Vísbending


Vísbending - 20.08.2010, Blaðsíða 4

Vísbending - 20.08.2010, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 2 7 . t b l . 2 0 1 0 Aðrir sálmar Íslendingum er tamt að ræða um mál án þess að komast að kjarnanum. Ein versta tegund umræðu byggir á for- dómum. Nú hafa margir miklar áhyggj- ur af því að útlendingar eignist íslensk fyrirtæki. Þeir hinir sömu taka það þó alltaf fram, að þeir hafi alls ekkert á móti útlendingum. Hins vegar hljóti hver maður að sjá hvaða hætta felist í því þegar forræðið á þessu eða hinu fari úr landi. Stundum veltir maður því fyrir sér hvar þessir spekingar hafi verið undanfarin ár. Íslensku þjóðlífi var vissulega mikil hætta búin af eig- endum fyrirtækja. En voru það útlend- ingar? Nei, það voru Íslendingar, meira að segja svo snjallir að þeir voru kallaðir víkingar og þeir framsæknustu heiðraðir með fálkaorðunni. Kaupþing, Lands- bankinn, Íslandsbanki, Eimskip, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna (sem nú er flestum gleymd en var umsvifamesta fyrirtæki landsins árum saman) fóru öll í þrot eftir illa meðferð íslenskra eig- enda. Hins vegar hefur ekkert heyrst um gjaldþrot álveranna í Straumsvík, á Reyðarfirði og í Hvalfirði, en þau voru öll í eigu útlendinga. Hroki er smitandi og fyrir örfáum árum töldu forystu- menn í viðskiptalífinu að Íslendingar ættu ekki lengur að bera sig saman við Norðurlandaþjóðirnar, því að þær væru svo heimóttarlegar. Alþjóðlegir fjármálaris- ar væru einir í sömu deild og hinir tæru snillingar Íslandssögunnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis kom fram, að ein af mörgum ástæðum hrunsins hefði verið léleg stjórnsýsla. Eðlileg viðbrögð eru að stjórnmálamenn beiti sér markvisst fyrir betri stjórnarháttum með því að kynna sér og tileinka það besta úr stjórnsýslu nágrannaríkjanna. Þess vegna ber að fagna því að Íslendingar fá stuðning Evrópuþjóða til þess að bæta stjórnkerf- ið. Sérstaklega er ástæða til þess að laga stjórnkerfi landbúnaðarins sem byggir á áratugagamalli arfleifð frá upphafsárum Sambandsins. Þetta kerfi lifði sjálf- stæðu lífi þó að Sambandið liði undir lok. Mestu skiptir að huga að kjarna málsins. Hættum að ala á ótta við allt útlenskt og fögnum öllum breytingum til bóta. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Mál að linni framhald af bls. 3 framhald af bls. 1 vilja en aðhaldi til þess að landið nái sér aftur á strik. Markmið hagstjórnar til skamms tíma á að vera að tryggja lágt en stöðugt gengi krónunnar þannig að afgangur sé í við- skiptum við útlönd og erlend skuldastaða fari batnandi, lága vexti, aðgengi að er- lendu fjármagni og aðhald í ríkisrekstri. Reynslan mun leiða í ljós hvaða at- vinnugreinar munu eflast við þessar að- stæður. Markaðshagkerfið mun finna hvar horfur eru bestar. Ýmislegt vantar þó enn. Útlán og innlán bankanna sjást ekki, né heldur hlutabréfa- vísitala. Hún er vissulega til, en markaður- inn er í slíkri ládeyðu að lítið mark er á hon- um takandi. Skuldir og eignir einstaklinga sjást heldur ekki, en ólíklegt er að kreppunni hafi í alvöru lokið fyrr en efnahagsreikningar heimila og fyrirtækja eru aftur orðin eðlileg. Mikilvægt væri einnig að sjá heildareignir bankanna og vexti. Líklega hafa ógæfuþætt- irnir helstir verið markaðsmisnotkun á hlutabréfamarkaði, gífurleg þensla bank- anna, háir vextir og vanmáttug króna. Hvað er enn að? Samkvæmt mælingum eru enn nokkrir þættir sem eru á hættusvæði. Raungengi krónunnar er mjög lágt í sögulegu sam- hengi og eflaust verður ekki hægt að tala um raunverulegan og varanlegan bata fyrr en það hefur náð meðaltali undangenginna 30 ára eða svo. Á móti kemur að vegna mik- illar skuldsetningar í erlendum gjaldmiðli er hætt við að krónan verði veik um langa framtíð. Ef stjórnvöld halda áfram að stöðva fjárfestingar útlendinga í öllu því sem þeir hafa áhuga á að kaupa er hætt við að með því geti þau lengt kreppuna um mörg ár. Nýskráningar bíla eru fáar, en allir vita að þar að kemur að landsmenn þurfa að end- urnýja bílaflotann. Þegar hreyfing kemst á bílakaup er öruggt að menn trúa því í alvöru að það versta sé að baki. Álverð hefur lækkað eftir að ná töluverðu flugi í fyrra. Ætla má að þarna hafi bati í efnahagkerfi annarra landa ráðandi áhrif. Atvinnuleysi er enn mikið og almenningur er svartsýnn þó að væntinga- vísitalan hafi hækkað. Nýr mælikvarði Í þetta sinn birtir Vísbending nýjan mæli- kvarða á ástand hagkerfisins. Tekinn er mismunur á þeim þáttum sem eru í góðu lagi (einkunn 0 eða 1) og hinum sem mjög slæmir (einkunn 4 eða 5). Þessi mælikvarði sveiflast milli -20 og +20 og hefur þann kost að vera í plús þegar ástandið er gott en í mínus þegar á móti blæs. Á mynd 2 má glöggt sjá hættuástand í kringum „fyrri bankakreppuna“ í kringum áramótin 2005- 6 en hún virðist hafa byrjað snemma árs 2005 þó að opinber hættumerki kæmu ekki fram fyrr en mörgum mánuðum síðar. Þessi vísitala lækkar líka niður í núll í nóvember 2007 þó að svo komi svikalogn fram í mars 2008 þegar neikvæðu mælikvarðarnir verða aftur fleiri en þeir jákvæðu. Verst er ástandið frá október 2008 til október 2009. Núna er þessi vísitala hins vegar líka farin að hringa sig í kringum núllið. Þetta má væntanlega túlka sem svo að ástandið hætti að versna. Veruleg batamerki sjást þó varla fyrr en þessi mynd fer að sýna tölur milli fimm og tíu. Það samsvarar því væntanlega að meginvísi- talan fari niður fyrir 40. Rétt er að minna á að í öllum þessum mælingum er stöðugleiki vænlegastur. Miklar sveiflur upp á við eru taldar hættulegar ekki síður en niðursveiflur. Hvar er hættan mest? Seðlabankinn segir að margt bendi til þess að þær aðgerðir sem gripið var til þegar AGS kom til hjálpar hafi tilætluð áhrif. Óvissa er um eftirtalin atriði og ef lausn þeirra fer á verri veg, er hætt við að bati tefjist eða allt fari í verra horf. • Fjármál ríkissjóðs • Stefnu ríkisins vegna erlendra fjárfestinga • Stefnu ríkisins vegna virkjana • Endurfjármögnun erlendar lána orkufyrirtækja og fleiri • Icesave-málið • Evrópusambandsumsóknina • Gjaldeyrishöftin • Stöðu bankanna Mjög ólíklegt virðist að ná megi tökum á öllum þessum málum með núverandi stjórnarflokka við stjórnvölinn. Hins vegar er heldur ekki sjónmáli neitt annað stjórn- armynstur flokka sem líklegt er að geti leitt þjóðina til farsældar. Það hefur löngum verið aðaleinkenni á stefnu VG hvað flokkurinn vill ekki gera. Aðrir flokkar virðast nú taka svipaða afstöðu, að vera á móti án þess að koma með tillögur um hvað gera skuli. Eng- inn stjórnmálaforingi tekur af skarið af ótta við að styggja einhvern. En sagan sýnir að það er einmitt moðsuðan sem er vænlegust til ófarnaðar, bæði hjá stjórnmálaflokkum og í hagstjórn.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.