Vísbending


Vísbending - 04.02.2013, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.02.2013, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 5 T B L 2 0 1 3 sementssala, nýskráning bíla, aflaverðmæti, kaupmáttur, húsnæðisverð, álverð, verð á bensíni, atvinnuleysi, skatttekjur ríkisins af tekjuskatti og virðisaukaskatti. Sumt er mælt á fleiri en einn veg. Ástandinu eða breytingum frá fyrri stöðu var gefin einkunn. Æskilegasta ástand fær einkunn núll, en svo hækkar einkunnin upp í fimm (í heilum tölum) eftir því sem ástandið var verra eða breytilegra. Megináhersla í einkunnagjöfinni er á stöðugleika. Þannig er mikil hækkun talin næstum jafnhættuleg og mikil lækkun, því að hún ástandið verra. Skoðun á þeim sýnir að haustið 2008 byrjaði hér afar djúp kreppa sem kemur víst fáum á óvart, en staðfestir að línuritið gefur réttar hugmyndir um ástandið. Frá því í september 2009 hefur staðan smám saman skánað og virðist hafa náð ákveðnu jafnvægi á liðnu ári. Hún er næstum jafngóð og á árunum 2002 til 2004. Rétt er að undirstrika að hér er t.d. ekki tekið tillit til skuldastöðu heimila og fyrirtækja eða talna um fjárfestingu. Af hagvísum eru skoðuð verðbólga, gengi krónunnar, verg landsframleiðsla, inn- og útflutningur, greiðslukortavelta, Hagvísar: Ástandið hefur lagast Vísbending hefur nú í nokkur ár sett fram samræmdan mælikvarða hagvísa sem gefa á til kynna hvernig efnahagsástandið er. Stjórnmálamenn eru til skiptis glöggskyggnir á það sem annað hvort fer vel eða illa. Formenn stjórnarflokkanna tala um að fjögra ára kreppa sé nú loks á enda. Hagvöxtur sé meiri hérlendis en í mörgum nágrannalöndum, verðbólga á niðurleið og atvinnuleysi minna en verið hefur. Þó er greinilegt að ekkert nýtt er að gerast í atvinnulífinu, fjárfestingar eru litlar og skuldavandinn mikill, hvert sem litið er. Ríkissjóður er enn rekinn með halla. Því er ekki gott að átta sig á ástandinu með því einu að hlusta á þjóðfélagsumræðuna. Hagvísar Hér í blaðinu hafa undanfarin misseri birst nokkrar greinar um hagvísa. Hugmyndin er sú að setja fram mælikvarða á ástandið eins og það birtist hverju sinni í mælanlegum tölum. Erfiðara er að setja fram óumdeilanlega umsögn um stjórnmálaástandið, til dæmis hvort ríkisstjórnin er góð eða slæm. Þó má kanna hve mörg loforð stjórnin efnir, en ekki er víst að slíkar efndir yrðu til góðs. Ríkisstjórn sem sólundaði góðærisgróða gæti verið vinsæl, en hin sem sýndi nauðsynlegt aðhald haft lítið fylgi. Hér er því miðað við ýmiss konar tölur sem gefa upplýsingar um ástand og þróun. Rétt er að leggja áherslu á að upp koma álitamál. Stöðugleiki er yfirleitt góður, en þó getur vart talist æskilegt að vera stöðugt á botninum. Því stangast ýmsar vísbendingar á. Bílasala hefur til dæmis aukist um tugi prósenta. Það telst óæskilegt, en hún var orðin svo lítil í kreppunni að hún er enn aðeins brot af því sem hún var fyrir hrun. Þannig gæti hraður vöxtur bílasölu bent til ofhitnunar, en lítil bílasala sýnir aftur á móti bágt efnahagsástand. Svo virðist sem hér hafi tekist að finna þokkalegan mælikvarða á almennt ástand hagkerfisins, þó að hann segi til dæmis ekki fyrir um hagvöxt á næstunni. Í hagvísaathugun blaðsins er gefinn gaumur að 19 hagvísum, sem eru flokkaðir aftur í tímann og vegnir til þess að gefa hugmynd um stöðu efnahagslífsins. Þeir hafa svo verið settir fram með ýmsum hætti til þess að gefa hugmynd um stöðuna hverju sinni. Eftir því sem einkunnin er hærri er Mynd 1: Ástand samkvæmt 19 hagvísum 2002-2012 Mynd 2: Fjöldi hagvísa sem lýsa hættuástandi Skalinn fer frá 0 upp í 95. Heimild: Seðlabanki Íslands, útreikningar Vísbendingar Skalinn fer frá 0 í +19. Heimild: Seðlabanki Íslands, útreikningar Vísbendingar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.