Vísbending - 14.01.2014, Page 2
2 V Í S B E N D I N G • 2 . T B L . 2 0 1 4
Líkan Meadows hrundi,
ekki heimurinn
þrjátíu daga og hefur þá kæft allar aðrar
lífverur í vatninu. Á hvaða degi þekur liljan
hálfa tjörnina? Svarið er á 29. degi. Þá er
aðeins einn dagur til stefnu.
Hægir á fólksfjölgun
Í huga Meadows gegnir fólksfjölgun á
jörðinni svipuðu hlutverki og vöxtur
vatnaliljunnar í tjörninni. Aðeins er
skammur tími til stefnu. En hér er hængur
á. Ekkert það hefur gerst, sem Meadows
varaði við fyrir röskum fjörutíu árum. Í
Endimörkum vaxtarins var því til dæmis
spáð, að mannkynið yrði sjö milljarðar
árið 2002. En það gerðist ekki fyrr en
áratug síðar, 2012. Heldur hefur hægt á
fólksfjölgun síðan en hitt, eins og sést á
mynd 1. Hún er að minnsta kosti orðin
jafnskrefa. Því ríkari sem þjóðir verða,
því færri börn eignast fólk að jafnaði.
Matvælaframleiðsla hefur líka vaxið
hröðum skrefum síðustu fjörutíu ár, ekki
síst vegna „grænu byltingarinnar“. Enn
fremur hefur neysla hitaeininga á mann
hvarvetna vaxið, aðallega þó með fátækum
þjóðum í suðri.
Í viðtölunum við Meadows í Speglinum
og kvöldfréttum Sjónvarpsins var hins
vegar ekki vikið einu orði að neinni
gagnrýni. Og í fréttatilkynningu frá
Háskóla Íslands um fyrirlestur Meadows
sagði: „Í skýrslunni „Takmörk vaxtar“
[svo] (Limits to Growth) nýttu höfundar
kvik kerfislíkön til að sýna afleiðingar
samspils fólksfjölgunar og takmarkaðra
Þegar Dennis Meadows, kerfisfræðingur frá Tækni háskólanum í Massachusetts, flutti fyrirlestur
í boði Háskóla Íslands 27. nóvember
2013, hafði Ríkisútvarpið mikið við.
Rætt var við Meadows í fréttum
Sjónvarpsins kvöldið áður, auk þess sem
Spegillinn flutti þá langa kynningu á
honum og viðtal við hann. Meadows
flutti þar sama boðskap og hann hefur
gert síðustu fjörutíu ár, að heimurinn
sé að hrynja. En áhugamennirnir um
boðskap Meadows á Ríkisútvarpinu og í
Háskólanum virtust fæstir vita af því, að
alkunn bók hans og samstarfsfólks hans,
Limits to Growth, var gefin út á íslensku
1974 undir nafninu Endimörk vaxtarins,
tveimur árum eftir að hún birtist á
ensku.
Jafnskrefa vöxtur og
veldisvöxtur
Bók Meadows og samstarfsfólks hans frá
1972 er vissulega fróðleg lesning. Í fæstum
orðum hélt það því fram, að jörðin gæti
ekki með endanlegum gæðum sínum
staðið undir örri fólksfjölgun. Skýringin
væri, að framleiðsla gæðanna yxi jafnskrefa,
en fólki og þörfum þess fjölgaði með
veldisvexti.
Skýrum málið stuttlega: Jafnskrefa
vöxtur fer eftir beinni línu. Maður leggur
þúsund krónur niður í skúffu í hverjum
mánuði. Eftir tólf mánuði eru tólf þúsund
krónur í skúffunni og eftir 36 mánuði 36
þúsund krónur. Veldisvöxtur er allt öðru
vísi, hægari í byrjun, en verður síðan sífellt
hraðari. Setjum svo, að maðurinn setji
ekki þúsund krónur niður í skúffu, heldur
leggi þær í banka með 4% vöxtum á ári.
Þá tvöfaldast upphæðin á 18 árum. Ef
vextirnir eru 5%, þá tvöfaldast hún á 14
árum, og ef þeir eru 10%, þá tvöfaldast
hún á sjö árum.
Í Endimörkum vaxtarins fóru Meadows
og samstarfsfólk hans með franska
barnagátu til að sýna hina földu, en bráðu,
ógn af veldisvexti. Vatnalilja vex í tjörn.
Hún er í upphafi smávaxin, en ef hún fær
að vaxa óáreitt, þá þekur hún tjörnina eftir
náttúruauðlinda. Tilgangurinn var ekki að
spá ákveðið um framtíðina heldur að kanna
samskipti veldisvaxtar og takmarkaðra
auðlinda. Nú, 40 árum eftir að skýrslan
kom út, reynist líkanið hafa staðist og þau
vandamál sem mannkynið stendur frammi
fyrir eru of margir jarðarbúar, eyðilegging
vistkerfa, mengun og þverrun [svo]
náttúruauðlinda.“
Náttúruauðæfi ekki
gengin til þurrðar
Líkan Meadows og samstarfsfólks hans
hefur einmitt ekki staðist. Á það ekki aðeins
við um fólksfjölgun og matvælaframleiðslu,
heldur líka náttúruauðlindir. Samkvæmt
Endimörkum vaxtarins myndi ýmis hrávara
til dæmis ganga fljótlega til þurrðar. Ál
átti að endast til ársins 2003, blý til 1993,
gull til 1981, jarðgas til 1994, jarðolía til
1992, kopar til 1993, kvikasilfur til 1985,
mólybden til 2006, silfur til 1985, sink til
1990, tin til 1987 og wolfram til 2000.
Nóg er enn til af öllum þessum efnum.
Stuðningsmenn Meadows svara því til,
eins og höfundur fréttatilkynningarinnar
frá Háskóla Íslands, að tilgangurinn hafi
ekki verið „að spá ákveðið um framtíðina
heldur að kanna samskipti veldisvaxtar
og takmarkaðra auðlinda“. Það er rétt,
að í Endimörkum vaxtarins sagði hvergi
berum orðum, að jarðolía myndi aðeins
endast til 1992 eða kvikasilfur til 1985.
En í töflu um „tæmanleg náttúruauðæfi“
voru þar í einum dálki skráðar „þekktar
Hannes H.
Gissurarson
prófessor
Mynd 1: Fólksfjöldi í heiminum 2000-2013
Heimild: Alþjóðabankinn.
ekki áfram að vaxa jafnskrefa, heldur óx hraðar en það, jafnframt því sem menn
tóku í notkun nýja tækni, sem sparaði efni og orku. Lífið kemur okkur stundum á
óvart.
Meadows og samstarfsfólk hans horfði fram hjá þremur aðalatriðum. Hið fyrsta
er, að eftirspurn er ætíð háð verði. Því dýrara sem eitthvað efni er, því frekar
reyna menn að nota eitthvað annað þess í stað. Þess vegna er ekki í neinum
skynsamlegum skilningi unnt að segja, að efni gangi til þurrðar. Það hættir frekar
að borga sig að nota efnið.
Annað aðalatriði er framþróun í vísindum og tækni. Síðustu ár hafa rafbækur til
dæmis víða leyst af hólmi pappírsbækur. Eftirspurn eftir trjám dregst því
væntanlega saman. Annað dæmi er, að bílar eru nú miklu sparneytnari en áður.
Tökum þann þráð upp og setjum svo, að verkfræðingi takist að smíða vél, sem
minnki olíuþörf um helming. Þá hefur hann í raun tvöfaldað olíubirgðir heimsins.
Ekki þarf heldur að minna á rafbíla, sem eru að verða sífellt fullkomnari, og á
hinar miklu birgðir af jarðgasi, sem fundist hafa síðustu ár og eiga eftir að koma í
stað jarðolíu. Ný tækni við endurvinnslu hefur einnig sitt að segja.
Þriðja aðalatriðið, sem Meadows og samstarfsfólk hans horfði fram hjá, er, um
hvað hagvöxtur í krafti frjálsra viðskipta snýst. Hann er ekki fólginn í því að grafa
kappsamlega eftir orkugjöfum eins og kolum, uns þau þrjóta, heldur í því að leita
sífellt greiðfærari og hagkvæmari leiða til að framleiða lífsgæðin. Mikilvægt er að
koma ekki í veg fyrir þá leit með margvíslegum opinberum hömlum. Er ekki eina
ráðið við frelsinu eira frelsi?
Mynd 1: Fólksfjöldi í heiminum 2000‐2013
Heimild: Alþjóðabanki n.
5,800
6,000
6,200
6,400
6,600
6,800
7,000
7,200
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013