórhætta. Niðurstöðu úr þessari mælingu má sjá á mynd 1. Þar sést að á árunum 2002 til 2010 sveiflast stigatalan frá 23 upp í 81 vorið 2009. Mesta breytingin varð í október 2008, en þá hækkar mælikvarðinn um 16 stig. Ekki er því óeðlilegt að tala um „hrun“ einmitt þá. Kreppan birtist svo í því að ýms- ir mælikvarðar smáversna allt fram á vorið 2009 þegar hagvísitalan fer í 81 (af 100), en þá næst jafnvægi og í nóvember og desember 2009 lækkar kvarðinn á ný og var í 57 um áramót. Lækkunin heldur áfram í maí og júní eftir lítilsháttar bakslag í apríl. Þetta bakslag er athyglisvert því að mörg fyrirtæki töldu sig verða vör við óvæntan samdrátt í sölu þá. Í júní stendur vísitalan í 46 eða á svipuðum slóðum og um áramótin 2007-8. Þetta þýðir í sjálfu sér ekki að ástandið sé orðið gott á ný heldur að jafnvægi er að nást. Það er útaf fyrir sig ánægjuleg niðurstaða. Myndin bendir til þess að þegar tölurnar fara að sveiflast í kringum 40 sé hægt að tala um að ástandið sé að verða bærilegt aftur. Mynd 1: Hættumerki í hagkerfinu. Mælt ástand samkvæmt 20 hagvísum 2002-10 Mynd 2: Mismunur á hagvísum sem sýna hættu og hinum sem sýna jafnvægi. taka svipaða afstöðu, að vera á móti án þess að koma með tillögur um hvað gera skuli. Enginn stjórnmálaforingi tekur af skarið af ótta við að styggja einhvern. En sagan sýnir að það er einmitt moðsuðan sem er vænlegust til ófarnaðar, bæði hjá stjórnmálaflokkum og í hagstjórn. ! "! #! $! %! &! '! (! )! *! +, -. !# +/ -. !# -0 1. !# ,2 3. !$ 45 2. !$ 65 7. !% +/ 8.! % 95 4. !% : ,; .! & <= >.! & : ,3 .! ' ?@ /. !' +, -. !( +/ -. !( -0 1. !( ,2 3. !) 45 2. !) 65 7. !* +/ 8.! * 95 4. !* : ,; ." ! !"# !$% !$# !% # % $# $% "# &' () #" &* () #" (+ ,) #" '- .) #/ 01 -) #/ 21 3) #4 &* 5)# 4 61 0) #4 7 '8 )# % 9: ;)# % 7 '. )# < => *) #< &' () #? &* () #? (+ ,) #? '- .) #@ 01 -) #@ 21 3) #A &* 5)# A 61 0) #A 7 '8 )$ # Skalinn fer frá 0 upp í 100. Heimild: Hagvísar Hagstofu og Seðlabanka, útreikningar Vísbendingar. Skalinn fer frá -20 upp í +20. Heimild: Hagvísar Hagstofu og Seðlabanka, útreikningar Vísbendingar. taka svipaða afstöðu, að vera á móti án þess að koma með tillögur um hvað gera skuli. Enginn stjórnmálaforingi tekur af skarið af ótta við að styggja einhvern. En sagan sýnir að það er einmitt moðsuðan sem er vænlegust til ófarnaðar, bæði hjá stjórnmálaflokkum og í hagstjórn. ! "! #! $! %! &! '! (! )! *! +, -. !# +/ -. !# -0 1. !# ,2 3. !$ 45 2. !$ 65 7. !% +/ 8.! % 95 4. !% : ,; .! & <= >.! & : ,3 .! ' ?@ /. !' +, -. !( +/ -. !( -0 1. !( ,2 3. !) 45 2. !) 65 7. !* +/ 8.! * 95 4. !* : ,; ." ! !"# $% ! # !% # % $# % "# &' () #" &* () #" (+ ,) #" '- .) #/ 01 -) #/ 21 3) #4 &* 5)# 4 61 0) #4 7 '8 )# % 9: ;)# % 7 '. )# < => *) #< &' () #? &* () #? (+ ,) #? '- .) #@ 01 -) #@ 21 3) #A &* 5)# A 61 0) #A 7 '8 )$ #

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.