Vísbending


Vísbending - 18.07.2011, Side 1

Vísbending - 18.07.2011, Side 1
18. júlí 2011 26. tölublað 29. árgangur ISSN 1021-8483 1Það er hvorki líklegt né nauðsynlegt að ríkið komi hjólum atvinnu- lífsins aftur af stað. Myntbandalög eru mörgum hugleikin. Þau hafa kosti en setja þjóðum skorður. Margir telja að vandi Grikkja sé evran. Íslend- ingar eru líka í vanda – án evrunnar. Oft hentar bændaforystunni að Ísland sé einangrað. Stundum er þó gott að vera hluti af umheiminum. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 2 6 . t b l . 2 0 1 1 1 2 4 Þjóðir sem verða fyrir svipuðu efna-hagsáfalli og Íslendingar 2008 ná sér oftast á strik aftur á fáum árum. Framleiðsluþættirnir eru yfirleitt á sínum stað, þó að nokkur ár geti liðið þar til þeir fá nýtt hlutverk. Hagstofan gerir nú ráð fyrir að framleiðsla sé farin að vaxa og að hún aukist áfram um 2½-3% á ári á næstunni. Spáin virðist hófleg. Gert er ráð fyrir nokkru minni vexti en orðið hefur á seinni árum í öðrum löndum eftir fjár- hagslegt áfall á borð við það sem hér varð 2008. Spáin er ekki örugg frekar en aðrar spár, en athygli vekur hve litla trú margir virðast hafa á möguleikum atvinnulífs- ins til þess að ná sér upp úr öldudalnum af sjálfsdáðum. Reynsla eftirstríðsáranna bendir til þess að hagkerfi séu miklu fær- ari um að laga sig að nýjum aðstæðum en margir Íslendingar virðast nú halda. Vöxt- ur landsframleiðslu á komandi árum hef- ur margs konar áhrif, til dæmis eykst von núverandi stjórnarflokka um stuðning í kosningum eftir tvö ár. Tvennt gæti einkum haldið aftur af hagvexti á komandi árum: Fólksflótti og kreppa í viðskiptalöndum Íslendinga. Fólk flykktist ekki í burtu í upphafi sam- dráttarskeiðsins í jafnmiklum mæli og sumir óttuðust. Mönnum á vinnualdri fækkaði um 0,7% árið 2009, en árið 2010 fjölgaði þeim aftur um 0,3%. Fregnir um að stéttir háskólamanna flytji héðan í stórum stíl valda hins vegar áhyggjum, sérstaklega þegar um er að ræða hópa sem hafa nóg verkefni hér á landi núna. En af opinberum tölum verður ekki ráð- ið að háskólamenn leiti miklu fremur til útlanda en aðrar stéttir. Góður hagvöxtur í grannlöndum er mikilvægur fyrir efna- hagsbata hér heima. Hagstofan spáir því að framleiðsla vaxi heldur minna í við- skiptalöndum Íslendinga en reiknað er Hagvöxtur án handafls? framhald á bls. 4 Mynd: Hagvöxtur á Íslandi og í 8 kreppu­ löndum 4 ár fyrir kreppu og 7 ár eftir með hér á landi, eða 2-2½% á ári. Mestur er hagvöxtur í nýmarkaðsríkjum í Asíu. Mörg vestræn ríki hafa tekið á sig mikl- ar skuldbindingar, til dæmis vegna skulda fjármálastofnana. Að þessu leyti sluppu Íslendingar vel, því að skellurinn af gjald- þroti hérlendra banka lenti að mestu leyti á erlendum lánardrottnum þeirra. Þar sem ríkisskuldir eru miklar gætu þær sett stjórnvöldum þröngar skorður og dregið úr hagvexti um margra ára skeið. Það gæti hæglega haft áhrif á hagvöxt hér á landi. Spá Hagstofunnar Hagstofan gerir ráð fyrir að landsfram- leiðsla vaxi um 2½% árið 2011 en ná- lægt 3% árin á eftir. Þá er búist við að atvinnuleysi minnki jafnt og þétt. Skráð atvinnuleysi var 8,1% 2010, en spáð er að það verði 5,4% árið 2013. Kaupmátt- ur og einkaneysla fara vaxandi. Fjárfesting vex einnig jafnt og þétt, en hún verður þó miklu minni en á árunum fram til 2008. Þar koma við sögu stækkun álvers í Straumsvík og virkjanir fyrir hana, en þessar framkvæmdir eru þegar hafnar. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við kísilmálmverksmiðju í Helguvík í haust og að byrjað verði á álveri í Helguvík 2013. Einstakar stórframkvæmdir geta breytt miklu um það hvernig hagvöxtur raðast á einstök ár, þó að þær skipti litlu máli fyrir vöxt til langframa. Ísland og önnur kreppulönd Í löndum sem hafa orðið fyrir fjármála- kreppum eftir stríð hafa að meðaltali lið- ið 4½ ár frá hápunkti landsframleiðslu fyrir kreppu þar til framleiðsla hefur aft- ur náð fyrra stigi. Þetta er mikil framför frá kreppunni miklu á fjórða áratugnum en þá var framleiðsla að jafnaði tíu ár að ná fyrra hámarki (Reinhart og Rogoff, 2009: This time is different). Ein skýringin á því hve teygðist á kreppunni miklu er að hún náði til margra landa. Lítil hjálp var í hagvexti í útlöndum. En röng við- brögð áttu líka þátt í því hvað hún dróst á langinn, ekki síst háir tollar og fleiri höft sem sett voru á millilandaviðskipti. Betur hefur gengið hjá löndum sem lent Strikalínan sýnir spá Hagstofu Íslands. Heimildir: Hagstofa Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, útreikningar höfundar. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.