Vísbending


Vísbending - 11.04.2011, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.04.2011, Blaðsíða 3
Mynd 1: Samanburður á nokkrum vísitölum. Gríska vísitalan er ekki árstíðaleiðrétt og árstíðasveifla sýnileg. Mynd 2: Þróun vísitölu verðlags, gengis evru og Bandaríkjadals 1999-2010 V í s b e n d i n g • 1 4 . t b l . 2 0 1 1 3 framhald á bls. 4 Helgi Tómasson dósent við Háskóla Íslands Hugleiðingar um gengismál Íslendingar hafa búið við eigin gjald-miðil í um það bil 90 ár. Í upphafi, upp úr 1920, var íslensk króna jafn- stillt þeirri dönsku en er nú um það bil einn tvöþúsundasti af systurmyntinni. Fram til 2010 hefur verðlag í Danmörku um það bil tuttugufaldast. Gengisþróun íslenskrar krónu er að miklu leyti vegna þess að innlend verðbólga er meiri en erlend. Íslenskt verðlag hefur í misrykkj- óttum takti aðlagast stöðugu gengisfalli. Evran var skráð 4. janúar 1999 á geng- inu 81 króna, en var 14. desember 2010 á 153 krónur. Á sama tíma breyttist gengi Bandaríkjadals úr 69 kr. í 114 kr. Þetta svarar til þess að gengi krónunnar hafi fallið að meðaltali um 4,3% á ári á móti dollar, og um 5,4% á móti evru. Árleg hækkun verðlags á Íslandi er að meðaltali um 6,2%. Hækkun íslensks verðlags í evrum er því af stærðargráðunni 1% á ári sem gæti látið nærri því að vera árleg verðbólga í evru löndunum. Evrulöndin eru með aðeins meiri verðbólgu en 1% og því er raungengi íslensku krónunn- ar lágt í desember 2010. Frá árinu 1999 til miðs árs 2008 hækkaði verð á Íslandi um 20% umfram gengisþróun evrunnar, þ.e. neysluverðsvísitala hækkaði um 75% en evran um 47%. Slíkt misgengi fær ekki staðist. Árin 2004-2008 var langt verðbólguskeið. Íslendingar hækkuðu sitt verðlag, t.d. mælt í evrum, langt umfram aðrar þjóðir. Þetta tímabil var að mínu mati lengra en nokkurt haglíkan hefði spáð. Til langs tíma, næstu 10-20 ára, spái ég því að verðbólga í evrum á Íslandi verði svipuð og verðbólga í evrum í Evrulönd- unum. Íslendingar munu einfaldlega ekki komast upp með eigin verðbólgu. Gengisfallið haustið 2008 var óhjá- kvæmilegt. Eins og margir aðrir fjár- málamarkaðir hafa gjaldeyrismarkaðir tilheigingu til að bregðast of harkalega við. Hugsanlega lækkaði gengið meira og hraðar en nauðsynlegt var. Um þetta er þó erfitt að fullyrða. Á hverjum tímapunkti er ómögulegt að segja hvort gengi gjald- miðils er rétt. Raungengið, þ.e. innlent verðlag borið saman við erlent, getur gefið vissar vísbendingar. Það var t.d. mörgum ljóst á tímabilinu 2004-2008 að raun- gengið væri í sögulegu hámarki. Daglegt staðalfrávik í gengisbreyt- ingu milli evru og dollars er um 0,8%. Fyrir þetta tímabil er daglegt staðalfrávik í gengis breytingu krónu gegn evru um 1,8% og gagnvart dollar um 2,1%. Mest af þessum mun er vegna atburða sem gerðust 2008. Ef tímabilið er hlutað niður er auðvelt að finna tímabil með daglegu staðalfráviki þessara gjaldmiðilskrossa af svipaðri stærð, um 0,7%. Ef maður skoð- ar of stutt tímabil býður það þeirri hættu heim að gengisáhætta verði vanmetin. Síð- asta hluta tímabilsins er óróinn þó held- ur meiri. Þrátt fyrir gjaldeyrishöftin er staðalfrávik daglegra breytinga í íslensku krónunni meira seinni hluta tímabilsins og heldur meira en í gengi milli evru og dollars. Fyrir fjárfesta er gjaldeyrisáhættan raunveruleg. Þeir þurfa hlutlæga mæli- Heimild: Hagstofa Íslands, Evrópski seðlabankinn, útreikningar höfundar Allar vísitölur settar í 100 í upphafi. Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagstofa og útreikningar höfundar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað: 14. tölublað (11.04.2011)
https://timarit.is/issue/378777

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

14. tölublað (11.04.2011)

Aðgerðir: