Vísbending


Vísbending - 14.10.2010, Side 1

Vísbending - 14.10.2010, Side 1
14. október 2010 34. tölublað 28. árgangur ISSN 1021-8483 1 Sveitarfélögin eru enn í vanda eftir miklar lántökur fyrir hrun. Fyrirsjáanlegt er að á næstu árum verður að sameina mörg sveitar- félög. Á sama tíma er óhjá- kvæmilegt að draga úr þjónustu víða um land. Heimsóknir starfs- manna trúfélaga í leik- og grunnskóla verða óheimilar í Reykjavík. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 4 . t b l . 2 0 1 0 1 2 4 Sveitarfélögin taka á vandanum framhald á bls. 2 Sveitarfélög á Íslandi lentu í krepp-unni eftir hrunið rétt eins og ein-staklingar, fyrirtæki og ríkið. Þó að staðan batnaði örlítið á árinu 2009 var hún samt svipuð og í árslok 2008. Erlend lán sem stórhækkuðu vegna gengisfalls krónunnar lækkuðu almennt lítið á árinu 2009. Veik staða sveitarfélaganna varð til þess að þau geta ekki staðið í framkvæmd- um þegar mörg þeirra gjarnan vildu gera það til þess að bæta slakt atvinnuástand. Í þetta sinn fengu níu sveitarfélög af þeim 38 stærstu fá meira en fimm í einkunna- gjöf Vísbendingar. Árið áður voru þau aðeins sex. Flest sveitarfélögin nýttu sér möguleika á hækkaðri útsvarsprósentu og því erfitt að bæta fjárhaginn frekar nema með niðurskurði útgjalda. Í mörgum sveitarfélögum verður erfitt að halda sama þjónustustigi og áður. Fasteignamat húsa lækkar og þannig skerðast tekjur sveit- arfélaganna enn. Mörg sveitarfélög eru nú undir sérstöku eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Sveitarfélögum hefur fækkað, þau hafa stækkað og til þeirra hafa verið færð verkefni. Ástæða er til þess að hafa mikl- ar áhyggjur af fjárhag þeirra næstu ár. Skuldir sveitarfélaganna jukust mikið árið 2008 því að mörg sveitarfélög voru með lán í erlendum gjaldeyri, lán sem hafa í einhverjum tilvikum nær tvöfaldast. Fá sveitarfélög voru með tekjur í erlendum gjaldeyri sem nokkru nemur. Í þetta sinn er úttektin á fjármálum sveitarfélaga fyrr á ferðinni en áður. Ráð- stefnu um fjármál sveitarfélaganna er ný- lokið og þar voru tölur úr ársreikningum þeirra á árinu 2009 kynntar. Viðmiðun Vísbending hefur í mörg ár skoðað fjárhag sveitarfélaga. Mörg undanfarin ár hefur tímaritið gefið einkunnir eftir nokkrum þáttum. Slíkt getur auðvitað ekki veitt full- nægjandi svör vegna allra þeirra spurninga sem upp koma um fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna. Einkunnagjöfin hefur oft vakið eftirtekt og stundum hafa sveitarfélög mótmælt niðurstöðunni því að hún mæli ekki lífsgæði í sveitarfélögunum. Því er rétt að undirstrika að einkunnagjöfin mælir fyrst og fremst fjárhagslegan styrk sveit- arfélaganna. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur varað tíu sveitarfélög við slæmri stöðu. Kópavogsbær, Hafnarfjarð- arbær, Álftanes, Reykjanesbær, Sandgerð- isbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Bolungarvík, Fjarðabyggð og Fljótsdals- hérað. Með hliðsjón af niðurstöðu nefnd- arinnar byggðri á fjárhagslegri stöðu ein- stakra sveitarfélaga, ársreikningum þeirra og fjárhagsáætlunum, má skipta sveitar- félögum sem nefndin hefur haft afskipti af í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sveitarfélög sem hafa þurft á sérstakri eftirlitsmeðferð að halda og fjárhagslegum stuðningi. Samn- ingur var gerður milli eftirlitsnefndar og Bolungarvíkurkaupstaðar um fjárhags- legar aðgerðir og sérstakt eftirlit. Samn- ingurinn gildir til 31. desember 2011 og bindur nefndin vonir við að hann skili sveitarfélaginu þeirri fjárhagslegu sjálfbærni sem honum er ætlað. Einnig var gerður samningur við Sveitarfélagið Álftanes um fjárhagslegar aðgerðir og áætlanagerð. Sú vinna leiddi hins vegar í ljós að fjárhags- staða sveitarfélagsins var svo alvarleg að skipa þurfti sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn, sem tók til starfa 8. febrúar sl. Í öðru lagi sveitarfélög sem nefndin telur mikilvægt að fylgjast áfram vel með fjárhagslegri framvindu hjá. Þetta eru eru sveitarfélögin Kópavogsbær, Hafn- arfjarðarbær, Reykjanesbær, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Fjarðabyggð og Fljóts- dalshérað. Nefndin hefur sent þessum sveitarfélögum bréf og gert athugasemdir um skuldsetningu þeirra og óskað jafn- framt eftir því að fá sendar ársfjórðungs- legar upplýsingar úr bókhaldi þeirra. Öll eru þau neðarlega á lista Vísbendingar. Í þriðja lagi sveitarfélög sem nefndin hefur talið ástæðu til að vara við slæmri skuldastöðu, en hefur ekki talið þörf á því að svo komnu máli að óska frekari upp- lýsinga. Í þessum flokki er Sandgerðisbær sem hefur fengið athugasemd frá nefnd- inni um skuldsetningu, en hún mun þó ekki aðhafast frekar að sinni. Í tölunum hér á eftir er miðað við rekstrartölur úr ársreikningum sveitar- félaga árið 2009 sem eru að sjálfsögðu nýjustu tölur sem fyrir liggja. Upplýs- ingaveita Sambands íslenskra sveitarfélaga birtir gögn á Netinu og er aðalheimild um tölur í þessari grein. Mjög mikilvægt er að líta á heildarskuldir sveitarfélaga þar sem meðtaldar eru skuldir vegna eft- irlaunaskuldbindinga og ábyrgðir vegna einkaframkvæmda svo að dæmi séu tek- in. Einkafjármögnun framkvæmda nýtur mikilla vinsælda sumra stjórnmálamanna, ekki bara vegna þess að hún sé hagkvæm- ari en framkvæmdir hins opinbera heldur ekki síður vegna þess að hún kom ekki fram í skuldum. Eftirlitsnefndin hefur gert athugasemd við þetta. Hér er alltaf horft á bæjarfélagið í heild en ekki aðeins sveitarsjóð. Þetta er eðlilegt vegna þess að mörg sveitarfélög hafa fært ákveðna þætti út úr sveitarsjóði og eru því ekki sambæri- leg við önnur sem ekki hafa gert slíkar breytingar. Skuldir Heildarskuldbindingar sveitarfélaganna í landinu jukust úr 487 milljörðum króna árið 2008 í um 562 milljarða árið 2009. Hlutfall heildarskulda (með skuldbind- ingum) er um 252% af tekjum á ári hjá sveitarfélögunum í heild en voru 228% árið áður. Skuldir sveitarfélaganna uxu því hraðar en tekjurnar. Lengi vel hefur mælikvarðinn skuld- ir á íbúa verið talinn gefa góða vísbend- ingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélags. Í árslok 2009 hafði hún hækkað um meira en 50% frá fyrra ári og nam 1,768 millj- ónum króna en var um 1,534 þúsund krónur á mann að meðaltali yfir landið allt árið 2008. Skuldugasta sveitarfélagið samkvæmt þessum mælikvarða (sjá töflu 3) er Sand- gerði með 2,6 milljóna skuld á íbúa, en í höfuðborginni er skuldin sjónarmun minni, en skuldir Orkuveitunnar eru afar háar. Í Fjarðabyggð skulda íbúarnir liðlega 2,5 milljón króna á mann. Í Reykjanesbæ

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.