Vísbending


Vísbending - 01.07.2013, Side 2

Vísbending - 01.07.2013, Side 2
2 V Í S B E N D I N G • 2 6 T B L 2 0 1 3 kaupi eingöngu spariskírteini ríkissjóðs og húsbréf en eðli sínu samkvæmt er þetta öruggasta fjárfesting sem þeir eiga kost á. Lífeyris sjóðir verða að eiga kost á innlendri fjár festingu, sem hefur sambærilega arðsemi og húsbréf og spariskírteini. Til þess að svo megi verða, þurfa stjórnendur hlutafélaga að breyta um stefnu gagnvart hlutabréfaeigendum. Stjórnendur hluta- félaga verða að hætta að líta á arð til hluthafa sem afgangsstærð, sem hægt sé að skammta eftir geðþótta. Arður og verðhækkanir verða að vera á einhvern hátt sambærileg við vexti af spariskírteinum. Vilhjálmur Bjarnason   1994-1999 Kyrr kjör 1994 26. tbl. Ritstjóri Sverrir Geirmundsson ASÍ hefur sett allt á annan endann í umræðum um kjaramál með yfirlýsingum sínum um launaskrið hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum á tímum þjóðarsáttar. Forystumenn samtakanna hafa sem kunnugt er sagt að engar launahækkanir hafi orðið hjá félagsmönnum þeirra umfram þau 14,6% sem samið hefur verið um frá upphafi þjóðarsáttarinnar en aftur á móti hafi launavísitala, sem Hagstofan reiknar út skv. lögum í þeim tilgangi að mynda grunn fyrir lánskjaravísitölu, hækkað um 16,7%. Í framhaldi af þessu ályktar ASÍ að laun opinberra starfsmanna og bankamanna hljóti að hafa hækkað um 20,4% en sú niðurstaða fæst með því að beita einföldum þríliðureikningi.   1995 27. tbl. Ritstjóri Ásgeir Jónsson Nú víkur sögunni til íslenskra stjórn- valda og þeirra aðgerða, sem reyndar hefur lítið til spurst. Það virðast enn vera hveiti- brauðsdagar á stjórnarheimilinu og menn hafa hliðrað sér hjá erfiðum ákvörðunum. En ef þessi stjórn hefur ekki getu eða þor til aðgerða nú í upphafi kjörtímabils og með öruggan þingmeirihluta þá er fokið í flest skjól.   1996 17. tbl. Ritstjóri Benedikt Jóhannesson Ef tekið er mið af skuldaaukningu undan farinna ára þá virðist sem kaupmáttur þyrfti að hækka um 15 til 20% frá því sem hann var árið 1994 til þess að sporna við frekari skuldasöfnun. Nú þegar hefur kaup mátturinn aukist en ýmislegt bendir til þess að tekjuaukningunni sé hins vegar ekki varið til þess að greiða skuldir heldur í frekari neyslu. Bílakaup og utanlandsferðir hafa aukist. Því er alls ekki augljóst að vandi heimila sé að minnka.   1997 29. tbl. Ritstjóri Tómas Örn Kristinsson Þeir valkostir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir í kjölfar þess að evró gengið fellt um 6%. Með þeim hætti átti að auka tekjur útflutningsfyrirtækja í krónum svo að þau gætu staðið undir kostnaðinum við framleiðsluna. Gallinn var bara sá að kostnaðurinn hélt áfram að aukast; ekki bara launakostnaður og verð á aðföngum heldur einnig fjármagnskostnaður þar sem ekkert dró úr eftirspurn eftir lánum. Gengisfellingarnar urðu af þessum sökum alls þrjár á árinu 1988.   1990 32. tbl. Ritstjóri Sigurður Jóhannesson Áður hefur því verið haldið fram í Vísbendingu að helsta von opinberra starfsmanna um verulegar kjarabætur væri að stofnanir fengju meira frelsi í fjármálum. Þá mundi samkeppni um starfsfólkið koma af stað launaskriði. Á móti kæmi að með auknu sjálfstæði stofnana mundi atvinnu- öryggi starfsmanna væntanlega minnka og kröfur aukast.   1991 18. tbl. Ritstjóri Sigurður Jóhannesson En að líkindum gengi það ekki þrauta- laust að venja menn við fastgengi. Sennilega munu atvinnurekendur enn um sinn ganga að því vísu að launahækkunum yrði eytt með gengislækkun þegar í harðbakkann slægi. Ef atvinnuleysi og hrun blasir við er freistingin mikil fyrir stjórnmálamenn, að lækka gengið. Líklega myndu þeir velja þann kost ef krónan væri aðeins bundin ecu með einhliða yfirlýsingu [undanfari evr unnar nefndist ecu, European Currency Unit]. En ef full aðild væri fengin að Evrópska gengiskerfinu væri ekki hægt að lækka gengi krónunnar nema í samráði við önnur ríki þess. Þetta myndi án efa auka ábyrgðartilfinningu Íslendinga í kjara- samningum og efla trúna á stöðugleika.   1992 47. tbl. Ritstjóri Sigurður Jóhannesson Fyrirtækjum í sjávarútvegi hefur löng- um verið innrætt að þau beri ekki fulla ábyrgð á rekstrinum og með Þróunarsjóði sjávar útvegsins er ýtt undir það hugarfar. Sum fyrirtæki í greininni hafa verið vel rekin, en nú er gert ráð fyrir að þau leggi sitt af mörkum til þess að borga mistök hinna. Gjöld á fiskiskip og húseignir renna til Þróunarsjóðs, en hann kaupir eignir útgerðar og fiskvinnslu úr rekstri. Ríkis- valdið er í hlutverki Hróa hattar og tekur fé frá vel reknum útvegsfyrirtækjum eins og Útgerðarfélagi Akureyringa og Granda og færir hinum, sem hafa lagt í rangar fjárfestingar.   1993 19. tbl. Ritstjóri Sigurður Jóhannesson Á komandi árum mun ráðstöfunarfé lífeyris sjóða vaxa hröðum skrefum. Ekki er hægt að leggja það á lífeyrissjóði, að þeir [ekki var búið að finna upp nafnið evra] verður tekin í notkun eru sennilega fremur fáir. Núverandi fyrirkomulag kemur áfram til greina. Með því geta íslensk stjórnvöld gripið inn í ef óvænt atvik verða hérlendis, óháð þróun í viðskiptalöndum okkar. Þessi leið er sjálfsagt freistandi því að með henni er settur varnagli á gengisþróun. Hættan er sú að ráðandi herrar gætu ákveðið að nýta þetta tæki til gengisbreytinga þegar aðrar leiðir væru betri, t.d. gæti  breyting á gengi hugsanlega verið átakaminni en niðurskurður í ríkisfjármálum. Með sjálfstæðum seðlabanka má sjá þessa aðferð við gengisstýringu virka, enda verði sett skýr markmið um verðbólgu. Inngripin yrðu að vera háð afar ströngum skilyrðum til að trú á stöðugleika myntarinnar héldist.   1998 40. tbl. Ritstjóri Tómas Örn Kristinsson Það er svolítil einföldun, en ekki eins mikil og menn kynnu að ætla, að segja að væntingar séu helsti áhrifavaldar kreppu. Brjálæðisleg bjartsýnisköst valda ofþenslu og  í kjölfarið fylgja svartsýnisköst sem eru engu betri og magna áhrifin af samdrættinum mun meira en þyrfti. Flestar aðrar forsendur efnahagskerfisins eru óbreyttar, framleiðslugeta iðnfyrirtækja er sú sama, afkastageta fólksins er óbreytt og raunverulegir peningar eru til í sama magni og áður. Það versta sem getur komið fyrir er að almenningur, minnugur reynslunnar, hættir að eyða peningunum sínum og fer að leggja þá fyrir til að eiga varasjóð til að geta lifað kreppuna af. Og það gerist næstum alltaf.   1999 23. tbl. Ritstjóri Eyþór Ívar Jónsson Í  hagfræðilíkani fyrir ráðandi fyrirtæki setur ráðandi fyrirtæki verð jafnt lágmarksmeðalkostnaði annarra fyrirtækja. Það getur ekki sett verðið hærra vegna þess að þá koma ný fyrirtæki inn í greinina og það þjónar ekki hagsmunum þess að setja verðið lægra til þess að hrekja önnur fyrirtæki út af markaðnum. Það getur skilað hagnaði vegna þess að kostnaður þess er lægri en samkeppnisfyrirtækjanna. Ráðandi staða Baugs þýðir hærra vöruverð fyrir neytendur en það kann þó að vera einungis skammtímafyrirbrigði þar sem markaðsyfirráðin fara algerlega eftir fjölda nýrra fyrirtækja sem koma inn í greinina, hversu hratt þau geta komist inn í greinina og hvernig kostnaður þeirra er í samanburði við ráðandi fyrirtæki. 2000-2003 Kreppa á nýrri öld 2000 7. tbl. Ritstjóri Eyþór Ívar Jónsson Hvað um Ísland? Hér fást stjórnmála- menn ekki einu sinni til að ræða kosti og

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.