Vísbending


Vísbending - 04.02.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.02.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 5 T B L 2 0 1 3 1 fækkað og einstaka útibúum verið lokað, en ekki er að sjá að neinn bankanna hafi farið í meiriháttar uppskurð á kerfinu. Hvað veldur? Ein skýring er sú, að í hvert skipti sem útibúi er lokað reka starfsmenn og íbúar upp ramakvein. Fjölmiðlar sýna frá því þegar reiðir íbúar í fámennum byggarlögum taka út peninga sína daginn sem útibúinu er lokað. Raunamæddir starfsmenn segja alþjóð frá því að þeir hafi þjónað bankanum dyggilega alla sína tíð og þetta séu þakkirnar. Í stað þess að fá klapp á bakið fyrir að taka loks skynsamlega ákvörðun er bankastjórinn litinn hornauga og talinn hinn versti níðingur. Sögur eru sagðar af því að eigendur Landsbankans hafi nánast krafist þess að fá Íslandsbanka á silfurfati fyrir hrun. Það hefði auðvitað engu breytt þá, en eftir hrun hefði verið auðvelt að hugsa sér sameiningu bankanna. Vissulega hefði það verið flókið og valdið ýmsum sálarflækjum, en enginn virðist í alvöru hafa reynt að hugsa það mál til enda. 4. febrúar 2013 5. tölublað 31. árgangur ISSN 1021-8483 Kostnaðurinn við íslenska bankakerfið hefur aukist meðan hagkerfið stendur í stað. Þó að á Íslandi sé kyrrstaða í efnahagslífinu og fátt gerist eru aðstæður ágætar til bata. Í stað þess að byggja upp hefur ríkisstjórnin kosið að veikja helstu atvinnugreinarnar. Í aðdraganda kosninga leyfist allt, jafnvel að beita fjöldauppsögnum sem vopni í kjarabaráttu. 1 32 4 framhald á bls. 4 Óhagkvæmt bankakerfi Mynd: Samanburður á rekstrarkostnaði banka, Landspítala og níu fyrirtækja 2009-12Samkeppniseftirlitið bendir á það í nýrri skýrslu að kostnaður við bankakerfið á Íslandi sé miklu hærri en víðast annars staðar. Þetta kemur ekki á óvart. McKinsey- skýrslan sýndi sömu niðurstöðu og margir hafa bent á þetta áður. Útibú eru allt of mörg og starfsmenn almennt of margir. Þessi hái kostnaður ætti að verða til þess að erlendir bankar sæju sér leik á borði og hæfu hér starfsemi en það hefur ekki gerst. Hver vegna er það, þegar markaðurinn hefur í raun verið opinn fyrir samkeppni? Allt of margir Í McKinsey-skýrslunni segir að fækka megi starfsmönnum í fjármála- starfsemi um nær helming eða um 3.600 manns. Fyrstu viðbrögð frá fjármálafyrirtækjunum voru að talan sem fyrirtækið legði til grundvallar væri allt of há. Það mun þó liggja í breiðri skilgreiningu á fjármálastarfsemi, en er alls ekkert aðalatriði. Áður hefur verið sýnt fram á sambærilegar niðurstöður í öðrum úttektum. Þess vegna er miklu eðlilegra að horfa á það hvernig hægt sé að nýta tillögurnar í þágu fyrirtækjanna í stað þess að leggjast í vörn. Það vekur nokkra furðu að banka- starfsmenn skuli vera svo margir og þörf á mörgum útibúum miðað við það, að flestir segjast nánast aldrei eiga erindi í banka, heldur greiði reikninga og sjái um önnur bankaviðskipti í netbönkum. Sönnu næst mun að óvíða eru heimabankar útbreiddari en á Íslandi. Bankakerfið er að mörgu leyti nútímalegt og hefur verið fljótt að tileinka sér nýjungar. Samt efast enginn um að gagnrýnin um allt of stórt bankakerfi á við rök að styðjast. Tækifærið sem hvarf Þegar bankarnir hrundu árið 2008 hefði verið upplagt að nýta tækifærið og byggja einfaldara kerfi á rústunum. Það var þó ekki gert. Að vísu hefur sparisjóðum Lítill markaður án eigenda Aldrei virðist of oft bent á það að Ísland er afar lítill markaður og stærðarhagkvæmni því minni en til dæmis annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fyrirtækin bera sig þó oft illa undan smæð. Vegna þess að markaðurinn er annars vegar of lítill og hins vegar gæta samkeppnisyfirvöld þess vandlega að ekkert fyrirtæki fái of stóra sneið eru fyrirtækin í raun dæmd til þess að verða óhagkvæm. McKinsey-skýrslan bendir á að þó ekki væru aðrar hindranir sjái erlend bankafyrirtæki ekki hagkvæmni í því að opna hér útibú sem aldrei yrðu mjög stór. Lítill sænskur banki tilkynnti nýlega um það markmið sitt að stofnaðir yrðu 100 þúsund nýir innlánsreikningar á árinu 2013. Fráleitt væri að ná slíku markmiði á Íslandi ef reikningarnir væru ekki hrein sýndarmennska. Jafnframt skaðar það stóru bankana eflaust að ekki eru að þeim eiginlegir eigendur. Er þá í engu hallað á stjórnendur, en án eigenda sem standa að baki þeim er erfitt að taka ákvarðanir Heimild: Skýrsla Samkeppniseftirlits Fjármálaþjónusta á krossgötum

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.