Vísbending


Vísbending - 04.02.2013, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.02.2013, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 5 T B L 2 0 1 3 3 Gjaldeyrishöft á nú að gera varanleg að sögn til þess að losna við þau fyrr. Óttinn við veikt bankakerfi og óstöðugt stjórnarfar gerir það að verkum að Ísland er ekki sá vettvangur tækifæra fyrir erlenda fjárfesta sem það ætti að vera við þessar aðstæður. Önnur framsetning Á mynd hér að neðan er sett fram greining á fjórum mikilvægum þáttum í efnahagslífinu. Rautt ljós merkir að brýnna aðgerða sé þörf, gult ljós að ástandið sé óviðunandi en grænt ljós sýnir að ástandið virðist jákvætt. Þar gæti falið í sér ofþenslu. Til viðmiðunar er haft eftirfarandi: 0 = Jafnvægi, 1 = Eðlilegt frávik, 2 = Þenslu eða samdráttareinkenni, 3=Óvissa, 4=Hætta og 5=Stórhætta. Skalinn er í sífelldri þróun, enda er markmiðið að reyna að finna mælikvarða sem hvað best geti gefið hugmynd um það hversu hættulegt efnahagsástandið sé. Nú er bensínverð skoðað í annað sinn. Heildarniðurstöðu má sjá á mynd 1. Þar sést að á árunum 2002 til 2010 sveiflast stigatalan frá 22 upp í 77 vorið 2009. Mesta breytingin varð á fjórða ársfjórðungi 2008, en þá hækkaði mælingin um 20 stig en hafði áður hækkað á árinu um 17 stig. Kreppan birtist í því að ýmsir mælikvarðar smáversna allt fram á vorið 2009 þegar hagvísitalan fer í 77 (af 95), en þá næst jafnvægi og í nóvember og desember 2009 lækkar ferillinn á ný og var í 56 um áramót 2009-10. Lækkunin heldur áfram í rykkjum allt árið og vísitalan endar í rúmlega 40 um áramótin 2010-11. Síðan hefur hún svo sveiflast og stóð ári seinna í 43. Á árinu 2012 lækkaði hún talsvert og var komin í 35 í árslok. Þetta bendir til þess að ástandið sé enn að batna á sumum sviðum. Enn skortir mikið upp á að kaupmáttur almennings eða eignastaða fólks og fyrirtækja séu nærri því sem var fyrir hrun. Alvarlegast er auðvitað að skuldir eru enn miklu hærri en þær voru fyrir hrun, staða ríkissjóðs er erfið og hér eru gjaldeyrishöft. Samt virðast hagvísarnir benda til þess að hér sé að skapast aðstæður til þess að snúa vörn í sókn. Jákvæð og neikvæð merki Á mynd 2 sést annar mælikvarði á ástand hagkerfisins. Tekinn er fjöldi hagvísa sem lýsa hættuástandi. Þessi mælikvarði sveiflast milli 0 og +19 og þeim mun nær núllinu sem hann er, þeim mun betra. Á myndinni má sjá hættuástand í kringum „fyrri bankakreppuna“ í kringum áramótin 2005- 6, en það fer að halla undan fæti snemma árs 2005, þó að opinber hættumerki kæmu ekki fram fyrr en mörgum mánuðum síðar. Þessi vísitala lækkar niður undir núll í nóvember 2007 en það er ekki fyrr en í mars 2008 sem neikvæðu mælikvarðarnir verða aftur yfirþyrmandi. Verst er ástandið frá október 2008 til október 2009. Núna er þessi vísitala hins vegar komin í fjóra og er nokkru hærri en árin 2006-7. Meðal neikvæðustu þáttanna eru lágt raungengi, lágt álverð og svartsýni almennings. Verðbólgan hefur minnkað og er nú rúmlega 4%. Miklar kauphækkanir setja þó kostnaðarþrýsting á verðlag. sést að verðbólga er yfir markmiðum en þó er hún ekki komin úr böndum. Atvinnuástand er verra en verið hefur hér á landi lengst af. Það er þó svipað og í mörgum nágrannalöndum. Hvort tveggja er sett á gult ljós. Hagvöxtur var tæp 2% í fyrra skv. síðasta mati sem er gott, þó að enn skorti talsvert á að verg landsframleiðsla hafi náð sama stigi og fyrir hrun. Ríkisfjármálin eru hins vegar enn mjög erfið. Ríkið þarf í sífellu að taka nýja skelli tengda bankahruninu. Enn er halli á ríkisreikningi árið 2012. Jafnframt er fyrirsjáanlegt að ríkið muni þurfa að bæta eiginfé Íbúðalánasjóðs þó að sú færsla komi ef til vill ekki fyrr en á þessu ári. Staðan hefur ekki breyst á tæplega ári. Horfur til lengri og skemmri tíma Hagvísarnir sem hér eru skoðaðir benda til þess að efnahagsaðstæður hér á landi hafi batnað mikið frá hruni en þó sé nokkuð í land enn. Það sem enn er utan æskilegra marka er raungengi, atvinnuleysi og ríkisfjármálin. Skuldir ríkisins eru enn allt of háar, en nettó- skuldir þegar dregin hafa verið frá lánin frá AGS eru innan eðlilegra marka en færast þó í ranga átt. Sveitarfélög eru einnig mjög skuldsett, svo ekki sé talað um einstaklinga og fyrirtæki. Fjárlög eiga að vera hallalaus árið 2014. Einn mælikvarði á stöðu landsins er láns- hæfis mat ríkisins. Það er nú með því lægsta í Evrópu, þó að það sé skör yfir falleinkunn. Skuldatryggingaálag ríkisins hefur þó lækkað (mynd 3). Einn stærsti vandi Íslands er að miklar afborganir á skuldum falla á árin 2015- 18. Miklu skiptir að samningar náist um endurskipulagningu skulda þannig að ríkið, fyrirtæki þar með talin Orkuveitan og Landsvirkjun, þrotabú og bankar geti dreift greiðslubyrðinni á lengri tíma. Slík endurskipulagning er skilyrði fyrir því að hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin. Mynd 3: Skuldatryggingaálag ríkissjóðs 2008-2013 Heimild: Keldan.is

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.