Vísbending


Vísbending - 20.08.2010, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.08.2010, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 2 7 . t b l . 2 0 1 0 Gylfi Zoega prófessor Mynd: Samband milli fjárfestingar og atvinnu- leysis í Svíþjóð og Finnlandi 1980-2007 Heimild: OECD. Hvernig getur Ísland náð sér aftur á strik í kjölfar fjármálakrepp-unnar? Hvernig mun efnahags- batinn líta út? Og hvað getur hagstjórn gert til þess að flýta fyrir batanum? Þessar spurningar brenna á vörum þeirra sem um efnahagsmál fjalla og einnig þeirra tugþúsunda einstaklinga sem hafa orðið fyrir barðinu á djúpri kreppu; hafa misst atvinnu, sjá fram á erfiða skuldastöðu eða reka fyrirtæki við erfiðar aðstæður. Í þess- ari grein verður leitað svara við þessum spurningum. Góðærið Þau vandamál sem við eigum við að etja eiga rætur í uppsveiflu áranna 2003- 2008. Uppsveiflan einkenndist af mikilli bjartsýni á framtíðarþróun efnahagsmála og ekki síður af greiðu aðgengi að lánsfé á alþjóðamörkuðum. Að þessu leyti var þróunin hér á landi svipuð því sem gerð- ist til dæmis í Eystrasaltsríkjunum, Spáni, Bretlandi og umfram allt í Bandaríkj- unum. Þannig hækkaði verð á fasteignum og hlutabréfum, viðskiptahalli var mikill, skuldir heimila og fyrirtækja jukust, fjár- festing var mikil og sömuleiðis einka- neysla, einkum kaup á varanlegum vörum eins og bílum og heimilistækjum. Fjár- málum ríkisins var ekki beitt til þess að hamla á móti uppsveiflunni og aðhalds- söm peningamálastefna kom að takmörk- uðu gagni vegna opinbers húsnæðislána- kerfis og gengistryggðra lána. Háir vextir höfðu í för með sér enn meira innflæði fjármagns í landið. En Íslendingar gengu skrefi lengra en aðrar þjóðir með því að eigendur við- skiptabanka landsins náðu að taka gríð- arleg lán erlendis til þess að fjármagna erlendar sem innlendar fjárfestingar sínar. Þannig varð ástandið alvarlegra hér á landi en í nokkru öðru ríki þegar lokaðist fyrir aðgang að lánsfé erlendis vegna þess að stærð bankakerfisins í hlutfalli við stærð hagkerfisins átti sér fá dæmi í sögunni. Þetta var afleiðing þeirrar stefnu stjórn- valda að nota lága skatta og lítið eftirlit til þess að búa til alþjóðlega fjármálamið- stöð á Íslandi. En því miður hafði þessi stefna í för með sér að fjárfestingabankar ævintýramanna og viðskiptabankar þjóð- arinnar voru sömu stofnanirnar. Sagt var að hagkerfi landsins væri vogunarsjóður sem hagnaðist á skuldsettum fjárfesting- um. Harðnar á dalnum Bankakreppan sem hófst árið 2007 átti í upphafi rætur á fasteignamarkaði í Banda- ríkjunum. Hún breiddist fljótt út til ann- arra landa og tók fyrir aðgengi íslenskra banka að erlendu lánsfé. Tveir bankanna fóru í þrot í október 2008 þegar þeir gátu ekki staðið í skilum við erlendar fjármála- stofnanir og innistæðueigendur, sá þriðji hefði fallið síðar ef Bretar hefðu ekki tekið yfir dótturfélag hans sem olli því að hann féll í sömu viku og hinir tveir. Viðbrögð Ástand efnahagsmála hér haustið 2008 var erfitt svo vægt sé til orða tekið. Stór hluti fyrirtækja var með neikvætt eigið fé, bankarnir komnir í þrot og gjaldeyr- ismarkaðurinn í lamasessi, gengi krón- unnar hafði fallið um helming og skuldir heimila voru miklar. Það sem gerði stöð- una enn flóknari var að erlendir fjárfestar áttu 5-600 milljarða króna á bankareikn- ingum og í stuttum skuldabréfum vegna vaxtamunarviðskipta undangenginna ára; bréf sem þeir vildu breyta í gjaldeyri jafn- framt því sem heimili skulduðu einkum vísitölutengd lán og fyrirtæki einkum gengistengd lán. Af þessu leiddi, að ef þessir 5-600 milljarðar færu úr landi – sem tæki langan tíma – myndi gengi krónunn- ar enn lækka, höfuðstóll lánanna þar með hækka enn frekar og skuldakreppan yrði enn erfiðari viðfangs. Efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins sem samin var í kjölfar bankahrunsins fól í sér áætlun um stjórn peningamála, ríkisfjármála og endurskipulagningu bankakerfisins. Til þess að verja efnahags- reikninga heimila og fyrirtækja voru sett á gjaldeyrishöft sem komu í veg fyrir að snjóhengja vaxtamunarviðskiptanna ylli frekara gengisfalli krónunnar og stýrivext- ir seðlabankans voru hækkaðir í 18% til þess að draga úr umfangi leka á höft- unum. Markmiðið var að tryggja stöðugt gengi og þar með stöðugt verðlag. Það kann að hljóma mótsagnarkennt að vextir hafi verið hækkaðir í 18% til þess að verja skuldsett heimili og fyrirtæki en skýringin felst í tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs (þar með verðlag innflutn- ings) og gengi erlendra gjaldmiðla. Með stöðugu gengi var einnig unnt að auðvelda uppgjör bankanna en hinir nýju inn- lendu bankar höfðu krónur á skuldahlið en erlenda gjaldmiðla á eignahlið vegna víðtækrar gengistryggingar á útlánasafni. Samkvæmt áætluninni átti svo smám saman að slaka á gjaldeyrishöftum og lækka vexti eftir því sem traust á hinu nýja fjármálakerfi ykist og vilji fjárfesta til þess Hagstjórn og efnahagsbati í kjölfar fjármálakreppu 14 16 18 20 22 24 26 28 30 2 4 6 8 10 12 14 16 18 Finnland 1980-2007 fjárfesting (% af VLF) atvinnuleysi (%) 2007 1980 1991 1992 1993 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 0 2 4 6 8 10 12 Svíþjóð 1980-2007 fjárfesting (% af VLF) 2007 1980 1991 1992 1993 atvinnuleysi (%) Í töflunni með greininni er sýnd þróun nokkurra hagstærða í finnsku kreppunni á tíunda áratuginum. Kreppan hófst árið 1991 en í aðdraganda hennar var, eins og hér á landi árin fyrir 2008, lágt atvinnuleysi, hár kaupmáttur launa, hátt fasteigna- og hlutabréfaverð, mikil fjárfesting og hlutdeild vinnuafls í landsframleiðslu náði hæstu hæðum. Kreppan varð til þess að breyta þessu; atvinnuleysi jókst úr 3% upp í 17%, fjárfesting minnkaði úr tæplega 25% af VLF í rúmlega 15%, verð hlutabréfa og fasteigna lækkaði um tæplega helming, raungengi snarlækkaði, raunlaun lækkuðu um 15% og hlutdeild vinnuafls í VLF (þáttatekjur) fór úr um það bil 77% í 65%. Efnahagsbata varð síðan fyrst vart í verði hlut bréfa sem tók að hækka þremur árum eftir að kreppan byrjaði og síðan í aukin i fjárfestingu og lækkun atvinnuleysis fjórum árfum eftir upphaf kreppunnar árið 1995. Jafnframt tók kaupmáttur launa að batna en hlutdeild vinnuafls í landsframleiðslu náði þó aldrei fyrri hæðum. Hærra verð hlutabréfa benti til meiri bjartsýni í rekstri fyrirtækja sem síðan kom fram í aukinni atvinnu og fjárfestingu. Fo sendur viðsnúnings Aukin fjárfesting krefst þess ekki aðeins að búið sé að la a efn hagsreikninga fyrirtækja og að fyrir hend sé tarfhæft bankakerfi til þess að fjármagn nýjar fjárfestingar fyrirtækja heldur einnig þess að stjórnend r fyrirtækja komi auga á fjárfestingatækifæri og afi trú á framtíðarumhverfi fyrirtækjanna. Það er mikil ægt að fyrirtæki finni að stjórnvöld vilji þeim vel, að þau muni styðja við baki á þeim. Sú hætta er nú fyrir hendi að almenningur og stjórnmálamenn líti á ein arekinn fyrirtækjarekstur sem skrímsli sem þurfi að halda niðri í framtíðinni svo það taki ekki aftur yfir landið og keyri það í þrot. Það er letjandi til fjárfestinga ef stjórnendur fyrirtækja grunar að stjórnvöld séu þeim andsnúin, líti á fyrirtækin sem ógnvald og heyri stjórnvöld halda uppi áróðri gegn hagnaðarsókn fyrirtækja. En slíkt væri mikill skaði vegna þess að það sem fór úrskeiðis hér á landi var ekki einkaframtak og markaðsbúskapur heldur stofnanalegt umhverfi hans og hagstjórn. Stofnanir samfélagsins þurfa að vera með þeim hætti að frumkvæði

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.