Vísbending


Vísbending - 20.08.2010, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.08.2010, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 2 7 . t b l . 2 0 1 0 3 framhald á bls. 4 að eiga krónueignir yrði meiri. Mikill halli myndaðist skv. áætluninni á rekstri rík- issjóðs og átti hann að styðja við innlenda eftirspurn. Þegar kemur á seinni hluta áætlunarinnar mun halli ríkissjóðs taka að minnka með niðurskurði og skattahækk- unum en vextir fara lækkandi, höftin tek- in af og fyrirtæki eflast og draga landið út úr kreppunni. En hvernig hefur til tekist? Að mörgu leyti hefur gengið betur en búist var við í upphafi. Gengi krónunnar hefur ver- ið nokkuð stöðugt, vextir farið lækk- andi, atvinnuleysi verið minna en búist var við og samdráttur framleiðslunnar sömuleiðis. Það sem miður hefur farið er einkum að stjórnvöld hafa ekki náð að eigna sér og útskýra efnahagsáætlunina fyrir almenningi sem skyldi. Auk þess hefur of mikill tími hefur farið í deilur á milli stjórnmálaflokka í stað þess að þeir ynnu saman að endurreisn trúverðugleika landsins sem fjárfestingarkosts. Það er að miklu leyti undir stjórnvöldum komið að efla tiltrú landsins þannig að ekki þurfi að hafa áfram gjaldeyrishöft en stjórn- málakreppa hefur torveldað þetta starf. Nýlegur Hæstaréttardómur hefur ekki hjálpað í þessu tilliti. Hann bjó til óvissu um eignasafn bankanna og torveldar upp- gjör fyrirtækja sem eiga við eiginfjárerf- iðleika. Lagaleg óvissa um eignasafn nýju bankanna er ekki til þess fallin að auka traust fjárfesta á þeim. Rýrnun eignasafns mun veikja þá með neikvæðum afleiðing- um fyrir þá uppsveiflu sem nú sjást fyrstu merki um. Viðsnúningur En hvernig getur Ísland náð sér aftur á strik í kjölfar fjármálakreppunnar? Hvern- ig mun efnahagsbatinn líta út? Og hvað getur hagstjórn gert til þess að flýta fyrir batanum? Viðsnúningur verður ekki vegna auk- inna umsvifa ríkisins. Ríkissjóður getur ekki staðið undir hallarekstri nema í tak- markaðan tíma. Vaxtalækkanir einar sér hafa einnig takmörkuð áhrif eins og hefur sýnt sig í Bretlandi, Bandaríkjunum og á evrusvæðinu þar sem stýrivextir seðla- banka eru á bilinu 0-1% en fjárfesting hefur ekki aukist og atvinnuástand ekki batnað mikið. Á Íslandi bætast áhrif gjald- eyriskreppunnar við: Aukin innlend eft- irspurn örvar innflutning, en vegna þess að landið hefur ekki aðgang að erlendu lánsfé á viðráðanlegum kjörum og takmarkaðan gjaldeyrisforða þá myndi gengi krónunn- ar þurfa að lækka, sem síðan hækkaði verðlag og höfuðstól verðtryggðra lána, skuldakreppan yrði þá dýpri. Þeir sem halda að leiðin út úr kreppunni felist í aukinni innlendri eftirspurn gera sér ekki grein fyrir áhrifum gjaldeyriskreppunnar og mikilvægi þess að fá aftur aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum og erlendri fjárfestingu. En þótt efnahagsbati hér á landi muni ekki hefjast vegna aukinnar innlendrar eft- irspurnar þá munu merki um hann hins vegar fyrst sjást í því að fjárfesting einka- fyrirtækja eykst. Aukin fjárfesting er merki þess að búið sé að laga efnahagsreikninga fyrirtækja og stjórnendur þeirra séu aftur orðnir bjartsýnir. Einungis þá, þegar fjár- festing hefur aukist, getum við vænst þess að atvinnuástandið batni til muna. Aukin bjartsýni í atvinnulífinu mun einnig fara saman við aukna trú á gjaldmiðlinum sem linar gjaldeyriskreppuna. Á myndinni er sýnd þróun fjárfest- ingar og atvinnuleysis í Finnlandi og Sví- þjóð. Takið eftir að fjárfesting lækkar ört í fjármálakreppunni frá 1991-1993 á sama tíma og atvinnuleysi hækkar og atvinnu- leysi lækkar þá fyrst þegar fjárfesting tekur að aukast. Kreppan í Finnlandi hófst árið 1991 en í aðdraganda hennar var, eins og hér á landi árin fyrir 2008, lítið atvinnuleysi, hár kaupmáttur launa, hátt fasteigna- og hlutabréfaverð, mikil fjárfesting og hlutdeild vinnuafls í landsframleiðslu náði hæstu hæðum. Kreppan varð til þess að breyta þessu; atvinnuleysi jókst úr 3% upp í 17%, fjárfesting minnkaði úr tæplega 25% af VLF í rúmlega 15%, verð hlutabréfa og fasteigna lækkaði um tæplega helming, raungengi snarlækkaði, raunlaun lækkuðu um 15% og hlutdeild vinnuafls í VLF (þáttatekjur) fór úr um það bil 77% í 65%. Efnahagsbata varð síðan fyrst vart í verði hlutabréfa sem tók að hækka þremur árum eftir að kreppan byrjaði og síðan í aukinni fjárfestingu og lækkun atvinnuleysis fjórum árfum eftir upphaf kreppunnar árið 1995. Jafnframt tók kaupmáttur launa að batna en hlut- deild vinnuafls í landsframleiðslu náði þó aldrei fyrri hæðum. Hærra verð hlutabréfa benti til meiri bjartsýni í rekstri fyrirtækja sem síðan kom fram í aukinni atvinnu og fjárfestingu. Forsendur viðsnúnings Aukin fjárfesting krefst þess ekki aðeins að búið sé að laga efnahagsreikninga fyr- irtækja og að fyrir hendi sé starfhæft bankakerfi til þess að fjármagna nýjar fjárfestingar fyrirtækja heldur einnig þess að stjórnendur fyrirtækja komi auga á fjárfestingatækifæri og hafi trú á framtíð- arumhverfi fyrirtækjanna. Það er mikilvægt að fyrirtæki finni að stjórnvöld vilji þeim vel, að þau muni styðja við bakið á þeim. Sú hætta er nú fyrir hendi að almenningur og stjórnmála- menn líti á einkarekinn fyrirtækjarekst- ur sem skrímsli sem þurfi að halda niðri í framtíðinni svo það taki ekki aftur yfir landið og keyri það í þrot. Það er letjandi til fjárfestinga ef stjórnendur fyrirtækja grunar að stjórnvöld séu þeim andsnúin, líti á fyrirtækin sem ógnvald og heyri stjórnvöld halda uppi áróðri gegn hagn- aðarsókn fyrirtækja. En slíkt væri mikill skaði vegna þess að það sem fór úrskeiðis hér á landi var ekki einkaframtak og mark- aðsbúskapur heldur stofnanalegt umhverfi hans og hagstjórn. Stofnanir samfélagsins þurfa að vera með þeim hætti að frum- kvæði einkageirans nýtist samfélaginu öllu en fáir taki ekki áhættu á kostnaði hinna mörgu, eins og gerist þegar viðskiptajöfr- ar eiga viðskiptabanka landsins og lána sjálfum sér, bankar stunda annars konar óábyrga útlánastarfsemi, eða stjórnvöld peningamála leyfa útlána- og eignaverðs- bólu að velta upp á sig. Í bréfi sem John Maynard Keynes skrifaði Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta í febrúar árið 1938 er eftirfarandi texta að finna: „Kaupsýslumenn þjást af annars kon- ar sjálfsblekkingu en stjórnmálamenn og þess vegna verður að nálgast þá á annan hátt. Þeir eru hins vegar ekki eins óvægnir og stjórnmálamenn, heillast bæði af sviðs- ljósinu og hræðast það, það er unnt að telja þá á að sýna hollustu við samfélagið, en þeir eru oft ráðvilltir, ringlaðir, og jafn- vel óttaslegnir, en langar samt að fyllast bjartsýni, hégómlegir en óöruggir með sjálfa sig, það er aumkunarvert hversu auðvelt er að hafa áhrif á þá með vinalegu tali. Þú gætir gert hvað þú vilt við þá ef þú kemur fram við þá (jafnvel hina vold- ugustu), ekki sem úlfa og tígrisdýr, heldur eins og þeir hafi innræti gæludýra, jafnvel þótt þeir hafi fengið slæmt uppheldi og séu ekki innstilltir eins og þú myndir helst kjósa. Það eru mistök að halda því fram að fólk í viðskiptum hafi verra siðferði en stjórnmálamenn.“ John Maynard Keynes (1938), “Letter of February 1 to Franklin Delano Roosevelt,” Collected Works XXI: Activities 1931-1939 (London: Macmillan). Tekið af heimasíðu J. Bradford DeLong og þýtt af höfundi: http://delong.typepad.com/egregious_mod- eration/2008/12/john-maynard-ke.html. Leiðin til fátæktar felst í að álykta af efnahagserfiðleikunum að markaðshag- kerfi og fyrirtæki séu ógnvaldur og stjórn- málstarfið lausnin. Fyrirtæki þurfa að fá að eflast, ráða nýtt fólk til starfa og leggja í fjárfestingu í umhverfi sem mótast af vel-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.